Innlent

Freyja Haraldsdóttir við Karl Garðarsson: „Þú nennir ekki að skilja fólk sem er ekki eins og þú“

Bjarki Ármannsson skrifar
Freyja sendi Karli tóninn í opni bréfi sínu í dag.
Freyja sendi Karli tóninn í opni bréfi sínu í dag. Vísir/Egill/GVA/Stefán
„Það gefur auga leið að þú sérð ekki tilefni til þess að mótmæla hlutum sem þú hefur átt meðvitaðan þátt í að skapa. Hins vegar finnst mér það eiginlega kristalla ástæðuna fyrir mikilvægi þessara mótmæla að þú, í þeirri valdastöðu sem þú ert, hæðist að þeim samborgurum þínum og gerir lítið úr dómgreind þeirra sem vilja mótmæla gjörðum ykkar.“

Svo kemst Freyja Haraldsdóttir, framkvæmdastýra og varaþingmaður Bjartrar framtíðar, að orði í skilaboðum sínum til Karls Garðarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, sem hún opinberaði á Facebook í dag. Líkt og greint hefur verið frá, gerði Karl lítið úr forsendum mótmælanna á Austurvelli í dag á sinni Facebook-síðu. Fóru orð hans fyrir brjóstið á mörgum, meðal annars Freyju sem segir í bréfi sínu þingmanninn gera lítið úr mótmælendum.

„Þú nennir ekki að skilja fólk sem er ekki eins og þú,“ skrifar Freyja. „Líklega af því að þú hefur ekki hugmyndaflug í að vita hvernig það er að geta ekki líkamlega notað hefðbundið salerni og þurfa að borga fyrir aðrar leiðir inn á eigin heimili, þurft aðstoð fram úr rúminu, í námi þínu, vinnu og við foreldrahlutverkið. Ekki hefur þú heldur hæfni til þess að skilja hvernig það er að vita ekki hvort þú þurfir að flytja á stofnun eftir tvö ár eða ekki. Ófötlun þín háir þér þar.“

Hún lýkur máli sínu á því að segja að sú „niðurlæging“ sem Karl sýni með orðum sínum sé akkúrat ástæðan fyrir því að fólk mæti á mótmælin. Bréf Freyju til Karls má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×