Rektor MR óttast að yfir 100 störf tapist Haraldur Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2014 07:00 Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara eru um 1.750 talsins. Vísir/Vilhelm Fækkun nemenda við menntaskólana gæti leitt til þess að skólarnir þurfi að fækka stöðugildum um meira en hundrað. Þetta segir Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík (MR), en hann segir útlit fyrir að nýnemum við skólann fækki um 75 næsta ár. Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá því að útlit væri fyrir fækkun um 20 kennara. Yngvi telur að fjöldinn sé mun meiri.Yngvi Pétursson„Það er talað um að fækka þeim nemendum sem ríkið ætlar að borga með á ári um 1.608, frá fjárlögum 2014, sem þýðir að niðurskurðurinn gæti haft áhrif á yfir 100 stöðugildi í framhaldsskólunum,“ segir Yngvi. Hann bendir á að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að ársnemendum framhaldsskólanna fækki um 916. Hins vegar fækki þeim samtals um 1.608 frá fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2014. „Við getum ekki brugðist við þessum breytingum fyrr en á miðju næsta ári. Umræðan hefur nánast einungis snúist um skóla sem þurfa að vísa frá nemendum sem eru 25 ára og eldri. Hins vegar er nemendum að fækka í öllum skólum.“ MR tekur inn um 250 nýnema á hverju ári. Yngvi segir stefna í að skólinn geti einungis tekið inn um 175 nýnema þegar skólaárið 2015/2016 hefst, ef frumvarpið verður að lögum. Skólinn þyrfti þá að leggja niður fjögur stöðugildi. „Hins vegar vitum við ekki hvernig staðan verður í vor og ég vona að frumvarpið taki breytingum á Alþingi.“Guðríður ArnardóttirGuðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir félagsmenn hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og framtíð skólanna. „Það segir sig sjálft að þegar það er svona mikill niðurskurður í fjármagni til skólanna, og þegar þú fækkar nemendum þetta mikið eins og raunin virðist ætla að verða, að það muni hafa í för með sér fækkun í stéttinni,“ segir Guðríður. „Það hefur verið nokkuð óljóst hvernig standa á að þessum breytingum og ekki einungis vegna þessara áforma um að fækka nemendaígildunum heldur líka vegna styttingaráformanna. Um leið og þú fækkar áföngum til stúdentsprófs þá þarftu færri kennara. En ég held enn í vonina um að stjórnvöld veiti áfram svigrúm fyrir þessa fjölbreytni og sveigjanleika sem við höfum verið svo stolt af í framhaldsskólunum.“ Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fækkun nemenda við menntaskólana gæti leitt til þess að skólarnir þurfi að fækka stöðugildum um meira en hundrað. Þetta segir Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík (MR), en hann segir útlit fyrir að nýnemum við skólann fækki um 75 næsta ár. Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá því að útlit væri fyrir fækkun um 20 kennara. Yngvi telur að fjöldinn sé mun meiri.Yngvi Pétursson„Það er talað um að fækka þeim nemendum sem ríkið ætlar að borga með á ári um 1.608, frá fjárlögum 2014, sem þýðir að niðurskurðurinn gæti haft áhrif á yfir 100 stöðugildi í framhaldsskólunum,“ segir Yngvi. Hann bendir á að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að ársnemendum framhaldsskólanna fækki um 916. Hins vegar fækki þeim samtals um 1.608 frá fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2014. „Við getum ekki brugðist við þessum breytingum fyrr en á miðju næsta ári. Umræðan hefur nánast einungis snúist um skóla sem þurfa að vísa frá nemendum sem eru 25 ára og eldri. Hins vegar er nemendum að fækka í öllum skólum.“ MR tekur inn um 250 nýnema á hverju ári. Yngvi segir stefna í að skólinn geti einungis tekið inn um 175 nýnema þegar skólaárið 2015/2016 hefst, ef frumvarpið verður að lögum. Skólinn þyrfti þá að leggja niður fjögur stöðugildi. „Hins vegar vitum við ekki hvernig staðan verður í vor og ég vona að frumvarpið taki breytingum á Alþingi.“Guðríður ArnardóttirGuðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir félagsmenn hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og framtíð skólanna. „Það segir sig sjálft að þegar það er svona mikill niðurskurður í fjármagni til skólanna, og þegar þú fækkar nemendum þetta mikið eins og raunin virðist ætla að verða, að það muni hafa í för með sér fækkun í stéttinni,“ segir Guðríður. „Það hefur verið nokkuð óljóst hvernig standa á að þessum breytingum og ekki einungis vegna þessara áforma um að fækka nemendaígildunum heldur líka vegna styttingaráformanna. Um leið og þú fækkar áföngum til stúdentsprófs þá þarftu færri kennara. En ég held enn í vonina um að stjórnvöld veiti áfram svigrúm fyrir þessa fjölbreytni og sveigjanleika sem við höfum verið svo stolt af í framhaldsskólunum.“
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira