Opinberun unglingsstúlku Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 3. nóvember 2014 10:30 Englaryk Bækur: Englaryk Guðrún Eva Mínervudóttir JPV-útgáfa Hvað verður um ofurvenjulega íslenska fjölskyldu í smábæ þegar þrettán ára unglingsdóttir ekki einungis frelsast til trúar á Jesú Krist heldur segir blákalt frá því að hún hafi séð hann í eigin persónu og gengið með honum um erlenda borg dagspart á meðan fjölskyldan taldi hana týnda og leitaði hennar í ofboði? Þetta er spurningin sem blasir við í upphafi Englaryks, nýrrar skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Þeirri spurningu verður ekki svarað á einfaldan hátt eða í einni svipan og málið vandast enn þegar barnið fer að útdeila gæsku sinni í þorpinu, meðal annars til fyllibyttu bæjarins og álappalegs unglingspilts sem henni virðist kynsveltur og útundan. Englaryk er fjölskyldusaga þar sem lesandinn fær að deila sjónarhorni með öllum aðalpersónum sögunnar, Ölmu, foreldrum hennar, Jórunni og Pétri og eldri bróður. Þau sækja ráðgjöf, hvert í sínu lagi, hjá fjölskylduráðgjafanum Snæfríði sem reynist tengjast fjölskyldunni meira en þau grunar. Hún er gamall nemandi föður Péturs, fransks geðlæknis sem aðhylltist sálgreiningu og stranga vísindahyggju, afneitaði allri yfirnáttúru en leitaði jafnan skýringa á sálarmeinum fólks í bældri kynhvöt. Í fortíð fjölskyldunnar og í samtímanum liggja margvísleg vandamál sem koma smám saman upp á yfirborðið, bæði í samtölum við ráðgjafann og í samskiptum milli persónanna.Guðrún Eva Mínervudóttir. „Svörin við spurningunum – og hvort yfirhöfuð er hægt að leita þeirra – velta á lesandanum sjálfum,“ segir Jón Yngvi.Vísir/ErnirÓvenjuleg unglingsuppreisn Ölmu verður til þess að draga fram ýmislegt sem oftast liggur í þagnargildi, prestur þorpsins þarf að slökkva á fjarstýringunni í fermingarfræðslu og takast á við eigin efasemdir og hvorki hjónaband foreldranna né þroski unglingsbróðurins fara varhluta af áhrifum Ölmu. Aðalpersónan sjálf tekur líka út einhvers konar þroska og lýsing hennar er merkileg og ótrúlega sannfærandi mynd af unglingi. Hún er óútreiknanleg, stundum óskiljanleg og skilur jafnvel ekki sjálfa sig og hún fullorðnast ekki að ráði í sögunni. Þetta er hvorki hefðbundin þroskasaga þar sem unglingurinn uppgötvar sjálfan sig og er tilbúinn til að takast á við lífið né hefðbundið fjölskyldudrama þar sem allir endar eru hnýttir og vandamál leyst. Sagan öll ber þannig keim af aðalpersónunni. Hún veitir fá svör, er lesanda að einhverju leyti ráðgáta að lestri loknum og það er engin leið að vita hvað hún mun gera næst eða á hvaða leið hún er. Hún vekur spurningar, um trú og trúarbrögð í samtímanum, um fjölskyldur, ábyrgð á náunganum og tengsl fortíðar og nútíðar, svörin við spurningunum – og hvort yfirhöfuð er hægt að leita þeirra – velta á lesandanum sjálfum.Niðurstaða: Óvenjuleg fjölskyldusaga skrifuð af miklu innsæi sem er – líkt og unglingurinn sem hún segir frá – óútreiknanleg og óviss um hvert hún stefnir. Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur: Englaryk Guðrún Eva Mínervudóttir JPV-útgáfa Hvað verður um ofurvenjulega íslenska fjölskyldu í smábæ þegar þrettán ára unglingsdóttir ekki einungis frelsast til trúar á Jesú Krist heldur segir blákalt frá því að hún hafi séð hann í eigin persónu og gengið með honum um erlenda borg dagspart á meðan fjölskyldan taldi hana týnda og leitaði hennar í ofboði? Þetta er spurningin sem blasir við í upphafi Englaryks, nýrrar skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Þeirri spurningu verður ekki svarað á einfaldan hátt eða í einni svipan og málið vandast enn þegar barnið fer að útdeila gæsku sinni í þorpinu, meðal annars til fyllibyttu bæjarins og álappalegs unglingspilts sem henni virðist kynsveltur og útundan. Englaryk er fjölskyldusaga þar sem lesandinn fær að deila sjónarhorni með öllum aðalpersónum sögunnar, Ölmu, foreldrum hennar, Jórunni og Pétri og eldri bróður. Þau sækja ráðgjöf, hvert í sínu lagi, hjá fjölskylduráðgjafanum Snæfríði sem reynist tengjast fjölskyldunni meira en þau grunar. Hún er gamall nemandi föður Péturs, fransks geðlæknis sem aðhylltist sálgreiningu og stranga vísindahyggju, afneitaði allri yfirnáttúru en leitaði jafnan skýringa á sálarmeinum fólks í bældri kynhvöt. Í fortíð fjölskyldunnar og í samtímanum liggja margvísleg vandamál sem koma smám saman upp á yfirborðið, bæði í samtölum við ráðgjafann og í samskiptum milli persónanna.Guðrún Eva Mínervudóttir. „Svörin við spurningunum – og hvort yfirhöfuð er hægt að leita þeirra – velta á lesandanum sjálfum,“ segir Jón Yngvi.Vísir/ErnirÓvenjuleg unglingsuppreisn Ölmu verður til þess að draga fram ýmislegt sem oftast liggur í þagnargildi, prestur þorpsins þarf að slökkva á fjarstýringunni í fermingarfræðslu og takast á við eigin efasemdir og hvorki hjónaband foreldranna né þroski unglingsbróðurins fara varhluta af áhrifum Ölmu. Aðalpersónan sjálf tekur líka út einhvers konar þroska og lýsing hennar er merkileg og ótrúlega sannfærandi mynd af unglingi. Hún er óútreiknanleg, stundum óskiljanleg og skilur jafnvel ekki sjálfa sig og hún fullorðnast ekki að ráði í sögunni. Þetta er hvorki hefðbundin þroskasaga þar sem unglingurinn uppgötvar sjálfan sig og er tilbúinn til að takast á við lífið né hefðbundið fjölskyldudrama þar sem allir endar eru hnýttir og vandamál leyst. Sagan öll ber þannig keim af aðalpersónunni. Hún veitir fá svör, er lesanda að einhverju leyti ráðgáta að lestri loknum og það er engin leið að vita hvað hún mun gera næst eða á hvaða leið hún er. Hún vekur spurningar, um trú og trúarbrögð í samtímanum, um fjölskyldur, ábyrgð á náunganum og tengsl fortíðar og nútíðar, svörin við spurningunum – og hvort yfirhöfuð er hægt að leita þeirra – velta á lesandanum sjálfum.Niðurstaða: Óvenjuleg fjölskyldusaga skrifuð af miklu innsæi sem er – líkt og unglingurinn sem hún segir frá – óútreiknanleg og óviss um hvert hún stefnir.
Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira