Fátt virðist geta stöðvað Tom Brady og félaga hans í New England Patriots í NFL-deildinni en í nótt hafði liðið betur gegn meistaraefnunum í Denver Broncos á heimavelli, 43-21.
Ættjarðarvinirnir gerðu snemma út um leikinn en eftir að Broncos skoraði fyrsta snertimarkið í leiknum komu 24 stig í röð frá New England.
Margir eru á þeirri skoðun að Payton Manning, hinn magnaði leikstjórnandi Broncos, eigi erfitt uppdráttar í köldu veðri en hann kastaði engu að síður yfir 400 jarda í leiknum og fyrir tveimur snertimörkum. Hann kastaði þó boltanum einnig tvisvar í hendur andstæðingsins.
Brady var með 333 sendingajarda í leiknum og hefur nú unnið ellefu af sextán viðureignum sínum gegn Manning.
Sigurhlutfall Patriots er nú 7-2 og liðið hefur unnið fimm leiki í röð. Brady hefur verið algjörlega magnaður á þessum kafla eftir að hann fór rólega af stað í byrjun tímabilsins. Broncos stendur í 6-2 en bæði lið leika í AFC-deildinni.
Aðeins eitt lið er með betra sigurhlutfall en Patriots en það er Arizona Cardinals (7-1) sem vann Dallas Cowboys, 28-17. Dallas er eitt af betri liðum deildarinnar en saknaði leikstjórnandans Tony Romo sárlega en hann er frá vegna bakmeiðsla.
Það var að auki margt um að vera að venju í deildinni en spennan var hvergi meiri en í San Francisco þar sem St. Louis Rams hafði betur gegn heimamönnum, 13-10. 49ers fékk þó tækifæri til að tryggja sigurinn á lokasekúndunni en leikstjórnandinn Colin Kaepernick tapaði boltanum við endalínuna á dramatískan máta.
Pittsburgh vann svo í nótt sannfærandi sigur á Baltimore, 43-23, þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger varð fyrsti maðurinn í sögunni til að gefa sex snertimarkssendingar í tveimur leikjum í röð. Hann hafði fyrir síðasta leik gefið tíu snertimarkssendingar allt tímabilið.
Meistararnir í Seattle Seahawks ráku svo af sér slyðruorðið með 30-24 sigri á Oakland og eru nú 5-3 á leiktíðinni eftir tvo sigra í röð. Oakland er eina liðið í deildinni sem hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa.
Úrslit gærdagsins:
Cleveland - Tampa Bay 22-17
Dallas - Arizona 17-28
Houston - Philadelphia 21-31
Kansas City - NY Jets 24-10
Cincinnati - Jacksonville 33-23
Miami - San Diego 37-0
Minnesota - Washington 29-26
San Francisco - St. Louis 10-13
New England - Denver 43-21
Seattle - Oakland 30-24
Pittsburgh - Baltimore 43-23
Staðan:
AFC austur:
New England 7-2
Buffalo 5-3
Miami 5-3
NY Jets 1-8
AFC norður:
Cincinnati 5-2-1
Pittsburgh 6-3
Cleveland 5-3
Baltimore 5-4
AFC suður:
Indianapolis 5-3
Houston 4-5
Tennessee 2-6
Jacksonville 1-8
AFC vestur:
Denver 6-2
Kansas City 5-3
San Diego 5-4
Oakland 0-8
NFC austur:
Philadelphia 6-2
Dallas 6-3
NY Giants 3-4
Washington 3-6
NFC norður:
Detroit 6-2
Green Bay 5-3
Minnesota 4-5
Chicago 3-5
NFC suður:
New Orleans 4-4
Carolina 3-5-1
Atlanta 2-6
Tampa Bay 1-7
NFC vestur:
Arizona 7-1
Seattle 5-3
San Francisco 4-4
St. Louis 3-5
Brady hafði betur gegn Manning
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn


Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti


„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti


