Smyglari rekur svarta verslun á Kvíabryggju Hanna Ólafsdóttir skrifar 22. október 2014 07:00 Sævar Sverrisson. Á myndinni sést Sævar flytja lagið Andartak í sjónvarpsþætti Hemma Gunn. „Fangar eiga ekki að reka verslun, hvorki á Kvíabryggju né annars staðar,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri aðspurður um verslun sem fangi á Kvíabryggju rekur í fangelsinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins starfrækir Sævar Sverrisson, sem afplánar dóm á Kvíabryggju vegna sterasmygls í Straumsvíkurmálinu svokallaða, sjoppu í herbergi sínu í fangelsinu. Þar er hægt að kaupa sígarettur, sælgæti og gos. Á stundum eru sígaretturnar sem Sverrir selur ekki með íslenskum tóbaksvarnamiða. Mun pakkinn af sígarettum kosta 1.500 krónur og allur ágóði af versluninni renna óskertur í vasa Sverris. Maður, sem afplánar nú dóm á Kvíabryggju og hefur verslað við Sverri, segir eiginkonu Sverris kaupa vörur í lágverðsverslunum og færa honum í fangelsið þar sem hann síðan selur vörurnar áfram. Stundum séu sígaretturnar sem hann kaupir af Sverri ekki með íslenskum merkingum. Sverrir fái að selja vörur sínar óáreittur. Í samtali við blaðamann Fréttablaðsins staðfestir Gunnar Hjartarson, fangavörður og varðstjóri í afleysingum, að selt sé sælgæti og gos í fangelsinu.Forstöðumaður Kvíabryggju staðfestir að selt sé gos og sælgæti í fangelsinu.„Það yfirleitt virkar þannig að það er einhver einn með sjoppuna. Svo þegar hann fer þá tekur einhver annar við. Það er nú oft sem enginn vill taka þetta að sér, það er svolítil vinna við þetta,“ útskýrir Gunnar. Aðspurður hvort hann viti til þess að hagnaður sjoppunnar fari beint í vasa viðkomandi fanga svarar Gunnar: „Já, örugglega. Hann fer að minnsta kosti ekki í minn vasa.“ Varðandi hvort hagnaðurinn sé gefinn upp segir Gunnar: „Gefið upp til skatts? Það efast ég um. Þetta er bara eitthvað á milli þeirra til að auðvelda sér lífið hérna inni.“ Birgir Guðmundsson, forstöðumaður Kvíabryggju, segir að hann viti ekki til þess að tóbak sé selt í fangelsinu. „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta. Það hefur ekki verið mikið um það held ég. Þetta er aðallega bara kók og prins.“ Að sögn Birgis sjá starfsmenn fangelsisins almennt um að kaupa inn fyrir fanga einu sinni í viku. Aðspurður hvernig tekið yrði á tóbakssölu fengi hann vitneskju um að slíkt tíðkaðist í fangelsinu segir Birgir að hann hafi ekki hugsað um það. „Vegna þess að það hefur aldrei verið gert.“Páll Winkel fangelsismálastjóri segir óheimilt fyrir fanga að selja varning í fangelsum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki hafa vitneskju um verslunina á Kvíabryggju en sé það svo að fangi sé að selja smygl í fangelsinu verði það kært til lögreglu. „Ef þetta er uppi þarf bara að stoppa það. Það er ósköp einfalt,“ segir fangelsismálastjóri. Samkvæmt reglugerð um smásölu tóbaks þarf leyfi heilbrigðisnefndar á viðkomandi eftirlitssvæði til að selja tóbak í smásölu. Jafnframt að leyfin skulu veitt til fjögurra ára í senn og einungis veitt einstaklingum eða lögaðilum sem fullnægja almennum skilyrðum laga um verslunaratvinnu og ákvæðum reglugerðarinnar. Rimlakjör, verslun fyrir fanga á Litla-Hrauni, er rekinn af fangelsinu sjálfu en fyrirkomulagið í öðrum fangelsum landsins er þannig að starfsfólk tekur við pöntunum frá föngum á sérstaka pöntunarlista en einnig eru vörur sendar í fangelsið. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira
„Fangar eiga ekki að reka verslun, hvorki á Kvíabryggju né annars staðar,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri aðspurður um verslun sem fangi á Kvíabryggju rekur í fangelsinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins starfrækir Sævar Sverrisson, sem afplánar dóm á Kvíabryggju vegna sterasmygls í Straumsvíkurmálinu svokallaða, sjoppu í herbergi sínu í fangelsinu. Þar er hægt að kaupa sígarettur, sælgæti og gos. Á stundum eru sígaretturnar sem Sverrir selur ekki með íslenskum tóbaksvarnamiða. Mun pakkinn af sígarettum kosta 1.500 krónur og allur ágóði af versluninni renna óskertur í vasa Sverris. Maður, sem afplánar nú dóm á Kvíabryggju og hefur verslað við Sverri, segir eiginkonu Sverris kaupa vörur í lágverðsverslunum og færa honum í fangelsið þar sem hann síðan selur vörurnar áfram. Stundum séu sígaretturnar sem hann kaupir af Sverri ekki með íslenskum merkingum. Sverrir fái að selja vörur sínar óáreittur. Í samtali við blaðamann Fréttablaðsins staðfestir Gunnar Hjartarson, fangavörður og varðstjóri í afleysingum, að selt sé sælgæti og gos í fangelsinu.Forstöðumaður Kvíabryggju staðfestir að selt sé gos og sælgæti í fangelsinu.„Það yfirleitt virkar þannig að það er einhver einn með sjoppuna. Svo þegar hann fer þá tekur einhver annar við. Það er nú oft sem enginn vill taka þetta að sér, það er svolítil vinna við þetta,“ útskýrir Gunnar. Aðspurður hvort hann viti til þess að hagnaður sjoppunnar fari beint í vasa viðkomandi fanga svarar Gunnar: „Já, örugglega. Hann fer að minnsta kosti ekki í minn vasa.“ Varðandi hvort hagnaðurinn sé gefinn upp segir Gunnar: „Gefið upp til skatts? Það efast ég um. Þetta er bara eitthvað á milli þeirra til að auðvelda sér lífið hérna inni.“ Birgir Guðmundsson, forstöðumaður Kvíabryggju, segir að hann viti ekki til þess að tóbak sé selt í fangelsinu. „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta. Það hefur ekki verið mikið um það held ég. Þetta er aðallega bara kók og prins.“ Að sögn Birgis sjá starfsmenn fangelsisins almennt um að kaupa inn fyrir fanga einu sinni í viku. Aðspurður hvernig tekið yrði á tóbakssölu fengi hann vitneskju um að slíkt tíðkaðist í fangelsinu segir Birgir að hann hafi ekki hugsað um það. „Vegna þess að það hefur aldrei verið gert.“Páll Winkel fangelsismálastjóri segir óheimilt fyrir fanga að selja varning í fangelsum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki hafa vitneskju um verslunina á Kvíabryggju en sé það svo að fangi sé að selja smygl í fangelsinu verði það kært til lögreglu. „Ef þetta er uppi þarf bara að stoppa það. Það er ósköp einfalt,“ segir fangelsismálastjóri. Samkvæmt reglugerð um smásölu tóbaks þarf leyfi heilbrigðisnefndar á viðkomandi eftirlitssvæði til að selja tóbak í smásölu. Jafnframt að leyfin skulu veitt til fjögurra ára í senn og einungis veitt einstaklingum eða lögaðilum sem fullnægja almennum skilyrðum laga um verslunaratvinnu og ákvæðum reglugerðarinnar. Rimlakjör, verslun fyrir fanga á Litla-Hrauni, er rekinn af fangelsinu sjálfu en fyrirkomulagið í öðrum fangelsum landsins er þannig að starfsfólk tekur við pöntunum frá föngum á sérstaka pöntunarlista en einnig eru vörur sendar í fangelsið.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira