Bardaginn um titilbardagann: Travis Browne gegn Fabricio Werdum Guttormur Árni Ársælsson skrifar 17. apríl 2014 22:15 Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. Travis Browne er 32 ára, frá Hawaii og rúmlega tveir metrar á hæð. Hann er gríðarlega höggþungur en hann hefur sigrað 12 af 16 bardögum sínum með rothöggi. Browne barðist þrisvar á síðasta ári og sigraði alla þrjá bardaga með rothöggi í fyrstu lotu. Í öllum níu UFC bardögum Browne hafa andstæðingar hans alltaf þótt sigurstranglegri hjá veðbönkum en Browne virðist sífellt koma á óvart. Hann hefur aðeins tapað einu sinni á ferlinum en bardaginn gegn Werdum verður sá fyrsti í UFC þar sem Browne þykir sigurstranglegri en veðbankar vestanhafs telja hann örlítið líklegri til að fara með sigur af hólmi. Fabricio Werdum barðist aðeins einu sinni á síðasta ári og það er næstum komið ár síðan Brasilíumaðurinn steig síðast inn í búrið. Werdum er svartbeltingur í brasilísku Jiu-Jitsu og margfaldur heimsmeistari í þeirri íþrótt. Hann er einnig tvöfaldur meistari á ADCC en það er sterkasta uppgjafarglímumót heims. Eitt af stærstu afrekum Werdum var að sigra Rússann Fedor Emelianenko og binda þar með enda á 10 ára sigurhrinu hans. Það er ljóst að Werdum hefur yfirhöndina þegar kemur að gólfglímunni en Browne er gífurlega höggþungur og gæti klárað bardagann með einu höggi. Werdum mun væntanlega gera allt sem hann getur til að ná bardaganum í gólfið. Það má þó ekki gleyma því að Werdum hefur bætt sparkboxið sitt gríðarlega á undanförnum tveimur árum. Þessir tveir kappar voru æfingarfélagar um stutt skeið fyrir fjórum árum síðan og lét Werdum hafa eftir sér í vikunni að hann hefði pakkað Browne saman á æfingum. Það þykir oftast óvirðing að tala opinberlega um það sem gerist á æfingum en Browne hefur hingað til sýnt mikla stillingu og ekki látið ummæli Werdum koma sér í uppnám. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og hefst útsendingin á miðnætti á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira
Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. Travis Browne er 32 ára, frá Hawaii og rúmlega tveir metrar á hæð. Hann er gríðarlega höggþungur en hann hefur sigrað 12 af 16 bardögum sínum með rothöggi. Browne barðist þrisvar á síðasta ári og sigraði alla þrjá bardaga með rothöggi í fyrstu lotu. Í öllum níu UFC bardögum Browne hafa andstæðingar hans alltaf þótt sigurstranglegri hjá veðbönkum en Browne virðist sífellt koma á óvart. Hann hefur aðeins tapað einu sinni á ferlinum en bardaginn gegn Werdum verður sá fyrsti í UFC þar sem Browne þykir sigurstranglegri en veðbankar vestanhafs telja hann örlítið líklegri til að fara með sigur af hólmi. Fabricio Werdum barðist aðeins einu sinni á síðasta ári og það er næstum komið ár síðan Brasilíumaðurinn steig síðast inn í búrið. Werdum er svartbeltingur í brasilísku Jiu-Jitsu og margfaldur heimsmeistari í þeirri íþrótt. Hann er einnig tvöfaldur meistari á ADCC en það er sterkasta uppgjafarglímumót heims. Eitt af stærstu afrekum Werdum var að sigra Rússann Fedor Emelianenko og binda þar með enda á 10 ára sigurhrinu hans. Það er ljóst að Werdum hefur yfirhöndina þegar kemur að gólfglímunni en Browne er gífurlega höggþungur og gæti klárað bardagann með einu höggi. Werdum mun væntanlega gera allt sem hann getur til að ná bardaganum í gólfið. Það má þó ekki gleyma því að Werdum hefur bætt sparkboxið sitt gríðarlega á undanförnum tveimur árum. Þessir tveir kappar voru æfingarfélagar um stutt skeið fyrir fjórum árum síðan og lét Werdum hafa eftir sér í vikunni að hann hefði pakkað Browne saman á æfingum. Það þykir oftast óvirðing að tala opinberlega um það sem gerist á æfingum en Browne hefur hingað til sýnt mikla stillingu og ekki látið ummæli Werdum koma sér í uppnám. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og hefst útsendingin á miðnætti á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira
Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45