Stefnir Jóni Gnarr í von um að fá nauðsynlega þjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. október 2014 16:20 Benedikt Hákon Bjarnason. vísir/stefán Benedikt Hákon Bjarnason, fjölfatlaður maður sem nauðsynlega þarf á sólarhringsaðstoð að halda, hefur stefnt Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar. Benedikt fer fram á að felld verði út gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar um synjun á beiðni hans um sólarhringsaðstoð. Nú þegar fær hann aðstoð frá Reykjavíkurborg á daginn, eða í 16 klukkustundir á dag. Þá fer hann fram á eina og hálfa milljón króna í miskabætur í ljósi þess að aðstandendur og starfsmenn hafa aðstoðað hann launalaust í átta klukkustundir á dag síðustu ár. Í stefnunni segir að Benedikt gæti orðið fyrir stórtjóni sé hann án eftirlits, bæði vegna fötlunar hans en einnig vegna mikillar flogaveiki. Hann hefur ítrekað óskað eftir að honum verði veitt aðstoð í samræmi við fötlun hans en hefur honum ávallt verið synjað. Að mati Elíasar Ólafssonar, yfirlæknis á taugalækningadeild Landspítalans, þarf Benedikt aðstoð við alla þætti daglegs lífs, hann tali ekki og geti ekki verið einn. „Það er óumdeild læknisfræðileg staðreynd, sem jafnframt er hverjum manni ljós sem hittir stefnanda í fyrsta skipti, að hann þarf á sólarhringsaðstoð þar sem honum er ókleift að sjá um sig sjálfur,“ segir í stefnunni. Benedikt hefur búið á eigin heimili með stuðningi stjórnvalda og aðstandenda frá 2001. Hann fékk fyrstur fjölfatlaðra manna að taka þátt í tilraunaverkefni sem aðstandendur hans komu á fót og svipar til þess sem nú hefur verið fært í lög um málefni fatlaðs fólks undir heitinu Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA). Greiðslur vegna verkefnisins hafa þó ekki staðið undir sér en samkvæmt stefnu fær hann greiddar um 1,6 milljónir króna sem eiga að fara í laun starfsmanna. Frá byrjun árs 2011 hefur móðir Benedikts, Dóra S. Bjarnadóttir, ítrekað beðist þess að komið væri til móts við þörf og nauðsyn sonar síns fyrir aukna þjónustu. „Þeim fjölmörgu beiðnum hefur ýmist verið hafnað án rökstuðnings eða ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti,“ segir í stefnunni. Aðalmeðferð málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tengdar fréttir Endurheimti hjólastólinn og fékk lögregluderhúfu í kaupbæti Fatlaður maður sem lenti í því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann fór í göngutúr í Elliðaárdalnum fékk stólinn aftur í dag. Hjón á kvöldgöngu fundu stólinn í gær og höfðu samband við lögreglu. 7. nóvember 2011 21:00 Hjólastólnum stolið af fötluðum manni „Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag. 7. nóvember 2011 09:00 Hjólastóllinn kominn í leitirnar Fatlaður maður sem varð fyrir því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann var í göngutúr með aðstoðarmanni sínum, fær stólinn sinn aftur í dag. Móðir mannsins telur að þarna hafi verið á ferðinni einstaklingur með brenglað skopskyn. 7. nóvember 2011 12:15 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Benedikt Hákon Bjarnason, fjölfatlaður maður sem nauðsynlega þarf á sólarhringsaðstoð að halda, hefur stefnt Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar. Benedikt fer fram á að felld verði út gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar um synjun á beiðni hans um sólarhringsaðstoð. Nú þegar fær hann aðstoð frá Reykjavíkurborg á daginn, eða í 16 klukkustundir á dag. Þá fer hann fram á eina og hálfa milljón króna í miskabætur í ljósi þess að aðstandendur og starfsmenn hafa aðstoðað hann launalaust í átta klukkustundir á dag síðustu ár. Í stefnunni segir að Benedikt gæti orðið fyrir stórtjóni sé hann án eftirlits, bæði vegna fötlunar hans en einnig vegna mikillar flogaveiki. Hann hefur ítrekað óskað eftir að honum verði veitt aðstoð í samræmi við fötlun hans en hefur honum ávallt verið synjað. Að mati Elíasar Ólafssonar, yfirlæknis á taugalækningadeild Landspítalans, þarf Benedikt aðstoð við alla þætti daglegs lífs, hann tali ekki og geti ekki verið einn. „Það er óumdeild læknisfræðileg staðreynd, sem jafnframt er hverjum manni ljós sem hittir stefnanda í fyrsta skipti, að hann þarf á sólarhringsaðstoð þar sem honum er ókleift að sjá um sig sjálfur,“ segir í stefnunni. Benedikt hefur búið á eigin heimili með stuðningi stjórnvalda og aðstandenda frá 2001. Hann fékk fyrstur fjölfatlaðra manna að taka þátt í tilraunaverkefni sem aðstandendur hans komu á fót og svipar til þess sem nú hefur verið fært í lög um málefni fatlaðs fólks undir heitinu Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA). Greiðslur vegna verkefnisins hafa þó ekki staðið undir sér en samkvæmt stefnu fær hann greiddar um 1,6 milljónir króna sem eiga að fara í laun starfsmanna. Frá byrjun árs 2011 hefur móðir Benedikts, Dóra S. Bjarnadóttir, ítrekað beðist þess að komið væri til móts við þörf og nauðsyn sonar síns fyrir aukna þjónustu. „Þeim fjölmörgu beiðnum hefur ýmist verið hafnað án rökstuðnings eða ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti,“ segir í stefnunni. Aðalmeðferð málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Tengdar fréttir Endurheimti hjólastólinn og fékk lögregluderhúfu í kaupbæti Fatlaður maður sem lenti í því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann fór í göngutúr í Elliðaárdalnum fékk stólinn aftur í dag. Hjón á kvöldgöngu fundu stólinn í gær og höfðu samband við lögreglu. 7. nóvember 2011 21:00 Hjólastólnum stolið af fötluðum manni „Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag. 7. nóvember 2011 09:00 Hjólastóllinn kominn í leitirnar Fatlaður maður sem varð fyrir því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann var í göngutúr með aðstoðarmanni sínum, fær stólinn sinn aftur í dag. Móðir mannsins telur að þarna hafi verið á ferðinni einstaklingur með brenglað skopskyn. 7. nóvember 2011 12:15 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Endurheimti hjólastólinn og fékk lögregluderhúfu í kaupbæti Fatlaður maður sem lenti í því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann fór í göngutúr í Elliðaárdalnum fékk stólinn aftur í dag. Hjón á kvöldgöngu fundu stólinn í gær og höfðu samband við lögreglu. 7. nóvember 2011 21:00
Hjólastólnum stolið af fötluðum manni „Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag. 7. nóvember 2011 09:00
Hjólastóllinn kominn í leitirnar Fatlaður maður sem varð fyrir því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann var í göngutúr með aðstoðarmanni sínum, fær stólinn sinn aftur í dag. Móðir mannsins telur að þarna hafi verið á ferðinni einstaklingur með brenglað skopskyn. 7. nóvember 2011 12:15