Lífið

"Ef landsmenn borðuðu hollari mat þá þyrftum við ekki fleiri milljarða í Landspítalann"

Meðfylgjandi myndir voru teknar í útgáfuhófi Lukku í Eymundsson Skólavörðustíg í gær.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í útgáfuhófi Lukku í Eymundsson Skólavörðustíg í gær. myndir/ellý ármanns
Í dag kemur út ný bók sem Lukka Pálsdóttir, eigandi veitingastaðarins Happ, hefur skrifað og fjallar um mataræðið Fimm:Tveir og hvernig hægt er að nota þetta mataræði sem forvörn gegn sjúkdómum. Sjálf segist Lukka hafa grennst þó nokkuð á mataræðinu. 

Águsta Johnson og Lukka.
“Það sem stendur upp úr ekki að magamálið sé minna heldur er það líkamleg vellíðan því áralangir mjóbaksverkir eru nú á bak og burt. Maðurinn hefur í gegnum þróunarsöguna alltaf farið í gegnum tímabil þar sem hann hefur ekki fengið nógan mat og þurft að líða skort, þangað til núna. Við búum við ofgnótt af mat og að fasta, innan gæsalappa, eykur insúlínnæmi frumanna og frumurnar fara í viðgerðarferli,“ segir í viðtali við Marín Möndu í Lífinu fylgiblaði Fréttablaðsins í dag.

„Ef landsmenn færu svangir að sofa tvisvar í viku og borðuðu hollari mat þá þyrftum við ekki fleiri milljarða í Landspítalann því við værum heilbrigðari þjóð," segir hún jafnframt.

„Þetta gengur út á það að í tvo daga í viku á að skerða hitaeiningafjöldann sem maður neytir og borða venjulega þess á milli. Þetta er framkvæmanlegra, auðveldara og sveigjanlegra en margir aðrir kúrar eða mataræði því fólk getur oft verið félagslega einangrað á mjög stífum kúrum.“

Ragnhildur Eiríksdóttir, Erna Svala Ragnarsdóttir og Laufey Arna Johansen.
Lukka áritaði nýju bókina.
Gyða Dröfn Tryggvadóttir og Anna Borg.
Oddný Anna Björnsdóttir, Jón Lovísuson og Sirrý Svöludóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.