Atkvæðagreiðslu félagsmanna lauk fyrir skömmu og eru tölurnar svohljóðandi:
Á kjörskrá voru 1.541, atkvæði greiddu 1.339 eða 86,9 prósent. Já sögðu 1.173 eða 87,6 prósent. Nei sögðu 134 eða 10 prósent. Auðir seðlar og ógildir voru 32 eða 2,4 prósent.
„Við erum búin að funda stíft að undanförnu og munum halda því áfram til þess að reyna að ná einhverjum sameiginlegum samningsfleti. Ég vil jafnframt segja það að það ber ennþá mjög mikið á milli samningsaðila,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.
Aðalheiður segir að það sem er að valda því að samningaviðræður séu þetta erfiðar sé sú staðreynd að framhaldsskólarnir séu í fjárhagslegu þroti en að samningsaðilar geti ekki samið um aukin framlög til skólanna. Það sé alfarið á valdi stjórnvalda.

„Þetta finnst okkur vera mjög eðlileg og sanngjörn krafa og vona ég svo sannarlega að við getum náð kjarasamningum við eðlilegar aðstæður.“
Aðalheiður segist vongóð um að samningar náist og segir engan kennara vilja verkfall, og sé það ekki markmið þeirra. Hinsvegar ef samningar náist ekki fyrir tilsettan tíma þá muni þeir grípa til þessa neyðarúrræðis.