Innlent

Skemmdarverk unnin í verslun á Laugavegi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn braut skáp í versluninni sem staðsett er á Laugavegi 92.
Maðurinn braut skáp í versluninni sem staðsett er á Laugavegi 92. MYND/AÐSEND
Skemmdarverk voru unnin í versluninni Kjólar og Konfekt í dag  með þeim afleiðingum að skartgripir eyðilögðust. Tjónið nemur allt að tvö hundruð þúsundum.

„Þetta var svo furðulegt. Maðurinn var rólegur og mjög kurteis. Ég spurði hann hvað honum gengi til og hann sagðist ekki vita það og fannst þetta leiðinlegt“ segir Anna Kristín Magnúsdóttir, eigandi verslunarinnar.

Lögreglan kom á svæðið og færði manninn á lögreglustöðina.

Anna Kristín hefur ekki kært atburðarrásina, en hún fékk nafn og símanúmer hjá manninum og hefur hann boðist til að bæta henni tjónið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×