Útilokar ekki málamiðlun í ESB málinu Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2014 13:06 Formaður utanríkismálanefndar segir að tillögur stjórnarandstöðunnar í ESB málinu fái þinglega meðferð eins og tillaga utanríkisráðherra. Menn séu full fljótir að draga ályktanir um að samkomulag takist ekki. vísir/stefán Birgir Ármannsson formaður utanríkisnefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins útilokar ekki að að tillaga utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, taki breytingum í meðförum enfndarinnar. Hann segir orðalag kosningaloforðs flokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu hafa verið óheppilegt. Þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka var tekin á dagskrá Alþingis í gær. Af umræðunni um skýrslu Hagfræðistofnunar um sambandið að dæma, eru stjórnarflokkarnir gallharðir í afstöðu sinni og ekki útlit fyrir að þeir ætli að taka tillit til málamiðlunartillagna stjórnarandstöðunnar, mótmæla á Austurvelli og fjölda undirskrifta á Netinu. Birgir Ármannsson sagði hins vegar í Íslandi í dag í gærkvöldi að menn væru fullfljótir að draga ályktanir í þeim efnum. „Staðan er einfaldlega sú að nú er þingleg meðferð þessarar tillögu að hefjast. Það er líka boðað að það verði fjallað um aðrar tillögur um aðrar þær tillögur sem komið hafa fram í þinginu um málsmeðferð,“ segir Birgir.Þannig að þú ert að segja að það sé ekki útilokað að hægt sé að ná einhverju samkomulagi eða breytingum? „Menn segja aldrei í upphafi ferils að ekki verði um neinar samningaviðræður að ræða,“ segir formaður utanríkismálanefndar. Birgir viðurkennir að erfitt hafi verið að svara fyrir afstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins til þjóðaratkvæðagreiðslu nú, eftir kosningaloforð formanns flokksins og annarra forystumanna í þeim efnum. Sjálfur hafi hann verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að halda viðræðunum áfram án þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þeir forystumenn sem vitnað er til orðuðu hlutina með öðrum hætti og ég hef sagt það í viðtölum að mér hafi þótt það óheppilegt,“ segir Birgir.Eru þau óheppileg, kosningaloforðin? „Orðalagið, kann að vera, bætir Birgir við. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra er einn þeirra sem hefur gagnrýnt núverandi formann og forystu flokksins harðlega fyrir að ætla ekki að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu.Það hlýtur að svíða undan því? „Já, já vissulega. Mér finnst hann nota allt of stór orð og mér finnst hann hafa tekið allt of djúpt í árinni og ég er ekki sáttur við það,“ segir Birgir. Auðvitað svíði undan orðum Þorsteins sem fyrrverandi formanns þar sem Þorsteinn eigi sér langa sögu. „Og það er auðvitað ekkert þægilegt,“ sagði Birgir Ármannsson í Íslandi í dag í gærkvöldi. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Birgir Ármannsson formaður utanríkisnefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins útilokar ekki að að tillaga utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, taki breytingum í meðförum enfndarinnar. Hann segir orðalag kosningaloforðs flokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu hafa verið óheppilegt. Þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka var tekin á dagskrá Alþingis í gær. Af umræðunni um skýrslu Hagfræðistofnunar um sambandið að dæma, eru stjórnarflokkarnir gallharðir í afstöðu sinni og ekki útlit fyrir að þeir ætli að taka tillit til málamiðlunartillagna stjórnarandstöðunnar, mótmæla á Austurvelli og fjölda undirskrifta á Netinu. Birgir Ármannsson sagði hins vegar í Íslandi í dag í gærkvöldi að menn væru fullfljótir að draga ályktanir í þeim efnum. „Staðan er einfaldlega sú að nú er þingleg meðferð þessarar tillögu að hefjast. Það er líka boðað að það verði fjallað um aðrar tillögur um aðrar þær tillögur sem komið hafa fram í þinginu um málsmeðferð,“ segir Birgir.Þannig að þú ert að segja að það sé ekki útilokað að hægt sé að ná einhverju samkomulagi eða breytingum? „Menn segja aldrei í upphafi ferils að ekki verði um neinar samningaviðræður að ræða,“ segir formaður utanríkismálanefndar. Birgir viðurkennir að erfitt hafi verið að svara fyrir afstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins til þjóðaratkvæðagreiðslu nú, eftir kosningaloforð formanns flokksins og annarra forystumanna í þeim efnum. Sjálfur hafi hann verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að halda viðræðunum áfram án þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þeir forystumenn sem vitnað er til orðuðu hlutina með öðrum hætti og ég hef sagt það í viðtölum að mér hafi þótt það óheppilegt,“ segir Birgir.Eru þau óheppileg, kosningaloforðin? „Orðalagið, kann að vera, bætir Birgir við. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra er einn þeirra sem hefur gagnrýnt núverandi formann og forystu flokksins harðlega fyrir að ætla ekki að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu.Það hlýtur að svíða undan því? „Já, já vissulega. Mér finnst hann nota allt of stór orð og mér finnst hann hafa tekið allt of djúpt í árinni og ég er ekki sáttur við það,“ segir Birgir. Auðvitað svíði undan orðum Þorsteins sem fyrrverandi formanns þar sem Þorsteinn eigi sér langa sögu. „Og það er auðvitað ekkert þægilegt,“ sagði Birgir Ármannsson í Íslandi í dag í gærkvöldi.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira