Það dró heldur betur til tíðinda á US Open í dag, en eins og við greindum frá í dag vann Kei Nishikori Novak Djokovic í undanúrslitum mótsins. Það dró einnig til tíðinda í hinum undanúrslitaleiknum.
Þar mættust Marin Cilic frá Króatíu og Roger Federer, einn af bestu tennisköppum heims . Cilic gerði sér lítið fyrir og pakkaði Federer saman og vann samanlagt 3-0 í settum; 6-3, 6-3 og 6-4.
Það reiknuðu flestir með að Djokovic og Federer myndu spila úrslitaleikinn, en það verða þeir Nishikori og Cilic sem spila til úrslita. Cilic mun spila sinn fyrsta úrslitaleik.
Óvæntur úrslitaleikur á US Open
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn


Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn


Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

