Námsmenn mótmæla á Austurvelli á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2014 13:30 Frá Austurvelli. VISIR/GVA Allar námsmannahreyfingar á Íslandi boða til samstöðufundar á morgun þriðjudag og hefst fundurinn klukkan 15:00. Markmiðið með fundinum er að sýna samstöðu gegn þeim niðurskurði og kjaraskerðingum sem íslenskir námsmenn hafa mátt þola síðustu ár, er kemur fram í fréttatilkynningu. „Á Íslandi eru námsmenn ekki forréttindahópur, heldur lágstétt. Lágstétt sem hefur þurft að þola síendurteknar skerðingar þrátt fyrir að vera nauðsynleg samfélaginu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Þrjár framsögur verða fluttar á fundinum; Fyrst tekur til máls María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Því næst stígur Anna Marsibil Clausen, formaður Landssambands íslenskra stúdenta í pontu. Síðustu ræðu fundarins flytur Laufey María Jóhannsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Að ræðum loknum taka við tónlistaratriði sem auglýst verð þegar nær dregur. Ennfremur verða veitingar á boðstólnum. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 650 manns boðað komu sína á fundinn á morgun. Eru þetta önnur mótmælin sem fara fram á Austurvelli í vikunni en eins og Vísir hefur áður greint frá verður afturköllun aðildarviðræðna við Evrópusambandið mótmælt þar í dag. Í auglýsingu fyrir viðburðinn eru reifaðar helstu ástæðurnar fyrir samstöðufundinum sem eru sem hér segir:* LÍN stefnir að því að vega að jafnrétti og jöfnum tækifærum til náms. * Niðurskurður til menntamála hefur verið viðvarandi nú í sex ár. Það bitnar á gæðum náms og kennslu og hefur langvarandi áhrif á aðstæður námsmanna. * Námsframvindukröfur LÍN verða hækkaðar í 22 einingar úr 18 einingum að öllu óbreyttu. Það þýðir að námslán um 2000 námsmanna verða í ólestri. * Frítekjumörk námslána hafa verið 750.000 krónur á ári síðan 2009. Þau hafa ekki hækkað eftir verðlagi og ættu nú að vera að minnsta kosti 940.000 krónur. Það sýnir að námsmenn hafa tekið á sig gríðarlegar launaskerðingar síðustu ár. * Námsmenn í HÍ eru skattlagðir sérstaklega þar sem skrásetningargjöld í háskóla eru hækkuð, nú annað árið í röð, og peningurinn rennur ekki til háskólans. Aðeins 39 milljónir af 180 renna til HÍ. Hækkun skrásetningargjalda hafa áhrif á alla háskóla á Íslandi. * Grunnframfærsla LÍN er 144.000 krónur á mánuði og er ekki í takt við önnur neysluviðmið. * Verðlag í landinu hefur einnig áhrif á kjör námsmanna. Með því er sífellt verið að seilast í vasa þeirra án þess að kjör vænkist á móti. * Húsnæðismál námsmanna eru í lamasessi. * Námsmannakort Strætó hefur hækkað um 100% á tveimur árum. * Það er gríðarlega mikilvægt fyrir framþróun íslensks samfélags að það teljist fýsilegur kostur að mennta sig og vera námsmaður. *Óháð því hvort þú ert framhalsskólanemi, háskólanemi eða almennur þjóðfélagsþegn; við hljótum að sammælast um að fjárfesting í menntun og mannauði sé ein mikilvægasta fjárfesting samfélagsins. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Allar námsmannahreyfingar á Íslandi boða til samstöðufundar á morgun þriðjudag og hefst fundurinn klukkan 15:00. Markmiðið með fundinum er að sýna samstöðu gegn þeim niðurskurði og kjaraskerðingum sem íslenskir námsmenn hafa mátt þola síðustu ár, er kemur fram í fréttatilkynningu. „Á Íslandi eru námsmenn ekki forréttindahópur, heldur lágstétt. Lágstétt sem hefur þurft að þola síendurteknar skerðingar þrátt fyrir að vera nauðsynleg samfélaginu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Þrjár framsögur verða fluttar á fundinum; Fyrst tekur til máls María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Því næst stígur Anna Marsibil Clausen, formaður Landssambands íslenskra stúdenta í pontu. Síðustu ræðu fundarins flytur Laufey María Jóhannsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Að ræðum loknum taka við tónlistaratriði sem auglýst verð þegar nær dregur. Ennfremur verða veitingar á boðstólnum. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 650 manns boðað komu sína á fundinn á morgun. Eru þetta önnur mótmælin sem fara fram á Austurvelli í vikunni en eins og Vísir hefur áður greint frá verður afturköllun aðildarviðræðna við Evrópusambandið mótmælt þar í dag. Í auglýsingu fyrir viðburðinn eru reifaðar helstu ástæðurnar fyrir samstöðufundinum sem eru sem hér segir:* LÍN stefnir að því að vega að jafnrétti og jöfnum tækifærum til náms. * Niðurskurður til menntamála hefur verið viðvarandi nú í sex ár. Það bitnar á gæðum náms og kennslu og hefur langvarandi áhrif á aðstæður námsmanna. * Námsframvindukröfur LÍN verða hækkaðar í 22 einingar úr 18 einingum að öllu óbreyttu. Það þýðir að námslán um 2000 námsmanna verða í ólestri. * Frítekjumörk námslána hafa verið 750.000 krónur á ári síðan 2009. Þau hafa ekki hækkað eftir verðlagi og ættu nú að vera að minnsta kosti 940.000 krónur. Það sýnir að námsmenn hafa tekið á sig gríðarlegar launaskerðingar síðustu ár. * Námsmenn í HÍ eru skattlagðir sérstaklega þar sem skrásetningargjöld í háskóla eru hækkuð, nú annað árið í röð, og peningurinn rennur ekki til háskólans. Aðeins 39 milljónir af 180 renna til HÍ. Hækkun skrásetningargjalda hafa áhrif á alla háskóla á Íslandi. * Grunnframfærsla LÍN er 144.000 krónur á mánuði og er ekki í takt við önnur neysluviðmið. * Verðlag í landinu hefur einnig áhrif á kjör námsmanna. Með því er sífellt verið að seilast í vasa þeirra án þess að kjör vænkist á móti. * Húsnæðismál námsmanna eru í lamasessi. * Námsmannakort Strætó hefur hækkað um 100% á tveimur árum. * Það er gríðarlega mikilvægt fyrir framþróun íslensks samfélags að það teljist fýsilegur kostur að mennta sig og vera námsmaður. *Óháð því hvort þú ert framhalsskólanemi, háskólanemi eða almennur þjóðfélagsþegn; við hljótum að sammælast um að fjárfesting í menntun og mannauði sé ein mikilvægasta fjárfesting samfélagsins.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira