Sport

Sveinbjörg Norðurlandameistari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveinbjörg varð Norðurlandameistari og var einnig nálægt því að slá Íslandsmetið í sjöþraut.
Sveinbjörg varð Norðurlandameistari og var einnig nálægt því að slá Íslandsmetið í sjöþraut. Frjálsíþróttasamband Íslands
Sveinbjörg Zophoníasdóttir varð efst í sínum aldursflokki (U-23 ára) á Norðurlandameistaramótinu í fjölþrautum sem fer fram á Kópavogsvelli nú um helgina.

Sveinbjörg var með góða forystu eftir fyrstu fjórar keppnisgreinarnar í gær og hún hélt áfram þar sem frá horfið í dag.

Sveinbjörg hóf daginn á að vinna langstökkskeppnina, þar sem hún stökk 5,99 metra. Hún hafnaði í öðru sæti í spjótkasti, með kasti upp á 38,55 metra og varð loks þriðja í 800m hlaupi, en hún kom í mark á 2:20,50 mínútum.

Sveinbjörg fékk alls 5723 stig, sem er glæsilegur árangur. Hún bætti sig 250 stig og var aðeins 155 stigum frá Íslandsmeti Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur.

Frjálsíþróttasamband Íslands
Sveinbjörg varði Norðurlandameistaratitil sinn í dag.Frjálsíþróttasamband Íslands
Sveinbjörg í hástökkinuFrjálsíþróttasamband Íslands
Sveinbjörg (önnur til hægri) í grindahlaupinu.Frjálsíþróttasamband Íslands

Tengdar fréttir

Sveinbjörg í góðri stöðu

Norðurlandamótið í fjölþrautum fer fram á Kópavogsvelli um helgina. Eftir fyrri keppnisdag er Sveinbjörg Zophoníasdóttir með góðu forystu í U-23 ára flokki kvenna. Hún nældi sér í 3421 stig í greinum dagsins og er 451 stigi á undan næstu konu, Fridu Thorsås frá Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×