Tónlist

Chris Brown gefur út nýtt efni

Chris Brown
Chris Brown Vísir/Getty
Chris Brown tilkynnti um helgina að næsta breiðskífa hans, X, væri væntanleg í maí.

Hinn 24 ára gamli Brown gaf út sína síðustu plötu, Fortune, árið 2012. 

Lög af plötunni klifu hátt á vinsældarlistum, en sala á plötunni var undir væntingum. Fyrstu tvær breiðskífur tónlistarmannsins gengu mun betur, og voru báðar margfaldar platínumplötur, en þær eru Chris Brown, frá 2005, og Exclusive, 2007.

Brown fór á Twitter til að tilkynna nýju plötuna og segir hana vera það besta frá honum komið hingað til.

Brown, sem réðst á fyrrverandi kærustu sína, Rihönnu, árið 2009, hefur ekki látið af ofbeldisfullri hegðun sinni. Hann var síðast ákærður eftir að hafa nefbrotið mann síðastliðið haust og hefur verið að leita sér hjálpar á meðferðarstofnun undanfarna mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×