Segir ályktunina fulla af óhróðri og dylgjum Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2014 16:08 Mikill mannfjöldi hefur safnast saman á Austurvelli þar sem fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar um að slíta viðræðum við Evrópusambandið er mótmælt. Vísir/Fanney Kristján Möller segir makalausar dylgjur og óhróður, ásakanir um stjórnarskrárbrot, vera að finna í þingsályktunartillögu umdeildri þingsályktunartillögu, en þingmaðurinn gerir ráð fyrir því að ráðherra hafi skrifað hana sjálfur, hún sé slík hrákasmíð. Þung orð hafa fallið í umræðu um tillögu um þingsályktun um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki. Þingskjalinu var útbýtt á þinginu áðan. Orð eins og „óásættanlegt“, „lítilsvirðandi við þingið“, „skýrslan er skrípaleikur“, „þingið haft að fífli“, „þjóðin höfð að fífli“, ríkisstjórnin er skipuð pólitískum lindýrum“, „pólitískt óhæfuverk“ og þannig má lengi telja, þung orð úr munni þingmanna stjórnarandstöðunni sem telur sig illa svikna. Þar er meðal annars vísað til orða formanns Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninga þess efnis að kosið yrði um áframhald viðræðna við Evrópubandalagið. Einn þeirra sem tók til máls var þingmaður Samfylkingar, Kristján Möller, sem vakti athygli á ályktuninni sjálfri, sem hann segir fulla af dylgjum og rangfærslum; og því ekki boðleg – í raun ótæk til umræðu. Í ályktuninni segir meðal annars: „Miðað við það sem fram hefur komið í atkvæðaskýringum, yfirlýsingum þingmanna og fleiri gögnum má jafnvel leiða að því rök að ekki hafi í raun verið til staðar meirihlutavilji fyrir málinu heldur hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka við myndun ríkisstjórnar og atkvæðagreiðslan því tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Kristján vakti athygli á því að um þetta hefði verið greidd atkvæði á alþingi á sínum tíma og einn þriðji Framsóknarþingmanna hafi greitt atkvæði með málinu. 33 þingmenn samþykktu aðildarviðræður, löglega gert," segir Kristján. „Hrákasmíð, sem er líklega skrifuð af utanríkisráðherranum sjálfum. Að leiða að því líkum að einhverjir þingmenn hafi brotið stjórnarskrá til að láta þvinga sig til atkvæðagreiðslu. Hvað með framsóknarmennina þrjá sem samþykktu?“ Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Kristján Möller segir makalausar dylgjur og óhróður, ásakanir um stjórnarskrárbrot, vera að finna í þingsályktunartillögu umdeildri þingsályktunartillögu, en þingmaðurinn gerir ráð fyrir því að ráðherra hafi skrifað hana sjálfur, hún sé slík hrákasmíð. Þung orð hafa fallið í umræðu um tillögu um þingsályktun um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki. Þingskjalinu var útbýtt á þinginu áðan. Orð eins og „óásættanlegt“, „lítilsvirðandi við þingið“, „skýrslan er skrípaleikur“, „þingið haft að fífli“, „þjóðin höfð að fífli“, ríkisstjórnin er skipuð pólitískum lindýrum“, „pólitískt óhæfuverk“ og þannig má lengi telja, þung orð úr munni þingmanna stjórnarandstöðunni sem telur sig illa svikna. Þar er meðal annars vísað til orða formanns Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninga þess efnis að kosið yrði um áframhald viðræðna við Evrópubandalagið. Einn þeirra sem tók til máls var þingmaður Samfylkingar, Kristján Möller, sem vakti athygli á ályktuninni sjálfri, sem hann segir fulla af dylgjum og rangfærslum; og því ekki boðleg – í raun ótæk til umræðu. Í ályktuninni segir meðal annars: „Miðað við það sem fram hefur komið í atkvæðaskýringum, yfirlýsingum þingmanna og fleiri gögnum má jafnvel leiða að því rök að ekki hafi í raun verið til staðar meirihlutavilji fyrir málinu heldur hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka við myndun ríkisstjórnar og atkvæðagreiðslan því tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Kristján vakti athygli á því að um þetta hefði verið greidd atkvæði á alþingi á sínum tíma og einn þriðji Framsóknarþingmanna hafi greitt atkvæði með málinu. 33 þingmenn samþykktu aðildarviðræður, löglega gert," segir Kristján. „Hrákasmíð, sem er líklega skrifuð af utanríkisráðherranum sjálfum. Að leiða að því líkum að einhverjir þingmenn hafi brotið stjórnarskrá til að láta þvinga sig til atkvæðagreiðslu. Hvað með framsóknarmennina þrjá sem samþykktu?“
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira