Segir ályktunina fulla af óhróðri og dylgjum Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2014 16:08 Mikill mannfjöldi hefur safnast saman á Austurvelli þar sem fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar um að slíta viðræðum við Evrópusambandið er mótmælt. Vísir/Fanney Kristján Möller segir makalausar dylgjur og óhróður, ásakanir um stjórnarskrárbrot, vera að finna í þingsályktunartillögu umdeildri þingsályktunartillögu, en þingmaðurinn gerir ráð fyrir því að ráðherra hafi skrifað hana sjálfur, hún sé slík hrákasmíð. Þung orð hafa fallið í umræðu um tillögu um þingsályktun um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki. Þingskjalinu var útbýtt á þinginu áðan. Orð eins og „óásættanlegt“, „lítilsvirðandi við þingið“, „skýrslan er skrípaleikur“, „þingið haft að fífli“, „þjóðin höfð að fífli“, ríkisstjórnin er skipuð pólitískum lindýrum“, „pólitískt óhæfuverk“ og þannig má lengi telja, þung orð úr munni þingmanna stjórnarandstöðunni sem telur sig illa svikna. Þar er meðal annars vísað til orða formanns Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninga þess efnis að kosið yrði um áframhald viðræðna við Evrópubandalagið. Einn þeirra sem tók til máls var þingmaður Samfylkingar, Kristján Möller, sem vakti athygli á ályktuninni sjálfri, sem hann segir fulla af dylgjum og rangfærslum; og því ekki boðleg – í raun ótæk til umræðu. Í ályktuninni segir meðal annars: „Miðað við það sem fram hefur komið í atkvæðaskýringum, yfirlýsingum þingmanna og fleiri gögnum má jafnvel leiða að því rök að ekki hafi í raun verið til staðar meirihlutavilji fyrir málinu heldur hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka við myndun ríkisstjórnar og atkvæðagreiðslan því tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Kristján vakti athygli á því að um þetta hefði verið greidd atkvæði á alþingi á sínum tíma og einn þriðji Framsóknarþingmanna hafi greitt atkvæði með málinu. 33 þingmenn samþykktu aðildarviðræður, löglega gert," segir Kristján. „Hrákasmíð, sem er líklega skrifuð af utanríkisráðherranum sjálfum. Að leiða að því líkum að einhverjir þingmenn hafi brotið stjórnarskrá til að láta þvinga sig til atkvæðagreiðslu. Hvað með framsóknarmennina þrjá sem samþykktu?“ Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Kristján Möller segir makalausar dylgjur og óhróður, ásakanir um stjórnarskrárbrot, vera að finna í þingsályktunartillögu umdeildri þingsályktunartillögu, en þingmaðurinn gerir ráð fyrir því að ráðherra hafi skrifað hana sjálfur, hún sé slík hrákasmíð. Þung orð hafa fallið í umræðu um tillögu um þingsályktun um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki. Þingskjalinu var útbýtt á þinginu áðan. Orð eins og „óásættanlegt“, „lítilsvirðandi við þingið“, „skýrslan er skrípaleikur“, „þingið haft að fífli“, „þjóðin höfð að fífli“, ríkisstjórnin er skipuð pólitískum lindýrum“, „pólitískt óhæfuverk“ og þannig má lengi telja, þung orð úr munni þingmanna stjórnarandstöðunni sem telur sig illa svikna. Þar er meðal annars vísað til orða formanns Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninga þess efnis að kosið yrði um áframhald viðræðna við Evrópubandalagið. Einn þeirra sem tók til máls var þingmaður Samfylkingar, Kristján Möller, sem vakti athygli á ályktuninni sjálfri, sem hann segir fulla af dylgjum og rangfærslum; og því ekki boðleg – í raun ótæk til umræðu. Í ályktuninni segir meðal annars: „Miðað við það sem fram hefur komið í atkvæðaskýringum, yfirlýsingum þingmanna og fleiri gögnum má jafnvel leiða að því rök að ekki hafi í raun verið til staðar meirihlutavilji fyrir málinu heldur hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka við myndun ríkisstjórnar og atkvæðagreiðslan því tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Kristján vakti athygli á því að um þetta hefði verið greidd atkvæði á alþingi á sínum tíma og einn þriðji Framsóknarþingmanna hafi greitt atkvæði með málinu. 33 þingmenn samþykktu aðildarviðræður, löglega gert," segir Kristján. „Hrákasmíð, sem er líklega skrifuð af utanríkisráðherranum sjálfum. Að leiða að því líkum að einhverjir þingmenn hafi brotið stjórnarskrá til að láta þvinga sig til atkvæðagreiðslu. Hvað með framsóknarmennina þrjá sem samþykktu?“
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira