Ásgeir fetar í fótspor Beyoncé Gunnar Leó Pálsson skrifar 24. febrúar 2014 14:15 Ásgeir Trausti er kominn til Columbia Records visir/getty „Þetta er mjög góður samningur fyrir okkur og er samvinnuverkefni fyrirtækjanna One Little Indian og Columbia," segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs, en Ásgeir hefur gert samning við bandaríska útgáfurisann Columbia Records. Samningurinn við Columbia er líkt og samningurinn við One Little Indian, upp á þrjár plötur. „Samningurinn breytir umfanginu og dreifingu plötunnar til hins betra, við erum að fá það besta frá báðum fyrirtækjunum," segir María Rut. Hún segir jafnframt að hlutirnir hafi verið fljótir að gerast. „Við vorum í viðræðum við fleiri bandarísk stórfyrirtæki," segir María Rut og bætir við að mikill skilningur hafi verið hjá Columbia fyrir því, að Ásgeir fengi að halda sinni sérstöðu, sem svokallaður Indie tónlistarmaður. Plata Ásgeirs, In The Silence kemur út í Bandaríkjunum 4. mars. Hann er nú að koma heim eftir gæfuríkt tónleikaferðalag um Asíu. „Hann stoppar aðeins heima núna en fer svo til Bandaríkjanna 8. mars og verður þar í rúma viku," segir María Rut. Ásgeir kemur meðal annars fram á South By Southwest-tónlistarhátíðinni en eftir Bandaríkjareisuna fer hann í tónleikaferðalag um Evrópu fram til 14. apríl.Beyoncé, Adele, John Mayer, Daft Punk og Depeche Mode eru meðal þeirra tónlistarmanna sem eru með samning við Columbia Records. Tónlist Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er mjög góður samningur fyrir okkur og er samvinnuverkefni fyrirtækjanna One Little Indian og Columbia," segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs, en Ásgeir hefur gert samning við bandaríska útgáfurisann Columbia Records. Samningurinn við Columbia er líkt og samningurinn við One Little Indian, upp á þrjár plötur. „Samningurinn breytir umfanginu og dreifingu plötunnar til hins betra, við erum að fá það besta frá báðum fyrirtækjunum," segir María Rut. Hún segir jafnframt að hlutirnir hafi verið fljótir að gerast. „Við vorum í viðræðum við fleiri bandarísk stórfyrirtæki," segir María Rut og bætir við að mikill skilningur hafi verið hjá Columbia fyrir því, að Ásgeir fengi að halda sinni sérstöðu, sem svokallaður Indie tónlistarmaður. Plata Ásgeirs, In The Silence kemur út í Bandaríkjunum 4. mars. Hann er nú að koma heim eftir gæfuríkt tónleikaferðalag um Asíu. „Hann stoppar aðeins heima núna en fer svo til Bandaríkjanna 8. mars og verður þar í rúma viku," segir María Rut. Ásgeir kemur meðal annars fram á South By Southwest-tónlistarhátíðinni en eftir Bandaríkjareisuna fer hann í tónleikaferðalag um Evrópu fram til 14. apríl.Beyoncé, Adele, John Mayer, Daft Punk og Depeche Mode eru meðal þeirra tónlistarmanna sem eru með samning við Columbia Records.
Tónlist Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira