Verklaus ríkisstjórn – sagan endurtekur sig Helgi Magnússon skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Á síðari hluta síðasta kjörtímabils var gjarnan talað um „Verklausa vinstristjórn“. Ekki veit ég hver byrjaði með þetta slagorð, hvort það var einhver úr stjórnarandstöðunni eða þá hvatvís fjölmiðlamaður af ÍNN, Morgunblaðinu eða DV. Það skiptir ekki meginmáli en þeir sem héldu þessu á lofti bentu á fjölmörg mál sem þáverandi ríkisstjórn hafði ætlað að koma í framkvæmd en kom ekki í framkvæmd. Svo kom til stjórnarskipta í maí á síðasta ári og þá trúðu margir því að veður myndu skjótt skipast í lofti og að nú tækju menn til hendi og færu að hrinda hratt og örugglega ýmsu í framkvæmd sem almenningur og atvinnulífið höfðu beðið eftir. Ég er einn af þeim sem trúðu á hraðar breytingar til hins betra. Í þeim anda birti ég grein í Fréttablaðinu þann 8. júní sl. undir fyrirsögninni ENDURREISNARSTJÓRNIN ER KOMIN Á SLYSSTAÐ. Þar hélt ég því fram að ferill síðustu ríkisstjórnar hefði verið slys og að nú væri björgunarliðið komið á slysstað og myndi láta hendur standa fram úr ermum.Hvernig hefur tíminn nýst? Nú eru liðnir 9 mánuðir frá því nýja stjórnin tók við. Ef hún megnar að sitja til loka kjörtímabilsins – sem gæti gerst en er hreint ekki víst – þá er hún búin með fimmtung af tíma sínum. Og þá er óhætt að spyrja: Hvernig hefur þessi tími nýst, hverju hefur hún komið í verk – eru breytt og rösklegri vinnubrögð að birtast landsmönnum? Stutta svarið er: Tíminn hefur ekki nýst vel og ríkisstjórnin hefur ekki komið miklu í verk. Það er sorgleg staðreynd eftir allt sem á undan var gengið. Skoðum nokkur mikilvæg mál sem stjórnarflokkarnir lofuðu úrlausnum á í kosningabaráttunni sl. vor: - Hefur ríkisstjórnin lækkað skatta að ráði? NEI, ekki þannig að teljandi sé. T.d. var tryggingagjaldið lækkað um 0,1% sem er brot af því sem lofað var. - Hefur hún hrint í framkvæmd aukinni nýtingu orkuauðlindanna? Nei. - Hefur hún hoggið á hnútinn sem hefur hamlað gegn fjárfestingum og uppbyggingu álvers í Helguvík? NEI. - Hefur hún ýtt af stað myndarlegu átaki á sviði samgönguframkvæmda? NEI. - Hefur hún afnumið gjaldeyrishöft? NEI. - Hefur hún komið með lausnir á málefnum þrotabúa föllnu bankanna? NEI. - Hefur hún leiðrétt skuldir heimilanna, sem var stóra kosningaloforðið hjá öðrum flokkanna. NEI – en hún hefur sett í gang vinnu við útfærslu málsins, komið því í nefnd. - Hefur hún afnumið verðtrygginguna sem var annað af helstu loforðum sama flokks. NEI. Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar hefur í reynd slegið þá hugmynd út af borðinu. - Hefur hún beitt sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við ESB sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði kjósendum sínum að yrði á fyrri hluta núverandi kjörtímabilsins? NEI – Þvert á móti. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir grímulausum svikum við kjósendur í því efni, þrátt fyrir ótvíræð kosningaloforð. - Hefur ríkisstjórnin náð tökum á ríkisfjármálunum? Hún heldur því fram vegna lítilsháttar afgangs á fjárlögum. En reynslan sýnir að niðurstaðan verður yfirleitt mun lakari og ætla má að halli verði á fjárlögum þessa árs þegar raunveruleikinn lítur dagsins ljós. - Hefur ríkisstjórnin lækkað veiðileyfagjald og létt þannig álögum af útgerðinni? JÁ. Það gerði hún strax á sumarþingi 2013 enda þótti mikið liggja við að bæta hag útgerðarmanna á meðan hagsmunir annarra atvinnugreina og almennings máttu bíða! Niðurstaðan af þessu er því miður sú að núverandi ríkisstjórn er eftir 20% af kjörtímabilinu engu betri en sú fyrri: VERKLAUS RÍKISSTJÓRN þegar kemur að meginhagsmunamálum almennings og atvinnulífs, með þeirri undantekningu að litið hefur verið til með sjávarútveginum. Við sem gagnrýndum fyrri ríkisstjórn og kusum þá flokka sem mynda núverandi ríkisstjórn út á kosningaloforð sem nú hafa verið svikin, hljótum að spyrja: Til hvers var barist?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á síðari hluta síðasta kjörtímabils var gjarnan talað um „Verklausa vinstristjórn“. Ekki veit ég hver byrjaði með þetta slagorð, hvort það var einhver úr stjórnarandstöðunni eða þá hvatvís fjölmiðlamaður af ÍNN, Morgunblaðinu eða DV. Það skiptir ekki meginmáli en þeir sem héldu þessu á lofti bentu á fjölmörg mál sem þáverandi ríkisstjórn hafði ætlað að koma í framkvæmd en kom ekki í framkvæmd. Svo kom til stjórnarskipta í maí á síðasta ári og þá trúðu margir því að veður myndu skjótt skipast í lofti og að nú tækju menn til hendi og færu að hrinda hratt og örugglega ýmsu í framkvæmd sem almenningur og atvinnulífið höfðu beðið eftir. Ég er einn af þeim sem trúðu á hraðar breytingar til hins betra. Í þeim anda birti ég grein í Fréttablaðinu þann 8. júní sl. undir fyrirsögninni ENDURREISNARSTJÓRNIN ER KOMIN Á SLYSSTAÐ. Þar hélt ég því fram að ferill síðustu ríkisstjórnar hefði verið slys og að nú væri björgunarliðið komið á slysstað og myndi láta hendur standa fram úr ermum.Hvernig hefur tíminn nýst? Nú eru liðnir 9 mánuðir frá því nýja stjórnin tók við. Ef hún megnar að sitja til loka kjörtímabilsins – sem gæti gerst en er hreint ekki víst – þá er hún búin með fimmtung af tíma sínum. Og þá er óhætt að spyrja: Hvernig hefur þessi tími nýst, hverju hefur hún komið í verk – eru breytt og rösklegri vinnubrögð að birtast landsmönnum? Stutta svarið er: Tíminn hefur ekki nýst vel og ríkisstjórnin hefur ekki komið miklu í verk. Það er sorgleg staðreynd eftir allt sem á undan var gengið. Skoðum nokkur mikilvæg mál sem stjórnarflokkarnir lofuðu úrlausnum á í kosningabaráttunni sl. vor: - Hefur ríkisstjórnin lækkað skatta að ráði? NEI, ekki þannig að teljandi sé. T.d. var tryggingagjaldið lækkað um 0,1% sem er brot af því sem lofað var. - Hefur hún hrint í framkvæmd aukinni nýtingu orkuauðlindanna? Nei. - Hefur hún hoggið á hnútinn sem hefur hamlað gegn fjárfestingum og uppbyggingu álvers í Helguvík? NEI. - Hefur hún ýtt af stað myndarlegu átaki á sviði samgönguframkvæmda? NEI. - Hefur hún afnumið gjaldeyrishöft? NEI. - Hefur hún komið með lausnir á málefnum þrotabúa föllnu bankanna? NEI. - Hefur hún leiðrétt skuldir heimilanna, sem var stóra kosningaloforðið hjá öðrum flokkanna. NEI – en hún hefur sett í gang vinnu við útfærslu málsins, komið því í nefnd. - Hefur hún afnumið verðtrygginguna sem var annað af helstu loforðum sama flokks. NEI. Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar hefur í reynd slegið þá hugmynd út af borðinu. - Hefur hún beitt sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við ESB sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði kjósendum sínum að yrði á fyrri hluta núverandi kjörtímabilsins? NEI – Þvert á móti. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir grímulausum svikum við kjósendur í því efni, þrátt fyrir ótvíræð kosningaloforð. - Hefur ríkisstjórnin náð tökum á ríkisfjármálunum? Hún heldur því fram vegna lítilsháttar afgangs á fjárlögum. En reynslan sýnir að niðurstaðan verður yfirleitt mun lakari og ætla má að halli verði á fjárlögum þessa árs þegar raunveruleikinn lítur dagsins ljós. - Hefur ríkisstjórnin lækkað veiðileyfagjald og létt þannig álögum af útgerðinni? JÁ. Það gerði hún strax á sumarþingi 2013 enda þótti mikið liggja við að bæta hag útgerðarmanna á meðan hagsmunir annarra atvinnugreina og almennings máttu bíða! Niðurstaðan af þessu er því miður sú að núverandi ríkisstjórn er eftir 20% af kjörtímabilinu engu betri en sú fyrri: VERKLAUS RÍKISSTJÓRN þegar kemur að meginhagsmunamálum almennings og atvinnulífs, með þeirri undantekningu að litið hefur verið til með sjávarútveginum. Við sem gagnrýndum fyrri ríkisstjórn og kusum þá flokka sem mynda núverandi ríkisstjórn út á kosningaloforð sem nú hafa verið svikin, hljótum að spyrja: Til hvers var barist?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun