Gunnar Axel segir meirihlutamyndun í Hafnarfirði í höndum Bjartrar framtíðar Randver Kári Randversson skrifar 1. júní 2014 13:26 Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. „Ég lít svo á að það sé í raun núna í höndum Bjartar framtíðar að velja hvort þau vilja starfa með hinum jafnaðar- og félagshyggjuflokkunum, eða hvort þau vilja veita Sjálfstæðisflokknum stuðning sinn næstu fjögur árin.“ Þetta segir Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Meirihluti Samfylkingar og Vinstri grænna féll í Hafnarfirði. Samfylkingin tapaði um helmingi fylgis síns frá síðustu kosningum og tapaði tveimur bæjarfulltrúum, fær þrjá bæjarfulltrúa í stað fimm. Gunnar skýrir úrslitin með þessum hætti. „Fylgi greitt jafnaðar- og félagshyggjuflokkunum í Hafnarfirði dreifðist meira heldur en áður. Það var að mörgu leyti fyrirséð. Stuðningur við eina hægriflokkinn er að dragast saman, hann er ekki að aukast. Þannig að það er ekki einhver augljós sveifla í þá áttina, pólitískt séð.“ Hann metur stöðu Samfylkingarinnar í Hafnarfirði að mörgu leyti sterka og segir flokkinn ekki munu skorast undan þeirri ábyrgð að setjast í meirihluta ef til hans væri leitað. Það sé að mörgu leyti rökréttast að félagshyggjuflokkarnir í Hafnarfirði vinni saman. Meirihluti Vinstri grænna, Bjartar framtíðar og Samfylkingar myndi eiga mun meira sameiginlegt málefnalega séð heldur meirihluti með þátttöku Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að vinna úr þessari stöðu. Staða Samfylkingarinnar er að mörgu leyti sterk eftir sem áður, sem stjórnmálaafls, og ég er bjartsýnn á að við náum vopnum okkar aftur. Við ætlum að vinna vel fyrir hönd bæjarbúa næstu fjögur árin og vinna með öllu því góða fólki sem fékk stuðning kjósenda í gær, að þeim verkefnum sem framundan eru. Ég hef fulla trú á að fylgi okkar muni vaxa í samræmi við það.“ Í morgun birti Gunnar Axel eftirfarandi yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni:Kæru vinir og félagar, þrátt fyrir að samanlagt séu frjálslyndir jafnaðarmenn- og félagshyggjuflokkarnir að fá stuðning meirihluta kjósenda í Hafnarfirði þá er landslagið breytt og staðan ólík því sem margir höfðu haft væntingar um. Við vissum fyrirfram að það væri á brattann að sækja og landslagið væri ólíkt því sem var árið 2010, fleiri flokkar yrðu í framboði og atkvæði greidd öðrum en hægrimönnum myndu dreifast meira en áður. Við sem fórum fram fyrir Samfylkinguna háðum heiðarlega kosningabaráttu sem hvíldi á okkar eigin málefnum og áherslum, vorum við sjálf, töluðum fyrir okkur sjálf og sýndum öðrum fólki og þeirra skoðunum virðingu. Ég er afskaplega stoltur af okkar góða fólki og þeirra framgöngu í þessari kosningabaráttu. Auðvitað voru það vonbrigði að við skyldum ekki ná inn fjórða manninum eins og við stefndum að en í ljósi þess að við vorum að mælast með tvo menn fyrr í vetur þá er þetta engu að síður varnarsigur í mínum huga. Framundan er vinna í þágu bæjarbúa og ég hlakka til þess að takast á við verkefnin með öllu því góða fólki sem fékk stuðning kjósenda í gær. Áfram Hafnarfjörður! Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ég lít svo á að það sé í raun núna í höndum Bjartar framtíðar að velja hvort þau vilja starfa með hinum jafnaðar- og félagshyggjuflokkunum, eða hvort þau vilja veita Sjálfstæðisflokknum stuðning sinn næstu fjögur árin.“ Þetta segir Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Meirihluti Samfylkingar og Vinstri grænna féll í Hafnarfirði. Samfylkingin tapaði um helmingi fylgis síns frá síðustu kosningum og tapaði tveimur bæjarfulltrúum, fær þrjá bæjarfulltrúa í stað fimm. Gunnar skýrir úrslitin með þessum hætti. „Fylgi greitt jafnaðar- og félagshyggjuflokkunum í Hafnarfirði dreifðist meira heldur en áður. Það var að mörgu leyti fyrirséð. Stuðningur við eina hægriflokkinn er að dragast saman, hann er ekki að aukast. Þannig að það er ekki einhver augljós sveifla í þá áttina, pólitískt séð.“ Hann metur stöðu Samfylkingarinnar í Hafnarfirði að mörgu leyti sterka og segir flokkinn ekki munu skorast undan þeirri ábyrgð að setjast í meirihluta ef til hans væri leitað. Það sé að mörgu leyti rökréttast að félagshyggjuflokkarnir í Hafnarfirði vinni saman. Meirihluti Vinstri grænna, Bjartar framtíðar og Samfylkingar myndi eiga mun meira sameiginlegt málefnalega séð heldur meirihluti með þátttöku Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að vinna úr þessari stöðu. Staða Samfylkingarinnar er að mörgu leyti sterk eftir sem áður, sem stjórnmálaafls, og ég er bjartsýnn á að við náum vopnum okkar aftur. Við ætlum að vinna vel fyrir hönd bæjarbúa næstu fjögur árin og vinna með öllu því góða fólki sem fékk stuðning kjósenda í gær, að þeim verkefnum sem framundan eru. Ég hef fulla trú á að fylgi okkar muni vaxa í samræmi við það.“ Í morgun birti Gunnar Axel eftirfarandi yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni:Kæru vinir og félagar, þrátt fyrir að samanlagt séu frjálslyndir jafnaðarmenn- og félagshyggjuflokkarnir að fá stuðning meirihluta kjósenda í Hafnarfirði þá er landslagið breytt og staðan ólík því sem margir höfðu haft væntingar um. Við vissum fyrirfram að það væri á brattann að sækja og landslagið væri ólíkt því sem var árið 2010, fleiri flokkar yrðu í framboði og atkvæði greidd öðrum en hægrimönnum myndu dreifast meira en áður. Við sem fórum fram fyrir Samfylkinguna háðum heiðarlega kosningabaráttu sem hvíldi á okkar eigin málefnum og áherslum, vorum við sjálf, töluðum fyrir okkur sjálf og sýndum öðrum fólki og þeirra skoðunum virðingu. Ég er afskaplega stoltur af okkar góða fólki og þeirra framgöngu í þessari kosningabaráttu. Auðvitað voru það vonbrigði að við skyldum ekki ná inn fjórða manninum eins og við stefndum að en í ljósi þess að við vorum að mælast með tvo menn fyrr í vetur þá er þetta engu að síður varnarsigur í mínum huga. Framundan er vinna í þágu bæjarbúa og ég hlakka til þess að takast á við verkefnin með öllu því góða fólki sem fékk stuðning kjósenda í gær. Áfram Hafnarfjörður!
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira