Óveðrið mögulega fyrr á ferðinni Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2014 18:22 Spá fyrir vind kl. 01 aðfaranótt mánudags 1. desember. Sjá má mjög skæða vindstengi NV- og N-til á landinu. Þarna er lægðin stödd norðvestur af Vestfjörðum, nærri þeim stað þar sem lágmark er í vindstyrk Mynd/Veðurstofa Íslands Útlit er fyrir vaxandi suðaustanátt á morgun með meðalvindhraða víða á bilinu 18-25 metra á sekúndu eftir hádegið. Vindhviður geta náð yfir 40 m/s vestan og norðan undir fjöllum á Vesturlandi, til dæmis undir Hafnarfjalli. Lægðin sem veldur óveðrinu tekur nú á sig mynd suðvestur í hafi og er nú stödd 700 kílómetra austur af Nýfundnalandi. Nú er hún á leið til norðausturs, en snýr til norðurs á morgun og fer hratt yfir auk þess sem hún mun dýpka ört, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni. Sjá nánar: Svipað óveður í aðsigi og 1991: Fólk bindi niður lausa muni og hreinsi niðurföll Einnig er útlit fyrir talsvert eða mikið úrkomumagn á suðurhelmingi landsins. Það er von á þíðu á láglendi, en líkur eru á að úrkoman verði á formi slyddu eða snjókomu á heiðum og fjöllum, einkum í fyrstu. Mikill vindstrengur mun herja á landið undir kvöld á morgun, þar sem lægðin verður á norðurleið skammt vestan við land. Talið er að veðrið muni ná hámarki suðvestanlands um klukkan níu annað kvöld. Uppúr miðnætti færir þessi veðurhæð sig yfir á Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og einnig á Norðurland Eystra. Má búast við að vindhviður geti náð yfir 50 m/s á þessum slóðum þar sem vindur stendur af fjöllum. Úrkoman á sunnudagskvöldið mun líklega færa sig yfir í að vera á formi slydduélja og síðar snjóélja. Á mánudagsmorguninn er gert ráð fyrir suðvestan stormi (18-25 m/s), en allhvass eða hvass vindur síðdegis (13-20 m/s). Útlit er fyrir éljagang, en að létti til norðaustan- og austanlands. Áfram kólnar í veðri og má búast við hita um og undir frostmarki þegar kemur fram á daginn. Í tilkynningunni segir að ljóst sé að eftir hádegi á sunnudaginn og fram á mánudag, sé ekkert ferðaveður. Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Útlit er fyrir vaxandi suðaustanátt á morgun með meðalvindhraða víða á bilinu 18-25 metra á sekúndu eftir hádegið. Vindhviður geta náð yfir 40 m/s vestan og norðan undir fjöllum á Vesturlandi, til dæmis undir Hafnarfjalli. Lægðin sem veldur óveðrinu tekur nú á sig mynd suðvestur í hafi og er nú stödd 700 kílómetra austur af Nýfundnalandi. Nú er hún á leið til norðausturs, en snýr til norðurs á morgun og fer hratt yfir auk þess sem hún mun dýpka ört, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni. Sjá nánar: Svipað óveður í aðsigi og 1991: Fólk bindi niður lausa muni og hreinsi niðurföll Einnig er útlit fyrir talsvert eða mikið úrkomumagn á suðurhelmingi landsins. Það er von á þíðu á láglendi, en líkur eru á að úrkoman verði á formi slyddu eða snjókomu á heiðum og fjöllum, einkum í fyrstu. Mikill vindstrengur mun herja á landið undir kvöld á morgun, þar sem lægðin verður á norðurleið skammt vestan við land. Talið er að veðrið muni ná hámarki suðvestanlands um klukkan níu annað kvöld. Uppúr miðnætti færir þessi veðurhæð sig yfir á Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og einnig á Norðurland Eystra. Má búast við að vindhviður geti náð yfir 50 m/s á þessum slóðum þar sem vindur stendur af fjöllum. Úrkoman á sunnudagskvöldið mun líklega færa sig yfir í að vera á formi slydduélja og síðar snjóélja. Á mánudagsmorguninn er gert ráð fyrir suðvestan stormi (18-25 m/s), en allhvass eða hvass vindur síðdegis (13-20 m/s). Útlit er fyrir éljagang, en að létti til norðaustan- og austanlands. Áfram kólnar í veðri og má búast við hita um og undir frostmarki þegar kemur fram á daginn. Í tilkynningunni segir að ljóst sé að eftir hádegi á sunnudaginn og fram á mánudag, sé ekkert ferðaveður.
Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira