Fótbolti

Ekki útilokað að Katar missi HM 2022

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mammam sakaður um spillingu
Mammam sakaður um spillingu vísir/getty
Breskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að Mohammed bin Hammam hafi gerst sekur um mútur til að tryggja að heimsmeistarakeppnin í Katar verði haldin í Katar. Því gæti Katar misst HM.

Jim Boyce varaforseti alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA segir ekki útilokað að Katar missi HM 2022 verði spillingin sönnuð.

Í breskum fjölmiðlum í morgun er greint frá því að fyrrum formaður asíska knattspyrnusambandsins AFC Mohammed bin Hammam hafi greitt allt að 3,7 milljónir punda til að tryggja að Katar yrði fyrir valinu.

Hammam fékk lífstíðarbann frá þátttöku í knattspyrnu í júlí 2013 vegna ásakana um að bera mútur á menn.

Katar hafði betur gegn Bandaríkjunum, Suður-Kóreu, Japan og Ástralíu í desember 2010 og hefur ákvörðunin alltaf þótt umdeild.

„Öll sönnunargögn varðandi mútur til að kjósa á ákveðin hátt eiga að berast til Michael Garcia. FIFA hefur veitt honum fullt vald til að rannsaka málið,“ sagði Jim Boyce.

„Ef Garcia fær sönnunargögn sem eru hafin yfir allan vafa þar FIFA að skoða þau af fullri alvöru, það er engin spurning um það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×