Ómarshraun og Kristjánsgígar Hjörtur Hjartarson skrifar 2. september 2014 19:30 Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði í gærkvöld eftir tillögum að nafni á nýja hraunið sem myndar nú nýtt landslag norðan Vatnajökuls. Áhorfendur tóku vel við sér og bárust fréttastofu hátt tvö hundruð uppástungur. Tillögurnar eru misgóðar vissulega. Ómar Ragnarsson og Kristján Már Unnarsson hafa farið mikinn í umfjöllun um gosið og tengjast nokkrar uppástungur þeim, svo sem Ómarshraun og Kristjánsgígar. Þá var stungið upp á Lekahraun, Næraberg, Æsifréttahraun og að sjálfsögðu Litla Hraun. En þó áðurnefndar tillögur nái líkast til ekki fram að ganga þá segir Hallgrímur J. Ámundason hjá örnefnanefnd að almenningur hafi vissulega sitt að segja. „Við fylgjumst með þessu að sjálfsögðu. Það hafa komið fram ýmis nöfn eins og Holufyllingahraun og nöfn kennd við núlifandi menn sem hafa verið að flækjast þarna um sandana og hraunið,“ segir Hallgrímur. Eins og áður segir bárust fréttastofu fjölmargar tillögur. Tvær stóðu þó upp úr. Annarsvegar Drekahraun sem var nefnt tuttugu og einu sinni og Holuhraun hinsvegar sem fékk fjórtán tilnefningar.Hallgrímur J. Ámundason, stofustjóri á nafnfræðisviði ÁrnastofnunnarEn hver mun á endanum ákveða nafnið? „Það eru ákveðnir aðilar sem hafa það með höndum. Nafnfræðisvið Árnastofnunnar og Landmælingar Íslands. Síðan kemur örnefnanefnd stundum að þessu á síðari stigum.“ En svo á eftir að koma í ljós hvort hið nýja landslag fái yfir höfuð nýtt nafn. Gosið er í Holuhrauni og alls ekkert víst að breyting verði þar á. „Rétt eins og Hekla eða önnur eldfjöll bæta alltaf ofan á sig nýrri kápu þá er ekkert óeðlilegt að þetta hraun heiti áfram Holuhraun þó það hafi heitið það áður líka,“ segir Hallgrímur. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði í gærkvöld eftir tillögum að nafni á nýja hraunið sem myndar nú nýtt landslag norðan Vatnajökuls. Áhorfendur tóku vel við sér og bárust fréttastofu hátt tvö hundruð uppástungur. Tillögurnar eru misgóðar vissulega. Ómar Ragnarsson og Kristján Már Unnarsson hafa farið mikinn í umfjöllun um gosið og tengjast nokkrar uppástungur þeim, svo sem Ómarshraun og Kristjánsgígar. Þá var stungið upp á Lekahraun, Næraberg, Æsifréttahraun og að sjálfsögðu Litla Hraun. En þó áðurnefndar tillögur nái líkast til ekki fram að ganga þá segir Hallgrímur J. Ámundason hjá örnefnanefnd að almenningur hafi vissulega sitt að segja. „Við fylgjumst með þessu að sjálfsögðu. Það hafa komið fram ýmis nöfn eins og Holufyllingahraun og nöfn kennd við núlifandi menn sem hafa verið að flækjast þarna um sandana og hraunið,“ segir Hallgrímur. Eins og áður segir bárust fréttastofu fjölmargar tillögur. Tvær stóðu þó upp úr. Annarsvegar Drekahraun sem var nefnt tuttugu og einu sinni og Holuhraun hinsvegar sem fékk fjórtán tilnefningar.Hallgrímur J. Ámundason, stofustjóri á nafnfræðisviði ÁrnastofnunnarEn hver mun á endanum ákveða nafnið? „Það eru ákveðnir aðilar sem hafa það með höndum. Nafnfræðisvið Árnastofnunnar og Landmælingar Íslands. Síðan kemur örnefnanefnd stundum að þessu á síðari stigum.“ En svo á eftir að koma í ljós hvort hið nýja landslag fái yfir höfuð nýtt nafn. Gosið er í Holuhrauni og alls ekkert víst að breyting verði þar á. „Rétt eins og Hekla eða önnur eldfjöll bæta alltaf ofan á sig nýrri kápu þá er ekkert óeðlilegt að þetta hraun heiti áfram Holuhraun þó það hafi heitið það áður líka,“ segir Hallgrímur.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira