Stærstu eldsúlurnar stærri en í gær 2. september 2014 20:08 „Nú á þriðja degi eldgossins er ekki að sjá að neitt hafi dregið úr kraftinum, þvert á móti virðist sem stærstu eldssúlurnar séu jafnvel talsvert hærri og meiri en þegar við vorum þarna í gær.“ Þetta sagði Kristján Már Unnarsson fréttamaður sem flaug ásamt Agli Aðalssteinssyni myndatökumanni og fleirum yfir gosstöðvarnar í morgun. „Öflugasti gígurinn þeytir hraunspýjunum í yfir hundrað metra hæð í mestu kviðunum. Mesta breytingin frá því í gær eru þessar miklu eldár, sem flæða út frá gígunum, þær eru fleiri og stærri en við sáum í gær og kvíslast eins og æðakerfi, og gossprungan pumpar út stöðugt meiri kviku sem í magni er á við flæði vatnsmestu stórfljóta landsins. Þá virðist okkur séð úr lofti sem sprungan sé ein samfelld eldtjörn og ekki er að sjá að hún sé neitt byrjuð að lokast.“ Kristján sagði gosmökkinn teygja sig upp í 13 þúsund feta hæð þegar myndirnar í myndskeiðinu voru teknar. „Að mati Veðurstofunnar er þó ekkert öskufall en það mælist hins vegar mikið brennisteinsvetni í mekkinum, íbúar á Egilsstöðum sjá sólina undarlega rauða og margir Héraðsbúar hafa fundið brennisteinsfnykinn í loftinu. Vísindamenn áætluðu í gær að nýtt hraun þekti um fimm ferkílómetra svæði og lengstu hrauntungurnar næðu einn og hálfan kílómetra frá gossprungunni en útbreiðslan er vafalaust orðin mun meiri í dag. Jarðeldurinn kom upp í Holuhrauni á mikilli sléttu sem jökulkvíslarnar undan Vatnajökli hafa myndað milli jökulsins og eldfjallsins Öskju. Það er til marks um hvað greiningartækni jarðvísindamanna eru orðin góð að gosraufin opnaðist nánast nákvæmlega á þeim stað sem þeir höfðu sagt að væri líklegastur, við enda kvikugangsins sem þeir röktu frá Bárðarbungu.“ Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
„Nú á þriðja degi eldgossins er ekki að sjá að neitt hafi dregið úr kraftinum, þvert á móti virðist sem stærstu eldssúlurnar séu jafnvel talsvert hærri og meiri en þegar við vorum þarna í gær.“ Þetta sagði Kristján Már Unnarsson fréttamaður sem flaug ásamt Agli Aðalssteinssyni myndatökumanni og fleirum yfir gosstöðvarnar í morgun. „Öflugasti gígurinn þeytir hraunspýjunum í yfir hundrað metra hæð í mestu kviðunum. Mesta breytingin frá því í gær eru þessar miklu eldár, sem flæða út frá gígunum, þær eru fleiri og stærri en við sáum í gær og kvíslast eins og æðakerfi, og gossprungan pumpar út stöðugt meiri kviku sem í magni er á við flæði vatnsmestu stórfljóta landsins. Þá virðist okkur séð úr lofti sem sprungan sé ein samfelld eldtjörn og ekki er að sjá að hún sé neitt byrjuð að lokast.“ Kristján sagði gosmökkinn teygja sig upp í 13 þúsund feta hæð þegar myndirnar í myndskeiðinu voru teknar. „Að mati Veðurstofunnar er þó ekkert öskufall en það mælist hins vegar mikið brennisteinsvetni í mekkinum, íbúar á Egilsstöðum sjá sólina undarlega rauða og margir Héraðsbúar hafa fundið brennisteinsfnykinn í loftinu. Vísindamenn áætluðu í gær að nýtt hraun þekti um fimm ferkílómetra svæði og lengstu hrauntungurnar næðu einn og hálfan kílómetra frá gossprungunni en útbreiðslan er vafalaust orðin mun meiri í dag. Jarðeldurinn kom upp í Holuhrauni á mikilli sléttu sem jökulkvíslarnar undan Vatnajökli hafa myndað milli jökulsins og eldfjallsins Öskju. Það er til marks um hvað greiningartækni jarðvísindamanna eru orðin góð að gosraufin opnaðist nánast nákvæmlega á þeim stað sem þeir höfðu sagt að væri líklegastur, við enda kvikugangsins sem þeir röktu frá Bárðarbungu.“
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira