Lars von Trier vinnur að „fordæmalausum“ sjónvarpsþætti Þórður Ingi Jónsson skrifar 2. september 2014 15:00 Getty Danski leikstjórinn Lars von Trier vinnur nú að gerð nýrrar þáttaraðar sem heitir The House That Jack Built. Þættirnir verða á ensku en ekki liggur enn fyrir hvað þeir snúast um þar sem von Trier er ennþá að skrifa handritið. Þetta kom fram á fjölmiðlafundi eftir sýningu á nýjustu mynd hans, Nymphomaniac á kvikmyndahátíð Feneyja. Von Trier hét því að tala aldrei aftur við fjölmiðla eftir umdeildan nasistabrandara á Cannes-kvikmyndahátíðinni en framleiðandinn Louise Vesth tilkynnti um þættina á fundinum. „Það gleður mig að tilkynna það að næsta verkefni Lars von Triers verða sjónvarpsþættir á enska tungumálinu. Hann er með stórkostlega hugmynd sem ég get ekki sagt meira um í bili. Hann vill fá stórlið leikara og ég er viss um að þetta verði eitthvað sem þið hafið aldrei séð áður og munið aldrei sjá aftur,“ sagði hún. Framleiðandinn Peter Aalbæk Jensen sagði sömuleiðis að þættirnir yrðu „fordæmalausir“. Áætlað er að tökur á þættinum hefjist árið 2016. Aðdáendur leikstjórans munu vafalaust gleðjast yfir þessum fréttum enda slógu sjónvarpsþættirnir Riget eftir von Trier í gegn á sínum tíma. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Danski leikstjórinn Lars von Trier vinnur nú að gerð nýrrar þáttaraðar sem heitir The House That Jack Built. Þættirnir verða á ensku en ekki liggur enn fyrir hvað þeir snúast um þar sem von Trier er ennþá að skrifa handritið. Þetta kom fram á fjölmiðlafundi eftir sýningu á nýjustu mynd hans, Nymphomaniac á kvikmyndahátíð Feneyja. Von Trier hét því að tala aldrei aftur við fjölmiðla eftir umdeildan nasistabrandara á Cannes-kvikmyndahátíðinni en framleiðandinn Louise Vesth tilkynnti um þættina á fundinum. „Það gleður mig að tilkynna það að næsta verkefni Lars von Triers verða sjónvarpsþættir á enska tungumálinu. Hann er með stórkostlega hugmynd sem ég get ekki sagt meira um í bili. Hann vill fá stórlið leikara og ég er viss um að þetta verði eitthvað sem þið hafið aldrei séð áður og munið aldrei sjá aftur,“ sagði hún. Framleiðandinn Peter Aalbæk Jensen sagði sömuleiðis að þættirnir yrðu „fordæmalausir“. Áætlað er að tökur á þættinum hefjist árið 2016. Aðdáendur leikstjórans munu vafalaust gleðjast yfir þessum fréttum enda slógu sjónvarpsþættirnir Riget eftir von Trier í gegn á sínum tíma.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira