„Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2014 10:41 Sigurjón Jónsson. vísir/valli „Ég sit hérna heima í rólegheitunum og þá kemur tölvupóstur frá Ármanni. „Tveir miðar í boði. Hverjir ætla að fá?“ Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla og fékk svo svar frá honum um að þetta væri ekki í boði fyrir varabæjarfulltrúa,“ segir Sigurjón Jónsson, varafulltrúi Framsóknarflokksins í viðtali hjá útvarpsþættinum Harmageddon. Sigurjón sendi Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, fyrirspurn um hversu marga boðsmiða Kópavogsbær hefði fengið á tónleika Justin Timberlake sem haldnir voru í Kórnum í Kópavogi og hvort hann teldi það samræmast siðareglum að þiggja slíkar gjafir. Þá óskaði hann einnig eftir upplýsingum um leiguverð á Kórnum og hvort hann hefði verið leigður út á undirverði.Ármann Kr. Ólafsson.vísir/anton brinkDrulluskapur í pólitíkinni Kópavogsbær fékk þrjátíu boðsmiða frá Senu. Miðarnir voru þó einungis í boði fyrir bæjarfulltrúa, en Sigurjón var á meðal þeirra sem óskaði eftir miða. Hann hinsvegar fékk miðana ekki þar sem hann er kjörinn varabæjarfulltrúi. „Ef menn átta sig á hversu mikill drulluskapur er í þessari pólitík, að Ármann vitni beint í tölvupóst sem ég sendi honum trúnaðarlega, í svari við spurningu sem tengist ekki málinu,“ segir Sigurjón. Í siðareglum Kópavogsbæjar segir: „Kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur skulu tilkynna um allar gjafir sem þeir þiggja vegna stöðu eða starfa sinna. Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar, ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu.“Leigan lykilatriði Sigurjón telur þetta algjört brot á siðareglum, en svarar þó ekki til um það hvort hann hefði mætt á tónleikana hefði hann fengið miða. Það sem mestu máli skipti sé leigan á Kórnum og hvort kjörnir bæjarfulltrúar og aðrir starfsmenn hafi þegið gjafirnar gegn því að veita afslátt á leigunni á móti. „Hvert er verðmæti þrjátíu miða? Þetta er hálf milljón í gjöfum. Þetta er ein milljón í götuvirði. Og að menn séu að gera lítið úr þessu,“ segir Sigurjón. Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 „Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Bæjarstjóri Kópavogs segir hvern og einn bæjarfulltrúa hafa þegið tvo boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Varabæjarfulltrúi Framsóknar, sem telur siðareglur kunna að hafa verið brotnar, fékk enga miða því bæjarfulltrúi flokksins nýtti þá. 2. september 2014 07:30 Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
„Ég sit hérna heima í rólegheitunum og þá kemur tölvupóstur frá Ármanni. „Tveir miðar í boði. Hverjir ætla að fá?“ Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla og fékk svo svar frá honum um að þetta væri ekki í boði fyrir varabæjarfulltrúa,“ segir Sigurjón Jónsson, varafulltrúi Framsóknarflokksins í viðtali hjá útvarpsþættinum Harmageddon. Sigurjón sendi Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, fyrirspurn um hversu marga boðsmiða Kópavogsbær hefði fengið á tónleika Justin Timberlake sem haldnir voru í Kórnum í Kópavogi og hvort hann teldi það samræmast siðareglum að þiggja slíkar gjafir. Þá óskaði hann einnig eftir upplýsingum um leiguverð á Kórnum og hvort hann hefði verið leigður út á undirverði.Ármann Kr. Ólafsson.vísir/anton brinkDrulluskapur í pólitíkinni Kópavogsbær fékk þrjátíu boðsmiða frá Senu. Miðarnir voru þó einungis í boði fyrir bæjarfulltrúa, en Sigurjón var á meðal þeirra sem óskaði eftir miða. Hann hinsvegar fékk miðana ekki þar sem hann er kjörinn varabæjarfulltrúi. „Ef menn átta sig á hversu mikill drulluskapur er í þessari pólitík, að Ármann vitni beint í tölvupóst sem ég sendi honum trúnaðarlega, í svari við spurningu sem tengist ekki málinu,“ segir Sigurjón. Í siðareglum Kópavogsbæjar segir: „Kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur skulu tilkynna um allar gjafir sem þeir þiggja vegna stöðu eða starfa sinna. Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar, ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu.“Leigan lykilatriði Sigurjón telur þetta algjört brot á siðareglum, en svarar þó ekki til um það hvort hann hefði mætt á tónleikana hefði hann fengið miða. Það sem mestu máli skipti sé leigan á Kórnum og hvort kjörnir bæjarfulltrúar og aðrir starfsmenn hafi þegið gjafirnar gegn því að veita afslátt á leigunni á móti. „Hvert er verðmæti þrjátíu miða? Þetta er hálf milljón í gjöfum. Þetta er ein milljón í götuvirði. Og að menn séu að gera lítið úr þessu,“ segir Sigurjón.
Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 „Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Bæjarstjóri Kópavogs segir hvern og einn bæjarfulltrúa hafa þegið tvo boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Varabæjarfulltrúi Framsóknar, sem telur siðareglur kunna að hafa verið brotnar, fékk enga miða því bæjarfulltrúi flokksins nýtti þá. 2. september 2014 07:30 Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00
„Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Bæjarstjóri Kópavogs segir hvern og einn bæjarfulltrúa hafa þegið tvo boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Varabæjarfulltrúi Framsóknar, sem telur siðareglur kunna að hafa verið brotnar, fékk enga miða því bæjarfulltrúi flokksins nýtti þá. 2. september 2014 07:30
Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46