Tónlist

Gefur út plötu í formi sígarettukveikjara

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Julian á tónleikum í ár.
Julian á tónleikum í ár. Getty
Söngvari bandarísku rokksveitarinnar The Strokes, Julian Casablancas, mun gefa út fyrstu plötuna sína Tyranny seinna í mánuðinum. Casablancas mun gefa hana út á sínu eigin plötufyrirtæki, Cult Records.

Í dag gaf Casablancas út aðalbreiðskífu plötunnar, hið 11 mínútna langa lag Human Sadness. Samhliða því gaf Casablancas út umslag og lagalista plötunnar.

Athygli vekur að hægt verður að kaupa plötuna í formi sígarettukveikjara. Samkvæmt Cult Records er þetta reyndar USB-drif dulbúið sem kveikjari.

Casablancas tók plötuna upp með nýju hljómsveit sinni The Voidz en kapparnir munu fara á tónleikaferðalag í október vegna plötunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.