Segir dýraníð á Dalsmynni en hefur aldrei komið þangað Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2014 13:52 Úr dómssal í morgun. Vísir/GVA Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur, eiganda Hundaræktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Ásta kærði Árna fyrir ummæli sem hann lét fjalla í þætti Sölva Tryggvasonar, Málinu, sem sýndur var á Skjá einum þann 8. október í fyrra. Einnig kærði hún Árna Stefán fyrir skrif sín á bloggi sínu, þar sem hann birti pistil undir fyrirsögninni: Dýraníð að Dalsmynni. Ásta krefst þess að ummælin, sem Árni lét fjalla í þættinum, verði dæmd dauð og ómerk. Sömu kröfur eru lagðar fram um orð Árna í frétt á DV.is sem einnig var birt 8. október og ummæli hans á bloggsíðu sinni degi seinna. Hún fer fram á að Árni verði dæmdur til að greiða tvær milljónir í miskabætur, með vöxtum. Þá fara bæði Ásta og Hundaræktunin ehf. fram á 485.480 krónur til að kosta birtingu dóms í málinu í fjölmiðlum. Að lokum er þess krafist að Árna verði gert að greiða málskostnað auk virðisauka.„Snýst um velferð dýra“ Sölvi Tryggvason var meðal vitna í morgun en hann sagði tilefni þáttarins um Dalsmynni hafa verið fjölmargar ábendingar sem honum bárust vegna hundaræktunarinnar. Hann hafi kynnt sér málið í kjölfarið og fundið tilefni til að fjalla um ræktunina. Spurður hvort að tilgangur hans hafi verið að „rakka Dalsmynni niður“ sagði Sölvi svo ekki vera. „Þetta snýst um velferð dýra,“ sagði Sölvi. „Ekki egó mitt sem fjölmiðlamanns, peninga Ástu eða egó Árna.“ Sölvi sagðist telja sig hafa gert það faglega. Ef ætlun hans hefði verið að vera með einhliða umfjöllun um Dalsmynni hefði hann ekki boðið Ástu í viðtal. Þá var hann spurður hvers vegna hann hafi ekki rætt við dýralækna sem hafi skoðað dýrin eða Matvælastofnun. Sagðist Sölvi hafa reynt það en ekki fengið svör. Dýralæknir Dalsmynnis, Gunnar Gauti Gunnarsson, gaf skýrslu í gegnum síma og sagði ekkert ama að í búinu. Hann færi þangað tvisvar til þrisvar á ári hverju. Spurður hvort að tugur ábendinga um dýraníð væri „bara rugl“ sagðist hann ekki vita hvað fólk væri að skrifa á Facebook og víðar.Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, bar einnig vitni fyrir dómnum og var hún spurð út í viðtal sem birt var á Vísi þann 18. mars á þessu ári. Viðtalið var tekið í kjölfarið af því að Matvælastofnun stöðvaði dreifingu dýra Hundaræktarinnar ehf. frá Dalsmynni. Hún sagðist ósátt með að búið væri rekið með leyfi stjórnvalda. Hún sagðist vonast til þess að með nýjum dýraverndunarlögum yrði því lokað og að starfsmenn þess fengju aldrei að koma nálægt dýrum aftur.Ásta Sigurðardóttir og lögmaður hennar Arnar Kormákur Friðriksson.Vísir/GVAÁrni aldrei komið að DalsmynniErlendur Þór Gunnarsson, lögmaður Ástu, sagði Árna hafa fullyrt að dýraverndarlög hafi verið brotin í Dalsmynni um árabil, þrátt fyrir að hann hafi aldrei komið að Dalsmynni. Hann sagði fullyrðingar Árna ekki eiga við rök að styðjast og að hvergi í þættinum né annarsstaðar hafi nokkuð komið fram sem sanni fullyrðingarnar. „Ummælin sem stefndi viðhafði í þættinum lét hann falla í eigin nafni og ber hann því ábyrgð á þeim,“ sagði Erlendur. Hann sagði grundvallaratriði málsins vera hvort lögfræðingur, sem segist sérhæfa sig í dýrarétti, geti haldið því fram að lög hafi verið brotin og starfsmenn Hundaræktunarinnar hafi stundað dýraníð. Án þess að hafa nokkrar sannnanir fyrir því og án þess að hvorki starfsmaður né ræktunin hafi verið ákærð fyrir brot á skyldum né dýraverndarlögum. Arnar sagði ekki skipta máli hve margir hefðu komið fram með einhverjar ásakanir. Betra væri að hlusta á þá sem þekki til atvika. „Gera má þá kröfu að sérfræðingar byggi ummæli sín á vandaðri könnun, en ekki án þess að fara þangað í eitt skipti.“ Hann sagði fyrirtæki sem bjóði almenningi þjónustu verði að þola gagnrýni, en ekki það að sérfræðingar komi fram og fullyrði að einstaklingar og fyrirtæki séu dýraníðingar.Gildisdómur ekki staðhæfingGísli Kr. Björnsson, lögmaður Árna, ítrekaði kröfu Árna um sýknu, en til vara kröfu um lækkun bóta. Að mestu snerist vörn hana um að um gildisdóm Árna væri að ræða, en ekki staðhæfingu um staðreynd. Hann sagði að orðaval sanni ekki sök. Að gildisdómur byggi á skoðun, sem ekki þurfi að sanna að sé rétt. Með öðrum orðum þá trúi Árni því sem hann hafi skrifað og þá skoðun hafi hann myndað sér með samræðum við aðra aðila, eins og Sölva og Jónu auk dýralæknisins Sif Traustadóttur, og að fylgjast með þjóðfélagsumræðunni. Skoðun Árna sé að illa sé farið með dýr í Dalsmynni og hann hafi tekið þátt í umræðunni í góðri trú.Árni Stefán Árnason ásamt lögmanni í sinum Gísla Kr. Björnssyni.Vísir/GVA Tengdar fréttir Hundaræktandinn á Dalsmynni vill ógilda átta fullyrðingar Forstöðumaður Hundaræktarinnar krefur Árna Stefán Árnason lögfræðing um tvær milljónir króna í miskabætur fyrir átta ærumeiðandi ummæli sem hann lét falla um fyrirtækið í fyrra. 1. september 2014 11:30 Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur, eiganda Hundaræktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Ásta kærði Árna fyrir ummæli sem hann lét fjalla í þætti Sölva Tryggvasonar, Málinu, sem sýndur var á Skjá einum þann 8. október í fyrra. Einnig kærði hún Árna Stefán fyrir skrif sín á bloggi sínu, þar sem hann birti pistil undir fyrirsögninni: Dýraníð að Dalsmynni. Ásta krefst þess að ummælin, sem Árni lét fjalla í þættinum, verði dæmd dauð og ómerk. Sömu kröfur eru lagðar fram um orð Árna í frétt á DV.is sem einnig var birt 8. október og ummæli hans á bloggsíðu sinni degi seinna. Hún fer fram á að Árni verði dæmdur til að greiða tvær milljónir í miskabætur, með vöxtum. Þá fara bæði Ásta og Hundaræktunin ehf. fram á 485.480 krónur til að kosta birtingu dóms í málinu í fjölmiðlum. Að lokum er þess krafist að Árna verði gert að greiða málskostnað auk virðisauka.„Snýst um velferð dýra“ Sölvi Tryggvason var meðal vitna í morgun en hann sagði tilefni þáttarins um Dalsmynni hafa verið fjölmargar ábendingar sem honum bárust vegna hundaræktunarinnar. Hann hafi kynnt sér málið í kjölfarið og fundið tilefni til að fjalla um ræktunina. Spurður hvort að tilgangur hans hafi verið að „rakka Dalsmynni niður“ sagði Sölvi svo ekki vera. „Þetta snýst um velferð dýra,“ sagði Sölvi. „Ekki egó mitt sem fjölmiðlamanns, peninga Ástu eða egó Árna.“ Sölvi sagðist telja sig hafa gert það faglega. Ef ætlun hans hefði verið að vera með einhliða umfjöllun um Dalsmynni hefði hann ekki boðið Ástu í viðtal. Þá var hann spurður hvers vegna hann hafi ekki rætt við dýralækna sem hafi skoðað dýrin eða Matvælastofnun. Sagðist Sölvi hafa reynt það en ekki fengið svör. Dýralæknir Dalsmynnis, Gunnar Gauti Gunnarsson, gaf skýrslu í gegnum síma og sagði ekkert ama að í búinu. Hann færi þangað tvisvar til þrisvar á ári hverju. Spurður hvort að tugur ábendinga um dýraníð væri „bara rugl“ sagðist hann ekki vita hvað fólk væri að skrifa á Facebook og víðar.Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, bar einnig vitni fyrir dómnum og var hún spurð út í viðtal sem birt var á Vísi þann 18. mars á þessu ári. Viðtalið var tekið í kjölfarið af því að Matvælastofnun stöðvaði dreifingu dýra Hundaræktarinnar ehf. frá Dalsmynni. Hún sagðist ósátt með að búið væri rekið með leyfi stjórnvalda. Hún sagðist vonast til þess að með nýjum dýraverndunarlögum yrði því lokað og að starfsmenn þess fengju aldrei að koma nálægt dýrum aftur.Ásta Sigurðardóttir og lögmaður hennar Arnar Kormákur Friðriksson.Vísir/GVAÁrni aldrei komið að DalsmynniErlendur Þór Gunnarsson, lögmaður Ástu, sagði Árna hafa fullyrt að dýraverndarlög hafi verið brotin í Dalsmynni um árabil, þrátt fyrir að hann hafi aldrei komið að Dalsmynni. Hann sagði fullyrðingar Árna ekki eiga við rök að styðjast og að hvergi í þættinum né annarsstaðar hafi nokkuð komið fram sem sanni fullyrðingarnar. „Ummælin sem stefndi viðhafði í þættinum lét hann falla í eigin nafni og ber hann því ábyrgð á þeim,“ sagði Erlendur. Hann sagði grundvallaratriði málsins vera hvort lögfræðingur, sem segist sérhæfa sig í dýrarétti, geti haldið því fram að lög hafi verið brotin og starfsmenn Hundaræktunarinnar hafi stundað dýraníð. Án þess að hafa nokkrar sannnanir fyrir því og án þess að hvorki starfsmaður né ræktunin hafi verið ákærð fyrir brot á skyldum né dýraverndarlögum. Arnar sagði ekki skipta máli hve margir hefðu komið fram með einhverjar ásakanir. Betra væri að hlusta á þá sem þekki til atvika. „Gera má þá kröfu að sérfræðingar byggi ummæli sín á vandaðri könnun, en ekki án þess að fara þangað í eitt skipti.“ Hann sagði fyrirtæki sem bjóði almenningi þjónustu verði að þola gagnrýni, en ekki það að sérfræðingar komi fram og fullyrði að einstaklingar og fyrirtæki séu dýraníðingar.Gildisdómur ekki staðhæfingGísli Kr. Björnsson, lögmaður Árna, ítrekaði kröfu Árna um sýknu, en til vara kröfu um lækkun bóta. Að mestu snerist vörn hana um að um gildisdóm Árna væri að ræða, en ekki staðhæfingu um staðreynd. Hann sagði að orðaval sanni ekki sök. Að gildisdómur byggi á skoðun, sem ekki þurfi að sanna að sé rétt. Með öðrum orðum þá trúi Árni því sem hann hafi skrifað og þá skoðun hafi hann myndað sér með samræðum við aðra aðila, eins og Sölva og Jónu auk dýralæknisins Sif Traustadóttur, og að fylgjast með þjóðfélagsumræðunni. Skoðun Árna sé að illa sé farið með dýr í Dalsmynni og hann hafi tekið þátt í umræðunni í góðri trú.Árni Stefán Árnason ásamt lögmanni í sinum Gísla Kr. Björnssyni.Vísir/GVA
Tengdar fréttir Hundaræktandinn á Dalsmynni vill ógilda átta fullyrðingar Forstöðumaður Hundaræktarinnar krefur Árna Stefán Árnason lögfræðing um tvær milljónir króna í miskabætur fyrir átta ærumeiðandi ummæli sem hann lét falla um fyrirtækið í fyrra. 1. september 2014 11:30 Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Hundaræktandinn á Dalsmynni vill ógilda átta fullyrðingar Forstöðumaður Hundaræktarinnar krefur Árna Stefán Árnason lögfræðing um tvær milljónir króna í miskabætur fyrir átta ærumeiðandi ummæli sem hann lét falla um fyrirtækið í fyrra. 1. september 2014 11:30
Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05