Ráðherra segir Juncker loka endanlega ESB umsókn Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2014 19:39 Utanríkisráðherra segir aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu lokið og með yfirlýsingu nýs forseta framkvæmdastjórnar sambandsins sé hann í raun að loka málinu. En nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun sambandsins. Í dag eru nákvæmlega fimm ár frá því Alþingi samþykkti að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu. En á sama tíma er komin viss þreyta í stækkunarferlið og nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsti því yfir í gær að fimm ára hlé yrði gert á fjölgun aðildarríkja. Evrópuþingið staðfesti skipun Jean-Claude Juncker í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gær. Við það tækifæri sagði Junkcker að sambandsríkin þyrftu að melta þá þrettán ríkja fjölgun sem orðið hefði á aðildarríkjunum undanfarin tíu ár. Yfirstandandi viðræðum yrði haldið áfram en fimm ára hlé gert á fjölgun aðildarríkja. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir þetta í samræmi við það sem stjórnarflokkarnir hafi haldið fram, um að Evrópusambandið væri að breytast og væri í ákveðinni naflaskoðun. „Og Juncker er í rauninni að segja það að hann ætli að einbeita sér að því að leysa ákveðin innri vandamál og vilji þess vegna ekki fá frekari stækkun í það minnsta á meðan svo er. Og þessi fimm ár sem hann talar um geta að sjálfsöðgu orðið töluvert lengri tími þegar fram líður,“ segir utanríkisráðherra. Þetta sé líka í takt við vilja ríkisstjórnarinnar sem vilji ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið né halda viðræðum áfram. Juncker sé í raun að ljúka málinu án þess að íslendingar þurfi að hafa mikið fyrir því. „Í sjálfu sér er þetta allt búið. Það eina sem er eftir er að við erum í einhverri bók skráð sem umsóknarríki. Annað er nú ekki eftir af þessu ferli öllu saman. Og mér sýnist að það megi túlka þetta þannig að Juncker sé að loka málinu,“ segir Gunnar Bragi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir þessa stöðu sýna hvað mikilvægt sé að halda áfram með aðildarumsóknina. „Það er enginn vilji Evrópusambandsins til að slíta þessum viðræðum. Ísland er umsóknarríki og Evrópusambandið hefur marg lýst því yfir að það er tilbúið til að halda áfram þeim viðræðum. Það liggur líka ljóst fyrir af þessum yfirlýsingum að það stendur til að halda áfram viðræðum við umsóknarríki á næstu misserum og árum. Við þurfum að halda vel á spöðunum, gera það sem að okkur snýr, sem er að ljúka samningi, leggja hann svo í dóm þjóðarinnar og fá þannig botn í þetta mál,“ segir Árni Páll. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Utanríkisráðherra segir aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu lokið og með yfirlýsingu nýs forseta framkvæmdastjórnar sambandsins sé hann í raun að loka málinu. En nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun sambandsins. Í dag eru nákvæmlega fimm ár frá því Alþingi samþykkti að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu. En á sama tíma er komin viss þreyta í stækkunarferlið og nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsti því yfir í gær að fimm ára hlé yrði gert á fjölgun aðildarríkja. Evrópuþingið staðfesti skipun Jean-Claude Juncker í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gær. Við það tækifæri sagði Junkcker að sambandsríkin þyrftu að melta þá þrettán ríkja fjölgun sem orðið hefði á aðildarríkjunum undanfarin tíu ár. Yfirstandandi viðræðum yrði haldið áfram en fimm ára hlé gert á fjölgun aðildarríkja. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir þetta í samræmi við það sem stjórnarflokkarnir hafi haldið fram, um að Evrópusambandið væri að breytast og væri í ákveðinni naflaskoðun. „Og Juncker er í rauninni að segja það að hann ætli að einbeita sér að því að leysa ákveðin innri vandamál og vilji þess vegna ekki fá frekari stækkun í það minnsta á meðan svo er. Og þessi fimm ár sem hann talar um geta að sjálfsöðgu orðið töluvert lengri tími þegar fram líður,“ segir utanríkisráðherra. Þetta sé líka í takt við vilja ríkisstjórnarinnar sem vilji ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið né halda viðræðum áfram. Juncker sé í raun að ljúka málinu án þess að íslendingar þurfi að hafa mikið fyrir því. „Í sjálfu sér er þetta allt búið. Það eina sem er eftir er að við erum í einhverri bók skráð sem umsóknarríki. Annað er nú ekki eftir af þessu ferli öllu saman. Og mér sýnist að það megi túlka þetta þannig að Juncker sé að loka málinu,“ segir Gunnar Bragi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir þessa stöðu sýna hvað mikilvægt sé að halda áfram með aðildarumsóknina. „Það er enginn vilji Evrópusambandsins til að slíta þessum viðræðum. Ísland er umsóknarríki og Evrópusambandið hefur marg lýst því yfir að það er tilbúið til að halda áfram þeim viðræðum. Það liggur líka ljóst fyrir af þessum yfirlýsingum að það stendur til að halda áfram viðræðum við umsóknarríki á næstu misserum og árum. Við þurfum að halda vel á spöðunum, gera það sem að okkur snýr, sem er að ljúka samningi, leggja hann svo í dóm þjóðarinnar og fá þannig botn í þetta mál,“ segir Árni Páll.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira