Tárast í Gleðigöngunni á hverju ári Birta Björnsdóttir skrifar 8. ágúst 2014 20:00 Fáar ritaðar heimilidir eru til um umfjöllun um samkynhneigð framan af tuttugustu öldinni. Í grein Stefáns Jónssonar um nýjungar í læknisfræði í Skírni árið 1922 komu fyrst fram skoðanir lærðra manna á því sem síðar átti eftir að kallast samkynhneigð. Í greininni er meðal annars greint frá mögulegum lækningum á svokallaðri kynvillu og sagt frá tilraun þar sem eista af heilbriðgum manni var grætt í samkynhneigðan mann. Svo brá við að maðurinn gifti sig rétt á eftir, en tæpast þarf að taka fram að hann giftist ekki öðrum manni. Árið 1924 afplánaði glímukappinn Guðmundur Sigurjónsson átta mánaða betrunarhúsvinnu fyrir holdlegt samræði við einstakling af sama kyni, en hann er eini maðurinn sem dæmdur hefur verið fyrir samkynheigð hér á landi samkvæmt hegningarlögum sem giltu fram til ársins 1940. „Það var helmikil umræða um þessi mál í kjölfar dómsins, þó það hafi ekki ratað í fjölmiðla,“ segir Þorvaldur Kristinsson, rithöfundur og fyrrum formaður Samtakanna ´78. „Svo virðist þó sem það hafi ratað til umræðu í velflestum kjaftaklúbbum landsins á þessum tíma. Þetta varð jafnframt til þess að vekja athygli manna á því að samkynhneigðir væru til og samkynhneigðir áttuðu sig margir á að þeir tilheyrðu hópi." Þorvaldur segir fjölda samkynhneigðra hafa flutt úr landi og hafi lifað sem samkynhneigðir einstaklingar í stórborgum heimsins. „Það er ekki fyrr en um 1980 sem við förum að snúa þessari þróun við og hommar og lesbíur kalla á ákveðið rými sér til handa til að lifa sínu lífi hér á landi." Um það leyti fór einnig að bera á umræðu um samkynhneigð í fjölmiðlum, og þá jafnan með þeim hætti sem varla stæðist skoðun í dag. Eru fyrirsagnir á borð við „Kynvillingaveislur færast mjög í vöxt í borginni“ og „Mér var nauðgað af homma“ gott dæmi um það. „Ég kom út úr skápnum árið 1980 í útlöndum og flutti heim árið 1982. Mér leist hreint ekki á hvað beið mín hér, sárafámennt samfélag samkynhneigðra sem var að mörgu leyti afar kúgað og óttaslegið, segir Þorvaldur. „Þetta breyttist mjög hratt og níundi áratugurinn var mikill byltingatími í þessum efnum. Okkar stóra áfall á þeim tíma var alnæmið. Þá hófust ofsóknir í samfélaginu sem voru engu líkar. Talað var um að loka okkur inni, vista okkur í einanagrun og svo framvegis. Þegar á móti blæs gerist þó oftar en ekki eitthvað gott og Samtökin styrktust í sínum málaflutningi." Þorvaldur segir stöðu samkynhneigðra í dag vera betri en hann hefði nokkru sinni þorað að vona í upphafi níunda áratugarins og gleðigangan, sem gengin hefur verið frá árinu 1999 sé gott dæmi um það. Sögunni megi þó ekki gleyma og hans kynslóð muni kúgunina vel. „Það litar mann til lífstíðar. Maður ber sár á sálinni alla tíð. Á vissan hátt erum við svolítið sködduð en höfum á mótið eignast vissa dýpt sem við hefðum ekki eignast ef við hefðum ekki gengið í gegnum þessa hörku. Ég tárast í hvert skipti sem ég legg af stað í göngu Hinsegin daga því ég man tímana tvenna. En um leið gleðst ég yfir því að til sé ungt hinsegin fólk sem varla hefur kynnst sorginni.“ Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Fáar ritaðar heimilidir eru til um umfjöllun um samkynhneigð framan af tuttugustu öldinni. Í grein Stefáns Jónssonar um nýjungar í læknisfræði í Skírni árið 1922 komu fyrst fram skoðanir lærðra manna á því sem síðar átti eftir að kallast samkynhneigð. Í greininni er meðal annars greint frá mögulegum lækningum á svokallaðri kynvillu og sagt frá tilraun þar sem eista af heilbriðgum manni var grætt í samkynhneigðan mann. Svo brá við að maðurinn gifti sig rétt á eftir, en tæpast þarf að taka fram að hann giftist ekki öðrum manni. Árið 1924 afplánaði glímukappinn Guðmundur Sigurjónsson átta mánaða betrunarhúsvinnu fyrir holdlegt samræði við einstakling af sama kyni, en hann er eini maðurinn sem dæmdur hefur verið fyrir samkynheigð hér á landi samkvæmt hegningarlögum sem giltu fram til ársins 1940. „Það var helmikil umræða um þessi mál í kjölfar dómsins, þó það hafi ekki ratað í fjölmiðla,“ segir Þorvaldur Kristinsson, rithöfundur og fyrrum formaður Samtakanna ´78. „Svo virðist þó sem það hafi ratað til umræðu í velflestum kjaftaklúbbum landsins á þessum tíma. Þetta varð jafnframt til þess að vekja athygli manna á því að samkynhneigðir væru til og samkynhneigðir áttuðu sig margir á að þeir tilheyrðu hópi." Þorvaldur segir fjölda samkynhneigðra hafa flutt úr landi og hafi lifað sem samkynhneigðir einstaklingar í stórborgum heimsins. „Það er ekki fyrr en um 1980 sem við förum að snúa þessari þróun við og hommar og lesbíur kalla á ákveðið rými sér til handa til að lifa sínu lífi hér á landi." Um það leyti fór einnig að bera á umræðu um samkynhneigð í fjölmiðlum, og þá jafnan með þeim hætti sem varla stæðist skoðun í dag. Eru fyrirsagnir á borð við „Kynvillingaveislur færast mjög í vöxt í borginni“ og „Mér var nauðgað af homma“ gott dæmi um það. „Ég kom út úr skápnum árið 1980 í útlöndum og flutti heim árið 1982. Mér leist hreint ekki á hvað beið mín hér, sárafámennt samfélag samkynhneigðra sem var að mörgu leyti afar kúgað og óttaslegið, segir Þorvaldur. „Þetta breyttist mjög hratt og níundi áratugurinn var mikill byltingatími í þessum efnum. Okkar stóra áfall á þeim tíma var alnæmið. Þá hófust ofsóknir í samfélaginu sem voru engu líkar. Talað var um að loka okkur inni, vista okkur í einanagrun og svo framvegis. Þegar á móti blæs gerist þó oftar en ekki eitthvað gott og Samtökin styrktust í sínum málaflutningi." Þorvaldur segir stöðu samkynhneigðra í dag vera betri en hann hefði nokkru sinni þorað að vona í upphafi níunda áratugarins og gleðigangan, sem gengin hefur verið frá árinu 1999 sé gott dæmi um það. Sögunni megi þó ekki gleyma og hans kynslóð muni kúgunina vel. „Það litar mann til lífstíðar. Maður ber sár á sálinni alla tíð. Á vissan hátt erum við svolítið sködduð en höfum á mótið eignast vissa dýpt sem við hefðum ekki eignast ef við hefðum ekki gengið í gegnum þessa hörku. Ég tárast í hvert skipti sem ég legg af stað í göngu Hinsegin daga því ég man tímana tvenna. En um leið gleðst ég yfir því að til sé ungt hinsegin fólk sem varla hefur kynnst sorginni.“
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira