Spennandi samstarf Vesturports og 365 8. ágúst 2014 14:00 Fyrsta myndin í fullri lengd sem Björn Hlynur leikstýrir. MYND/Vesturport Tökur hófust í vikunni á kvikmyndinni Blóðbergi, en hún er framleidd af Vesturporti í samvinnu við 365 miðla og framleiðslufyrirtækið Pegasus. Að sögn Jóhönnu Margrétar Gísladóttur, framkvæmdastjóra sjónvarpssviðs 365 miðla, er um nokkuð einstakt samstarf að ræða. „Þetta er rosalega spennandi verkefni,“ segir Jóhanna Margrét. „Mér skilst að þetta sé í fyrsta sinn sem mynd af þessari stærðargráðu er frumsýnd í íslensku sjónvarpi.“á setti Leikstjórinn ræðir við aðalleikarana, Hilmar Jónsson og Hörpu Arnardóttur. MYND/VESTURPORTTil stendur að Blóðberg verði frumsýnd í tveimur hlutum á Stöð 2 eftir áramót, og í heild sinni í kvikmyndahúsum á svipuðum tíma. Jóhanna Margrét segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um fleiri framleiðsluverkefni af þessu tagi. „Við erum bara spennt fyrir því að sjá hvernig þetta verkefni gengur,“ segir hún. „Þetta er náttúrulega bara hluti af öflugri, innlendri dagskrárgerð hjá Stöð 2.“ Það er Björn Hlynur Haraldsson sem leikstýrir myndinni en handritið er byggt á leikriti hans, Dubbeldusch, sem Vesturport setti fyrst upp árið 2008. Sagan er gamansöm með alvarlegum undirtón og fjallar um hefðbundna íslenska fjölskyldu í úthverfi Reykjavíkur sem þarf að takast á við gamalt leyndarmál, sem einn daginn bankar upp á og þá breytist allt. Tæknileg atriði Stefnt er á að frumsýna myndina eftir áramót.Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports, segir tökur fara vel af stað. „Myndin er búin að vera lengi í þróun hjá okkur í Vesturporti og hún ætti að höfða til allra,“ segir Rakel. Hún bendir á að hægt að sé að fylgjast með tökum á Facebook-síðunni Blóðberg og undir #bloðberg á Instagram. Bíó og sjónvarp Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Tökur hófust í vikunni á kvikmyndinni Blóðbergi, en hún er framleidd af Vesturporti í samvinnu við 365 miðla og framleiðslufyrirtækið Pegasus. Að sögn Jóhönnu Margrétar Gísladóttur, framkvæmdastjóra sjónvarpssviðs 365 miðla, er um nokkuð einstakt samstarf að ræða. „Þetta er rosalega spennandi verkefni,“ segir Jóhanna Margrét. „Mér skilst að þetta sé í fyrsta sinn sem mynd af þessari stærðargráðu er frumsýnd í íslensku sjónvarpi.“á setti Leikstjórinn ræðir við aðalleikarana, Hilmar Jónsson og Hörpu Arnardóttur. MYND/VESTURPORTTil stendur að Blóðberg verði frumsýnd í tveimur hlutum á Stöð 2 eftir áramót, og í heild sinni í kvikmyndahúsum á svipuðum tíma. Jóhanna Margrét segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um fleiri framleiðsluverkefni af þessu tagi. „Við erum bara spennt fyrir því að sjá hvernig þetta verkefni gengur,“ segir hún. „Þetta er náttúrulega bara hluti af öflugri, innlendri dagskrárgerð hjá Stöð 2.“ Það er Björn Hlynur Haraldsson sem leikstýrir myndinni en handritið er byggt á leikriti hans, Dubbeldusch, sem Vesturport setti fyrst upp árið 2008. Sagan er gamansöm með alvarlegum undirtón og fjallar um hefðbundna íslenska fjölskyldu í úthverfi Reykjavíkur sem þarf að takast á við gamalt leyndarmál, sem einn daginn bankar upp á og þá breytist allt. Tæknileg atriði Stefnt er á að frumsýna myndina eftir áramót.Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports, segir tökur fara vel af stað. „Myndin er búin að vera lengi í þróun hjá okkur í Vesturporti og hún ætti að höfða til allra,“ segir Rakel. Hún bendir á að hægt að sé að fylgjast með tökum á Facebook-síðunni Blóðberg og undir #bloðberg á Instagram.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira