Fótbolti

Inter ekki tilbúið að víxla á leikdögum | Boltinn hjá UEFA

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn Stjörnunnar fagna eftir sigurinn í gær.
Leikmenn Stjörnunnar fagna eftir sigurinn í gær. Vísir/Adam Jastrzębowski
Ítölsku risarnir í Inter eru ekki tilbúnir að skipta á leikdögum við Stjörnuna en fyrri leikur liðanna á að fara fram 21. september á Laugardalsvelli. Sama dag leikur íslenska kvennalandsliðið leik við Danmörku í undankeppni HM.

Sigurður Sveinn Þórðarson, betur þekktur sem Siggi Dúlla, liðsstjóri Stjörnunnar og Victor Olsen, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar sitja þessa stundina fund með meðal annars Javier Zanetti, varaforseta Inter til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu.

Siggi staðfesti í samtali við fréttastofu 365 fyrir stuttu að engan bilbug væri að finna á Zanetti og félögum hjá Inter. Ítalirnir séu ekki tilbúnir að víxla á leikdögum líkt og Stjarnan lagði fram né færa leikinn fram um tvo daga.

Boltinn liggur því hjá UEFA þessa stundina en knattspyrnusambandið þarf að finna sameiginlega lausn í þessu máli. Stjarnan hefur hingað til lagt fram nokkra möguleika en Inter hefur ekki samþykkt þá.

Heitt var í hamsi á fundinum en Siggi bar Zanetti vel söguna þrátt fyrir að hann væri erfiður samningamaður.


Tengdar fréttir

Enginn eftir frá 2010

Það er óhætt að segja að lið Inter hafi breyst mikið á undanförnum árum.

Stjarnan mætir Inter

Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×