Lífið

Þorsteinn J snýr aftur

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Þorsteinn J fjölmiðlamaður verður starfsmaður RÚV næsta haust.
Þorsteinn J fjölmiðlamaður verður starfsmaður RÚV næsta haust.
Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn Jens Vilhjálmsson, oftast kallaður Þorsteinn J, snýr aftur á RÚV á næsta ári af miklum krafti.

Ekki aðeins verður hann með helgarþátt á Rás 1 sem heitir Smásögur með Þorsteini J, heimildarþáttur um hversdagslífið, heldur verður sýnd heimildarmynd eftir hann í sjónvarpinu. Heimildarmyndin kallast Ó, borg, mín borg, Chicago og fjallar um hina íslensku Möttu Jónsdóttur Kelley. Kelley hefur unnið með HIV-smituðum eiturlyfjaneytendum í borginni síðastliðin 25 ár. Hún sökk sjálf djúpt í heim eiturlyfja og vændis þegar hún flutti fyrst til Chicago. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.