Áhorf eru nú komin yfir tvo milljarða og það á eingöngu við um upprunalega tónlistarmyndbandið, ekki öll þau ógrynni af eftirhermum af laginu sem finna á á sömu myndbandaveitu.
Og samkeppnin um toppsætið er ekki hörð, í öðru sæti er myndband Justin Bieber við lag sitt Baby, með um einn milljarð áhorfa.
Búið er að mæta litlum teiknuðum fígúrum við hliðina á tölunni sem sýnir hversu oft hefur verið horft á myndbandið. Í athugasemd við myndbandið er Psy óskað til hamingju af Youtube.
Hér að neðan má svo sjá þetta vinsælasta myndband vefsíðunnar.