Stétt skógarhöggsmanna fer stækkandi á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 4. febrúar 2014 17:00 Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. Plankar, pizzagerð og járnblendiðnaður, allt tengist þetta skógræktinni á Hallormsstað. Höfuðslóðir íslenskrar skógræktar á Fljótsdalshéraði eru heimsóttar í þættinum „Um land allt“ sem var á dagskrá á Stöð 2 þriðjudagskvöldið 4. febrúar. Þar má sjá dæmi um afkastamikla trjáfellingarvél sem er einn af þeim vísum sem komnir er að skógariðnaði á Fljótsdalshéraði. Stétt atvinnuskógarhöggsmanna er orðin til á Íslandi sem starfa við grisja vaxandi skóga. Þorsteinn Þórarinsson, skógarhöggsmaður hjá Skógrækt ríksins, sýnir dæmi um hvernig grisjunarviður nýtist meðal annars sem arinviður fyrir pizzaveitingahús til að gefa pizzum gómsætan keim.Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Efniviðurinn úr fyrstu grisjun selst einnig sem iðnviður til járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, sem vill kaupa allt sem til fellur, eins og fram kemur í viðtali við Þór Þorfinnsson, skógarvörð á Hallormsstað. Viðurinn er úr annarri grisjun er orðinn að nægilega gildum trjábolum til að sagast niður í borðplanka. Slík sögunarmylla er á Hallormsstað og því er spáð að einstaka skógarbændur muni í framtíðinni koma sér upp slíkum tækjum til að selja timbur beint frá býli. Ekki eru margir áratugir frá því almenn vantrú ríkti gagnvart skógrækt hérlendis. Þau viðhorf hafa nú breyst enda hefur verið sýnt fram á það að margar trjátegundir vaxa ekki síður á Íslandi en á sömu breiddargráðum á Norðurlöndunum þar sem skógariðnaður er stundaður.Þröstur Eysteinsson skógfræðingur, sviðsstjóri þjóðskóganna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins og sviðsstjóri þjóðskóganna, segir að Íslendingar flytji inn nær allar skógarafurðir sem þeir nota, fyrir sennilega á þriðja tug milljarða króna á hverju ári. Tækifæri séu til verulegs gjaldeyrissparnaðar á þessu sviði með vaxandi skógum á næstu áratugum með því efla skógrækt og skógariðnað hérlendis. Fljótsdalshérað Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. Plankar, pizzagerð og járnblendiðnaður, allt tengist þetta skógræktinni á Hallormsstað. Höfuðslóðir íslenskrar skógræktar á Fljótsdalshéraði eru heimsóttar í þættinum „Um land allt“ sem var á dagskrá á Stöð 2 þriðjudagskvöldið 4. febrúar. Þar má sjá dæmi um afkastamikla trjáfellingarvél sem er einn af þeim vísum sem komnir er að skógariðnaði á Fljótsdalshéraði. Stétt atvinnuskógarhöggsmanna er orðin til á Íslandi sem starfa við grisja vaxandi skóga. Þorsteinn Þórarinsson, skógarhöggsmaður hjá Skógrækt ríksins, sýnir dæmi um hvernig grisjunarviður nýtist meðal annars sem arinviður fyrir pizzaveitingahús til að gefa pizzum gómsætan keim.Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Efniviðurinn úr fyrstu grisjun selst einnig sem iðnviður til járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, sem vill kaupa allt sem til fellur, eins og fram kemur í viðtali við Þór Þorfinnsson, skógarvörð á Hallormsstað. Viðurinn er úr annarri grisjun er orðinn að nægilega gildum trjábolum til að sagast niður í borðplanka. Slík sögunarmylla er á Hallormsstað og því er spáð að einstaka skógarbændur muni í framtíðinni koma sér upp slíkum tækjum til að selja timbur beint frá býli. Ekki eru margir áratugir frá því almenn vantrú ríkti gagnvart skógrækt hérlendis. Þau viðhorf hafa nú breyst enda hefur verið sýnt fram á það að margar trjátegundir vaxa ekki síður á Íslandi en á sömu breiddargráðum á Norðurlöndunum þar sem skógariðnaður er stundaður.Þröstur Eysteinsson skógfræðingur, sviðsstjóri þjóðskóganna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins og sviðsstjóri þjóðskóganna, segir að Íslendingar flytji inn nær allar skógarafurðir sem þeir nota, fyrir sennilega á þriðja tug milljarða króna á hverju ári. Tækifæri séu til verulegs gjaldeyrissparnaðar á þessu sviði með vaxandi skógum á næstu áratugum með því efla skógrækt og skógariðnað hérlendis.
Fljótsdalshérað Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent