Viðskipti innlent

Matarkarfan hækkar um 42.000 krónur á ári

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Matarkarfan mun hækka um 3.490 kr. að meðaltali á ári nái hækkun á lægra þrepi virðisaukaskatts fram að ganga.
Matarkarfan mun hækka um 3.490 kr. að meðaltali á ári nái hækkun á lægra þrepi virðisaukaskatts fram að ganga. Vísir/Vilhelm
Rannsóknasetur verslunarinnar við Háskólann á Bifröst hefur reiknað út að matarkarfan mun hækka um 41.882 kr. að meðaltali fyrir hvert heimili nái breytingar á lægra þrepi virðisaukaskatts fram að ganga. Það gera 3.490 kr. á mánuði.

Ef litið er á hækkunina eftir tekjuhópum mun tekjulægsti hópurinn greiða 33.385 kr. meira fyrir mat ári eftir hækkunina sem gera 2.782 kr. á mánuði. Tekjuhæsti hópurinn mun borga 52.756 kr. meira á ári eða 4.396 kr. á mánuði.

Aðrar niðurstöður útreikninganna sýna að lítill munur er á því hvað mismunandi tekjuhópar eyða í mat; 14,7% af heildarútgjöldum tekjulægsta hópsins fer í matarinnkaup en 14,5% af heildarútgjöldum tekjuhæsta hópsins fer í mat.

Rannsóknasetrið byggir útreikningar sínar á upplýsingum úr neyslukönnun Hagstofunnar frá árunum 2011-2012 og hafa allar upphæðir verið lagaðar að verðlagsbreytingum svo þær séu á verðlagi dagsins í dag.


Tengdar fréttir

Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent

Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×