Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2025 09:36 Frá því þegar forsvarsmenn Nisan og Honda tilkynntu í fyrra samvinnu þeirra á sviði rafmagnsbíla. Makoto Uchida er forstjóri Nissan og Toshihiro Mibe er forstjóri Honda. EPA/KIMIMASA MAYAMA Útlit er fyrir að ekkert verði að samruna Nissan og Honda, bílaframleiðendanna japönsku. Stjórn Nissan er sögð ætla að hafna samrunanum, sem hefði skapað þriðja stærsta bílaframleiðanda heims. Um tveir mánuðir eru síðan fregnir bárust af því að samruni þessi væri til skoðunar en bæði fyrirtækin hafa átt í erfiðleikum í baráttu við kínverska framleiðendur sem hafa aukið markaðshlutdeild sína töluvert að undanförnum. Honda var stofnað árið 1948 og Nissan árið 1933. Fyrirtækin eru annar (Honda) og þriðji (Nissan) stærstu bílaframleiðendur Japan og gæti samruni haft veruleg áhrif á iðnaðinn þar og í heiminum. Verði af samruna fyrirtækjanna gæti það fyrirtæki orðið þriðji stærsti bílaframleiðandi heims. Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Nissan að lokaákvörðun hafi ekki verið tekin en að stjórn Nissan muni koma saman í dag og þar standi til að hætta við samrunann. Er það í kjölfar þess að stjórn Honda lagði fram nýja tillögu sem myndi í raun gera Nissan að undirfélagi Honda, í stað hefðbundnari og jafnari samruna. Stjórnarmeðlimum Nissan hefur ekki litist á þessa tillögu og eru sagðir ætla að hafna henni. Ekki stendur þó til að hætta samvinnu fyrirtækjanna á ýmsum sviðum sem ætlað er að draga úr kostnaði og þá sérstaklega á sviði rafmagnsbíla. Hafni stjórn Nissan samrunanum yrði samkvæmt WSJ mikill þrýstingur á stjórnina að sannfæra hluthafa, lánardrottna og starfsmenn um að þeir geti staðið af sér samkeppni og samdrátt í Kína og í Bandaríkjunum, þar sem verulega hefur dregið úr sölu hjá félaginu. Vegna þessa var tilkynnt í fyrra, áður en viðræður um samrunann voru opinberaðar, að Nissan ætlaði að segja upp níu þúsund starfsmönnum í sparnaðarskyni. Verðmæti Nissan er orðið minna en fimmtungur verðmætis Honda. Japan Bílar Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Sjá meira
Um tveir mánuðir eru síðan fregnir bárust af því að samruni þessi væri til skoðunar en bæði fyrirtækin hafa átt í erfiðleikum í baráttu við kínverska framleiðendur sem hafa aukið markaðshlutdeild sína töluvert að undanförnum. Honda var stofnað árið 1948 og Nissan árið 1933. Fyrirtækin eru annar (Honda) og þriðji (Nissan) stærstu bílaframleiðendur Japan og gæti samruni haft veruleg áhrif á iðnaðinn þar og í heiminum. Verði af samruna fyrirtækjanna gæti það fyrirtæki orðið þriðji stærsti bílaframleiðandi heims. Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Nissan að lokaákvörðun hafi ekki verið tekin en að stjórn Nissan muni koma saman í dag og þar standi til að hætta við samrunann. Er það í kjölfar þess að stjórn Honda lagði fram nýja tillögu sem myndi í raun gera Nissan að undirfélagi Honda, í stað hefðbundnari og jafnari samruna. Stjórnarmeðlimum Nissan hefur ekki litist á þessa tillögu og eru sagðir ætla að hafna henni. Ekki stendur þó til að hætta samvinnu fyrirtækjanna á ýmsum sviðum sem ætlað er að draga úr kostnaði og þá sérstaklega á sviði rafmagnsbíla. Hafni stjórn Nissan samrunanum yrði samkvæmt WSJ mikill þrýstingur á stjórnina að sannfæra hluthafa, lánardrottna og starfsmenn um að þeir geti staðið af sér samkeppni og samdrátt í Kína og í Bandaríkjunum, þar sem verulega hefur dregið úr sölu hjá félaginu. Vegna þessa var tilkynnt í fyrra, áður en viðræður um samrunann voru opinberaðar, að Nissan ætlaði að segja upp níu þúsund starfsmönnum í sparnaðarskyni. Verðmæti Nissan er orðið minna en fimmtungur verðmætis Honda.
Japan Bílar Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Sjá meira