Fyrir hverja er HPV-bólusetning? Kristján Oddsson skrifar 12. september 2014 07:00 HPV (Human Papilloma Virus) er algeng veira sem smitast með beinni snertingu fólks við kynlíf. Flest okkar sem hafa stundað kynlíf smitast einhvern tímann á lífsleiðinni af HPV. Nóg er að hafa stundað kynlíf með einum einstaklingi einu sinni þótt fjöldi rekkjunauta auki líkur á smiti. Tæplega 200 HPV-tegundir eru þekktar og geta um 40 þeirra sýkt húð og slímhúðir á kynfærasvæðinu, í munni og koki. Af þessum 40 HPV-veirum eru um 15 krabbameinsvaldandi. Flestar HPV-sýkingar eru einkennalausar og ganga til baka en sumar geta valdið frumubreytingum og leghálskrabbameini og öðrum sjaldgæfari krabbameinum eins og krabbameini í endaþarmi, getnaðarlim, leggöngum, skapabörmum, munni og koki. Hér á landi eru skráð tvö HPV-bóluefni, Gardasil og Cervarix, sem verja gegn algengustu HPV-tegundum sem valda um 70% tilfella af leghálskrabbameini. Cervarix er tvígilt bóluefni sem ver gegn HPV 16 og 18. Gardasil er fjórgilt bóluefni sem ver gegn HPV 16 og 18 en einnig gegn HPV 6 og 11 sem valda yfir 90% af kynfæravörtum. Bóluefnin verja einnig gegn sumum krabbameinum í endaþarmi, leggöngum, munni og koki. Frá haustinu 2011 hefur öllum stúlkum í 7. bekk grunnskóla verið boðin HPV-bólusetning með Cervarix þeim að kostnaðarlausu og hafa um 90% þeirra þegið hana, sem er mjög góður árangur. Bæði bóluefnin veita fullkomna vörn gegn þeim HPV-tegundum sem bólusett er fyrir ef þau eru gefin áður en kynlíf hefst. Hins vegar gætu fleiri haft gagn af bólusetningu þó þeir hafi byrjað að stunda kynlíf, bæði konur og karlar. Í sumum löndum er konum upp að 26 ára aldri ráðlögð bólusetning. Fræðilega gætu allir, konur og karlar, haft gagn af bólusetningu ef þeir hafa ekki smitast af HPV-tegundunum í bóluefninu. Þó HPV-sýking sé algeng er ólíklegt að konur hafi smitast af öllum HPV-tegundunum sem eru í bóluefnunum þannig að bólusetning gæti veitt þeim einhverja vörn, a.m.k. til 26 ára aldurs. Bólusettar konur þurfa samt áfram að mæta í leghálskrabbameinsleit því bóluefnin veita aðeins um 70% vörn gegn leghálskrabbameini. Bólusetning fyrir drengi Í Bandaríkjunum er bólusetning drengja 13-21 árs ráðlögð. Árið 2013 byrjuðu heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu að bjóða 12 ára drengjum bólusetningu í skólanum. Konur yngri en 26 ára, einstaklingar í áhættuhópum eins og t.d. samkynhneigðir menn, menn sem stunda kynlíf með mönnum og ónæmisbældir einstaklingar vegna lyfja eða sjúkdóma ættu að ræða við lækni um hvort HPV-bólusetning gæti gagnast þeim. HPV-bóluefnin eru örugg og aukaverkanir fáar og mildar, en fram getur komið verkur á stungustað ásamt svima og ógleði. Hver skammtur af Cervarix kostar um 16.500 kr. og Gardasil um 23.000 kr. en bólusetja þarf með þremur skömmtum þannig að heildarkostnaður er á bilinu 50.000 kr. til 70.000 kr. fyrir þá sem velja bólusetningu. Leghálskrabbameinsleit er ein mikilvægasta heilsuvernd sem konum stendur til boða og allar konur ættu að nýta sér. HPV-bólusetning kann að nýtast miklu fleiri en bara 12 ára stúlkum. Nánari upplýsingar um HPV eru á www.hpv.is. Annar áhættuþáttur fyrir krabbamein er hreyfingarleysi. Styrktarfélagið Líf og Krabbameinsfélag Íslands standa saman að Globeathon-hlaupinu sem er alþjóðlegt átak til þess að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Globeathon-hlaupið er fyrir alla og fer fram sunnudaginn 14. september kl. 14. Upphaf hlaupsins verður við Háskólann í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru á www.hlaup.is. Taktu þátt, heilsunnar vegna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
HPV (Human Papilloma Virus) er algeng veira sem smitast með beinni snertingu fólks við kynlíf. Flest okkar sem hafa stundað kynlíf smitast einhvern tímann á lífsleiðinni af HPV. Nóg er að hafa stundað kynlíf með einum einstaklingi einu sinni þótt fjöldi rekkjunauta auki líkur á smiti. Tæplega 200 HPV-tegundir eru þekktar og geta um 40 þeirra sýkt húð og slímhúðir á kynfærasvæðinu, í munni og koki. Af þessum 40 HPV-veirum eru um 15 krabbameinsvaldandi. Flestar HPV-sýkingar eru einkennalausar og ganga til baka en sumar geta valdið frumubreytingum og leghálskrabbameini og öðrum sjaldgæfari krabbameinum eins og krabbameini í endaþarmi, getnaðarlim, leggöngum, skapabörmum, munni og koki. Hér á landi eru skráð tvö HPV-bóluefni, Gardasil og Cervarix, sem verja gegn algengustu HPV-tegundum sem valda um 70% tilfella af leghálskrabbameini. Cervarix er tvígilt bóluefni sem ver gegn HPV 16 og 18. Gardasil er fjórgilt bóluefni sem ver gegn HPV 16 og 18 en einnig gegn HPV 6 og 11 sem valda yfir 90% af kynfæravörtum. Bóluefnin verja einnig gegn sumum krabbameinum í endaþarmi, leggöngum, munni og koki. Frá haustinu 2011 hefur öllum stúlkum í 7. bekk grunnskóla verið boðin HPV-bólusetning með Cervarix þeim að kostnaðarlausu og hafa um 90% þeirra þegið hana, sem er mjög góður árangur. Bæði bóluefnin veita fullkomna vörn gegn þeim HPV-tegundum sem bólusett er fyrir ef þau eru gefin áður en kynlíf hefst. Hins vegar gætu fleiri haft gagn af bólusetningu þó þeir hafi byrjað að stunda kynlíf, bæði konur og karlar. Í sumum löndum er konum upp að 26 ára aldri ráðlögð bólusetning. Fræðilega gætu allir, konur og karlar, haft gagn af bólusetningu ef þeir hafa ekki smitast af HPV-tegundunum í bóluefninu. Þó HPV-sýking sé algeng er ólíklegt að konur hafi smitast af öllum HPV-tegundunum sem eru í bóluefnunum þannig að bólusetning gæti veitt þeim einhverja vörn, a.m.k. til 26 ára aldurs. Bólusettar konur þurfa samt áfram að mæta í leghálskrabbameinsleit því bóluefnin veita aðeins um 70% vörn gegn leghálskrabbameini. Bólusetning fyrir drengi Í Bandaríkjunum er bólusetning drengja 13-21 árs ráðlögð. Árið 2013 byrjuðu heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu að bjóða 12 ára drengjum bólusetningu í skólanum. Konur yngri en 26 ára, einstaklingar í áhættuhópum eins og t.d. samkynhneigðir menn, menn sem stunda kynlíf með mönnum og ónæmisbældir einstaklingar vegna lyfja eða sjúkdóma ættu að ræða við lækni um hvort HPV-bólusetning gæti gagnast þeim. HPV-bóluefnin eru örugg og aukaverkanir fáar og mildar, en fram getur komið verkur á stungustað ásamt svima og ógleði. Hver skammtur af Cervarix kostar um 16.500 kr. og Gardasil um 23.000 kr. en bólusetja þarf með þremur skömmtum þannig að heildarkostnaður er á bilinu 50.000 kr. til 70.000 kr. fyrir þá sem velja bólusetningu. Leghálskrabbameinsleit er ein mikilvægasta heilsuvernd sem konum stendur til boða og allar konur ættu að nýta sér. HPV-bólusetning kann að nýtast miklu fleiri en bara 12 ára stúlkum. Nánari upplýsingar um HPV eru á www.hpv.is. Annar áhættuþáttur fyrir krabbamein er hreyfingarleysi. Styrktarfélagið Líf og Krabbameinsfélag Íslands standa saman að Globeathon-hlaupinu sem er alþjóðlegt átak til þess að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Globeathon-hlaupið er fyrir alla og fer fram sunnudaginn 14. september kl. 14. Upphaf hlaupsins verður við Háskólann í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru á www.hlaup.is. Taktu þátt, heilsunnar vegna!
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun