Svæsinn utanvegaakstur: "Engin glóra í þessum akstri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2014 16:00 Bíllinn hefur skilið eftir sig djúp för í landinu. Mynd/Lögreglan á Hvolsvelli Eins og sést er landið mikið skemmt.Mynd/Lögreglan á Hvolsvelli Erlendir ferðamenn á bílaleigubíl frá Sad Cars-bílaleigunni festu sig í gærdag inni í Rangárbotnum eftir að hafa ekið á stóru mosagrónu svæði utan vegar. Mikil bleyta var á svæðinu og var bíllinn á kafi í drullu þegar björgunarsveitarmenn og lögreglan komu á staðinn. Ökumaðurinn hafði ekið langt út úr leið en sagðist ekki hafa vitað að ekki mætti keyra utanvegar þarna. „Það var auðvitað engin glóra í þessum akstri hjá honum,“ segir Atli Árdal Ólafsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Nokkuð miklar skemmdir hafi orðið á svæðinu vegna akstursins. Atli bendir á að ef ökumaðurinn hefði ekki fest bílinn er alls ekki víst að lögreglan hefði náð að hafa hendur í hári hans.Vill sjá róttækari aðgerðir vegna utanvegaaksturs Ökumaðurinn var sektaður um 200.000 krónur en Atli vill sjá róttækari aðgerðir vegna utanvegaaksturs. „Þessar sektir virðast ekki gera neitt. Fólk borgar bara og svo er engin eftirfylgni,“ segir Atli. Hann segir að lögreglan á Hvolsvelli fái um 2-3 tilkynningar á dag um utanvegaakstur frá landvörðum í lögregluumdæminu. Alltof mörg tilfelli utanvegaaksturs hafi komið upp í sumar með tilheyrandi landeyðileggingu en skemmst er að minnast utanvegaaksturs á Sólheimasandi í síðustu viku. Eins og sést á meðfylgjandi myndum var um mjög ljótt tilfelli að ræða inn í Rangárbotnum. Mjög djúp för eru í landinu og hefur það rifnað mikið upp enda ekki við öðru að búast þegar Land Cruiser-jeppi festist í blautum mosa.Signý Hermannsdóttir, markaðsstjóri Sad Cars, harmar atvikið.Ferðamenn upplýstir um að utanvegaakstur er bannaður Signý Hermannsdóttir, markaðsstjóri Sad Cars, hafði ekki heyrt af utanvegaakstrinum þegar Vísir náði tali af henni en sagði þetta mjög miður. „Í öllum bílum okkar er opinbert stýrispjald þar sem stendur skýrum stöfum að allur utanvegaakstur sé bannaður á Íslandi. Einnig er sérstakur límmiði í bílnum frá okkur og við förum vel yfir þetta með öllum þeim sem leigja hjá okkur bíl áður en lagt er í hann. Viðskiptavinir fá einnig tölvupósta frá okkur með þessum upplýsingum. Við erum að sjálfsögðu að reyna að gera okkar allra besta og ferðamennirnir ættu að vera upplýstir um það hvar má og hvar má ekki keyra,“ segir Signý. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu lögreglunnar á Hvolsvelli um málið. Post by Lögreglan á Hvolsvelli. Tengdar fréttir Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Eins og sést er landið mikið skemmt.Mynd/Lögreglan á Hvolsvelli Erlendir ferðamenn á bílaleigubíl frá Sad Cars-bílaleigunni festu sig í gærdag inni í Rangárbotnum eftir að hafa ekið á stóru mosagrónu svæði utan vegar. Mikil bleyta var á svæðinu og var bíllinn á kafi í drullu þegar björgunarsveitarmenn og lögreglan komu á staðinn. Ökumaðurinn hafði ekið langt út úr leið en sagðist ekki hafa vitað að ekki mætti keyra utanvegar þarna. „Það var auðvitað engin glóra í þessum akstri hjá honum,“ segir Atli Árdal Ólafsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Nokkuð miklar skemmdir hafi orðið á svæðinu vegna akstursins. Atli bendir á að ef ökumaðurinn hefði ekki fest bílinn er alls ekki víst að lögreglan hefði náð að hafa hendur í hári hans.Vill sjá róttækari aðgerðir vegna utanvegaaksturs Ökumaðurinn var sektaður um 200.000 krónur en Atli vill sjá róttækari aðgerðir vegna utanvegaaksturs. „Þessar sektir virðast ekki gera neitt. Fólk borgar bara og svo er engin eftirfylgni,“ segir Atli. Hann segir að lögreglan á Hvolsvelli fái um 2-3 tilkynningar á dag um utanvegaakstur frá landvörðum í lögregluumdæminu. Alltof mörg tilfelli utanvegaaksturs hafi komið upp í sumar með tilheyrandi landeyðileggingu en skemmst er að minnast utanvegaaksturs á Sólheimasandi í síðustu viku. Eins og sést á meðfylgjandi myndum var um mjög ljótt tilfelli að ræða inn í Rangárbotnum. Mjög djúp för eru í landinu og hefur það rifnað mikið upp enda ekki við öðru að búast þegar Land Cruiser-jeppi festist í blautum mosa.Signý Hermannsdóttir, markaðsstjóri Sad Cars, harmar atvikið.Ferðamenn upplýstir um að utanvegaakstur er bannaður Signý Hermannsdóttir, markaðsstjóri Sad Cars, hafði ekki heyrt af utanvegaakstrinum þegar Vísir náði tali af henni en sagði þetta mjög miður. „Í öllum bílum okkar er opinbert stýrispjald þar sem stendur skýrum stöfum að allur utanvegaakstur sé bannaður á Íslandi. Einnig er sérstakur límmiði í bílnum frá okkur og við förum vel yfir þetta með öllum þeim sem leigja hjá okkur bíl áður en lagt er í hann. Viðskiptavinir fá einnig tölvupósta frá okkur með þessum upplýsingum. Við erum að sjálfsögðu að reyna að gera okkar allra besta og ferðamennirnir ættu að vera upplýstir um það hvar má og hvar má ekki keyra,“ segir Signý. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu lögreglunnar á Hvolsvelli um málið. Post by Lögreglan á Hvolsvelli.
Tengdar fréttir Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14
Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03
Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00