Í fótspor langafa Ugla Egilsdóttir skrifar 4. febrúar 2014 12:00 Þórdís Eva Steinsdóttir og Helgi Guðjónsson voru valin efnilegustu unglingarnir. Mynd/ Steinn Jóhannsson. „Mamma mín og pabbi voru bæði í frjálsum, og meira að segja langafi minn í móðurætt,“ segir Þórdís Eva Steinsdóttir, sem var ásamt Helga Guðjónssyni valin efnilegust unglinga af Framförum – Hollvinafélagi millivegalengda- og langhlaupara. „Langafi minn hét Sveinn Kr. Magnússon. Hann bjó í Hafnarfirði og keppti með FH eins og ég,“ segir hún. Þórdís Eva og Helgi voru í góðum hópi verðlaunahafa, því meðal annarra sem hlutu verðlaun voru Aníta Hinriksdóttir og Kári Steinn Karlsson, en þau voru valin hlauparar ársins. Þórdís lítur upp til þeirra beggja og líka hlauparans Usains Bolt. Hún segir mjög hvetjandi að fá viðurkenningu á borð við þessa. „Ég fékk ávaxtakörfu með fullt af ávöxtum í, gjafabréf, hlaupadagbók, sokkapar og peningaverðlaun. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég geri fyrir peninginn.“ Þórdís þakkar góðan árangur sinn því að hún æfir vel og er dugleg að keppa. „Ég er til dæmis búin að keppa þrjár helgar í röð og á þrjár eftir. Ég keppi í öllu; hlaupum, stökkum og köstum, en mest í hlaupum. 400 og 800 metra hlaup eru uppáhaldið mitt. Í fyrra setti ég 29 Íslandsmet. Ég setti líka eitt Íslandsmet á Reykjavíkurleikunum um daginn og um síðustu helgi setti ég tvö.“ Einna eftirminnilegastir þykja Þórdísi Gautaborgarleikarnir. „Þar vann ég þrenn verðlaun, ein í þrístökki, önnur í 600 metra hlaupi og þriðju í 200 metra hlaupi. Draumurinn er að komast einhvern tímann á Ólympíuleikana, eða á eitthvert annað stórmót,“ segir Þórdís. Hún æfir ekki bara frjálsar, heldur líka fótbolta. „Ég æfi frjálsar fimm sinnum í viku og fótbolta fimm sinnum í viku, en ég mæti ekki á allar æfingar í frjálsum og heldur ekki í fótbolta. Ég reyni auðvitað að mæta á allar en hef bara ekki tíma. Ég get ekki valið hvort mér finnst skemmtilegra í fótbolta eða frjálsum. Ég er samt betri í frjálsum.“ Þórdís segir að það einfaldi valið lítið. „Bróðir minn er með mér í frjálsum og ein af bestu vinkonum mínum er líka í frjálsum. Svo eru hinar tvær bestu vinkonur mínar með mér í fótbolta.“ Þórdís er á fjórtánda ári og gengur í Setbergsskóla. „Uppáhaldsfagið mitt í skólanum eru íþróttir. Íþróttir eru aðaláhugamálið. Önnur áhugamál komast ekki fyrir,“ segir hún. Auk áðurnefndra hlaupara fengu Kristinn Þór Kristinsson og Helen Ólafsdóttir viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar á árinu 2013. Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Mamma mín og pabbi voru bæði í frjálsum, og meira að segja langafi minn í móðurætt,“ segir Þórdís Eva Steinsdóttir, sem var ásamt Helga Guðjónssyni valin efnilegust unglinga af Framförum – Hollvinafélagi millivegalengda- og langhlaupara. „Langafi minn hét Sveinn Kr. Magnússon. Hann bjó í Hafnarfirði og keppti með FH eins og ég,“ segir hún. Þórdís Eva og Helgi voru í góðum hópi verðlaunahafa, því meðal annarra sem hlutu verðlaun voru Aníta Hinriksdóttir og Kári Steinn Karlsson, en þau voru valin hlauparar ársins. Þórdís lítur upp til þeirra beggja og líka hlauparans Usains Bolt. Hún segir mjög hvetjandi að fá viðurkenningu á borð við þessa. „Ég fékk ávaxtakörfu með fullt af ávöxtum í, gjafabréf, hlaupadagbók, sokkapar og peningaverðlaun. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég geri fyrir peninginn.“ Þórdís þakkar góðan árangur sinn því að hún æfir vel og er dugleg að keppa. „Ég er til dæmis búin að keppa þrjár helgar í röð og á þrjár eftir. Ég keppi í öllu; hlaupum, stökkum og köstum, en mest í hlaupum. 400 og 800 metra hlaup eru uppáhaldið mitt. Í fyrra setti ég 29 Íslandsmet. Ég setti líka eitt Íslandsmet á Reykjavíkurleikunum um daginn og um síðustu helgi setti ég tvö.“ Einna eftirminnilegastir þykja Þórdísi Gautaborgarleikarnir. „Þar vann ég þrenn verðlaun, ein í þrístökki, önnur í 600 metra hlaupi og þriðju í 200 metra hlaupi. Draumurinn er að komast einhvern tímann á Ólympíuleikana, eða á eitthvert annað stórmót,“ segir Þórdís. Hún æfir ekki bara frjálsar, heldur líka fótbolta. „Ég æfi frjálsar fimm sinnum í viku og fótbolta fimm sinnum í viku, en ég mæti ekki á allar æfingar í frjálsum og heldur ekki í fótbolta. Ég reyni auðvitað að mæta á allar en hef bara ekki tíma. Ég get ekki valið hvort mér finnst skemmtilegra í fótbolta eða frjálsum. Ég er samt betri í frjálsum.“ Þórdís segir að það einfaldi valið lítið. „Bróðir minn er með mér í frjálsum og ein af bestu vinkonum mínum er líka í frjálsum. Svo eru hinar tvær bestu vinkonur mínar með mér í fótbolta.“ Þórdís er á fjórtánda ári og gengur í Setbergsskóla. „Uppáhaldsfagið mitt í skólanum eru íþróttir. Íþróttir eru aðaláhugamálið. Önnur áhugamál komast ekki fyrir,“ segir hún. Auk áðurnefndra hlaupara fengu Kristinn Þór Kristinsson og Helen Ólafsdóttir viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar á árinu 2013.
Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira