Innlent

Él, skafrenningur og allt að 25 metrar á sekúndu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Gert er ráð fyrir slæmu veðri út daginn og lengur.
Gert er ráð fyrir slæmu veðri út daginn og lengur. Vísir/GVA
„Við erum í norðanstormi í dag,“ segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um veðrið í dag. Gert er ráð fyrir miklum vindi, kulda og éljagangi fram eftir degi um nánast allt land.

„Það er hvassast norðantil. Heldur hægara á Austurlandi fram eftir degi. Í nótt og á morgun gerum við ráð fyrir því að það verði stormur austantil á landinu en hvassviðri annarsstaðar. Útlit er fyrir éljagang og skafrenning og frosti í dag og á morgun um nánast allt land. Við gerum ráð fyrir því að það muni kólna mikið á morgun og frostið getur orðið allt að 15 gráður, kaldast inn til landsins.“

Frostið á höfuðborgarsvæðinu gæti náð níu gráðum samkvæmt vefsíðu Veðurstofunnar.

Sjá einnig: Útlit fyrir annan storm á sunnudag

Á laugardag snýst vindáttin svo, að sögn Helgu. „Já á laugardag lítur út fyrir að hann fari í ákveðna suðvestanátt. En síðan eru líkur á öðrum stormi á sunnudag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×