Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. desember 2014 23:00 Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf Magneudóttur, varaborgarfulltrú Vinstri grænna, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður skóla- og frístundaráðs vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að nemendur og starfsmenn Langholtsskóla færu brátt í heimsókn í Langholtskirkju. „Það er algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Skólar eru fræðslu- og menntastofnanir og hafa ekkert með trúboð að gera. Opinberar stofnanir eiga að gæta hvers kyns hlutleysis. Hvað er það sem forsvarsmenn leik- og grunnskóla skilja ekki í þeim efnum?“ segir Líf í færslunni. Líf birtir auglýsingu um heimsóknina en þar kemur fram að presturinn, séra Guðbjörg Jóhannesdóttir, muni flytja hugvekju og þá mun 3. bekkur skólans sýna helgileik. Þá eru foreldrar beðnir um að láta umsjónarkennara vita ef þeir vilji ekki að börn þeirra fari í kirkjuheimsóknina.Telur heimsóknina í samræmi við reglurSérstakar reglur gilda um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Þar segir meðal annars: „Heimsóknir á helgi-og samkomustaði trúar-og lífsskoðunarfélaga á skólatíma grunnskóla skulu eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir, samkvæmt gildandi lögum og aðalnámskrá. [...] Þess verði gætt við allar heimsóknir til og frá grunnskóla vegna fræðslu um trú og lífsskoðanir að nemendur fylgist með en séu ekki þátttakendur í helgisiðum og athöfnum, og að þær séu ekki vettvangur fyrir innrætingu eða dreifingu á boðandi efni.“ Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri Langholtsskóla, segir í samtali við mbl.is að hann telji heimsóknina í fullu samræmi við þessar reglur. Hann bendir á að áralöng hefð sé fyrir heimsóknum skólans í kirkju á aðventunni og stendur þeim börnum sem ekki fara í heimsókn í kirkjuna til boða að njóta skemmtilegrar stundar í skólanum sem skipulögð er af kennurum. Fyrr í haust hættu skólastjórnendur Melaskóla við að leyfa Gídeonfélaginu að koma í skólann og dreifa Nýja testamentinu til nemenda þar sem það stangaðist á við reglur borgarinnar um samskipti skóla við trúfélög. Post by Líf Magneudóttir. Tengdar fréttir Boð Gídeonsfélagsins í Melaskóla dregið til baka Til stóð að Gídeonfélagið fengi að koma inn í Melaskóla og dreifa þar Nýja testamentinu til barna eftir að skóla lyki en ekkert verður af heimsókninni. 3. október 2014 11:49 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Líf Magneudóttur, varaborgarfulltrú Vinstri grænna, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður skóla- og frístundaráðs vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að nemendur og starfsmenn Langholtsskóla færu brátt í heimsókn í Langholtskirkju. „Það er algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Skólar eru fræðslu- og menntastofnanir og hafa ekkert með trúboð að gera. Opinberar stofnanir eiga að gæta hvers kyns hlutleysis. Hvað er það sem forsvarsmenn leik- og grunnskóla skilja ekki í þeim efnum?“ segir Líf í færslunni. Líf birtir auglýsingu um heimsóknina en þar kemur fram að presturinn, séra Guðbjörg Jóhannesdóttir, muni flytja hugvekju og þá mun 3. bekkur skólans sýna helgileik. Þá eru foreldrar beðnir um að láta umsjónarkennara vita ef þeir vilji ekki að börn þeirra fari í kirkjuheimsóknina.Telur heimsóknina í samræmi við reglurSérstakar reglur gilda um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Þar segir meðal annars: „Heimsóknir á helgi-og samkomustaði trúar-og lífsskoðunarfélaga á skólatíma grunnskóla skulu eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir, samkvæmt gildandi lögum og aðalnámskrá. [...] Þess verði gætt við allar heimsóknir til og frá grunnskóla vegna fræðslu um trú og lífsskoðanir að nemendur fylgist með en séu ekki þátttakendur í helgisiðum og athöfnum, og að þær séu ekki vettvangur fyrir innrætingu eða dreifingu á boðandi efni.“ Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri Langholtsskóla, segir í samtali við mbl.is að hann telji heimsóknina í fullu samræmi við þessar reglur. Hann bendir á að áralöng hefð sé fyrir heimsóknum skólans í kirkju á aðventunni og stendur þeim börnum sem ekki fara í heimsókn í kirkjuna til boða að njóta skemmtilegrar stundar í skólanum sem skipulögð er af kennurum. Fyrr í haust hættu skólastjórnendur Melaskóla við að leyfa Gídeonfélaginu að koma í skólann og dreifa Nýja testamentinu til nemenda þar sem það stangaðist á við reglur borgarinnar um samskipti skóla við trúfélög. Post by Líf Magneudóttir.
Tengdar fréttir Boð Gídeonsfélagsins í Melaskóla dregið til baka Til stóð að Gídeonfélagið fengi að koma inn í Melaskóla og dreifa þar Nýja testamentinu til barna eftir að skóla lyki en ekkert verður af heimsókninni. 3. október 2014 11:49 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Boð Gídeonsfélagsins í Melaskóla dregið til baka Til stóð að Gídeonfélagið fengi að koma inn í Melaskóla og dreifa þar Nýja testamentinu til barna eftir að skóla lyki en ekkert verður af heimsókninni. 3. október 2014 11:49