Lífið

Sniðugar leiðir til að pakka inn jólagjöfunum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hver hefur ekki lent í því að verða jólapappírslaus rétt fyrir jól og allt búið að loka? 

Á vefsíðu Good Housekeeping eru tíu frábærar leiðir til að pakka inn jólagjöfunum þar sem jólapappír kemur ekki við sögu. 

Hér fyrir neðan eru fimm af þessum leiðum en allar tíu má sjá hér. Og auðvitað er alveg tilvalið að nota þessi sniðugu ráð þó nóg sé til af jólapappír.

Gamla, góða viskastykkið

Ef þú ætlar að gefa einhverjum matreiðslubók er tilvalið að pakka henni inn í viskastykki. Þá er pappírinn, ef svo má kalla stykkið, orðinn hluti af gjöfinni.

Nýttu gamlar peysur

Það eiga allir gamlar prjónaðar peysur uppi í skáp sem þeir eru hættir að nota. Klipptu ermarnar af þeim, saumaðu þær saman á öðrum endanum og notaðu þær til að pakka inn gjöfum.

Notaðu Pringles-dollurnar

Ef þú ætlar til dæmis að gefa einhverjum smákökur er um að gera að þrífa gamla Pringles-dollu, skreyta hana og fylla hana af smákökum.

Notaðu gömul púsluspil

Ef þú átt bara pappír eftir sem þér finnst ekkert spes þá er tilvalið að nota gömul púsluspil sem allir eru hættir að nota sem merkimiða.

Möffinsformin kæta

Möffinsform eru líka tilvalin sem skraut á pakka - því litríkari, því betri!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.