Óútskýrðir 100 fermetrar í húsi Árna Johnsen: „Ég veit ekkert um þetta“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. október 2014 16:46 Árni Johnsen segist ekki vita um þessa auka 100 fermetra sem auglýstir eru í húsinu hans. „Ég veit ekkert um þetta, ég fylgist ekki með svona hlutum,“ segir Árni Johnsen, fyrrum Alþingismaður, um þá staðreynd að hús í hans eigu er skráð um 100 fermetrum minna en það er í raun og veru. Um er að ræða einbýlishús í eigu Árna sem er staðsett í Rituhólum í Breiðholti. Húsið er nú til sölu og í auglýsingu frá Fasteignamarkaðinum, sem sér um sölu hússins, segir: „Húsið er skv. Fasteignaskrá Íslands sagt vera um 350 fermetrar en er í raun um 100 fermetrum stærra þar sem hluta neðri hæðar hússins er ekki getið.“ Þegar blaðamaður hafði samband við Árna sagðist hann lítið vita um málið. Hann var spurður hvort þetta stangaðist ekki á við lög, að skrá eign minni en hún er í raun og veru. „Ég veit ekkert um þetta. Mér skilst að þetta sé algengt,“ svaraði hann. Hann sagðist ekki vita hvaða hluti hússins væri ekki skráður hjá Fasteignaskrá Íslands.Hér má sjá húsið sem er til sölu.Sparað tugi þúsunda á ári Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða ósamþykkta íbúð á jarðhæð. Þar hefur sonur Árna búið. Íbúðin er 90 fermetrar að stærð, með tveimur svefnherbergjum, eldhúsi og baðherbergi. Í auglýsingu Fasteignamarkaðarins kemur fram að baðherbergið sé nýlega uppgert, bæði svefnherbergin parketlögð og mjög rúmgóð. Með því að vera með ósamþykkta íbúð, sem er ekki inni í fasteignamati hússins, gætu talsverðar fjárhæðir sparast. Til dæmis eru fasteignagjöld af 90 fermetra kjallaraíbúð í vesturbæ Reykjavíkur rúmlega 75 þúsund krónur á ári.Ekki mikið um þetta Ingibjörg Þórðardóttir er formaður Félags fasteignasala. Hún segir þetta almennt séð ekki algengt, að íbúðir eða hús séu skráð minni en þau eru í raun og veru. Það sé þó stundum í húsum þar sem eigninni hefur verið skipt upp í nokkrar íbúðareiningar. „Til dæmis ef við tækjum hús í Þingholtunum sem er í eigu sama einstaklingsins. Upphaflega var húsið skráð sem kannski þrjár íbúðir og þá var sameingarhlutinn ekki inni í þeim fermetrum sem tilheyra hverri íbúð. Þó svo að einn eigandi sé nú að öllu húsinu getur þessi hluti hússins sem er sameign verið utan fasteignamats,“ segir hún og bætir við: „Vissulega eru til fasteignir sem eru stærri en þær eru skráðar. En það er ekki mikið um þetta. Hún segir að sumir eigi ekki að komast upp með að borga ekki af hluta fasteigna sinna á meðan aðrir geri það. „Auðvitað eiga allir að sitja við sama borð,“ segir Ingibjörg og vísar til jafnræðisreglunnar í því samhengi. „Flestir borga samviskusamlega af sínum fasteignum, þó svo að þeir séu að borga af gluggalausu rými sem kannski nýtist illa, það eiga bara allir að vera jafnir hvað þetta varðar.“ Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
„Ég veit ekkert um þetta, ég fylgist ekki með svona hlutum,“ segir Árni Johnsen, fyrrum Alþingismaður, um þá staðreynd að hús í hans eigu er skráð um 100 fermetrum minna en það er í raun og veru. Um er að ræða einbýlishús í eigu Árna sem er staðsett í Rituhólum í Breiðholti. Húsið er nú til sölu og í auglýsingu frá Fasteignamarkaðinum, sem sér um sölu hússins, segir: „Húsið er skv. Fasteignaskrá Íslands sagt vera um 350 fermetrar en er í raun um 100 fermetrum stærra þar sem hluta neðri hæðar hússins er ekki getið.“ Þegar blaðamaður hafði samband við Árna sagðist hann lítið vita um málið. Hann var spurður hvort þetta stangaðist ekki á við lög, að skrá eign minni en hún er í raun og veru. „Ég veit ekkert um þetta. Mér skilst að þetta sé algengt,“ svaraði hann. Hann sagðist ekki vita hvaða hluti hússins væri ekki skráður hjá Fasteignaskrá Íslands.Hér má sjá húsið sem er til sölu.Sparað tugi þúsunda á ári Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða ósamþykkta íbúð á jarðhæð. Þar hefur sonur Árna búið. Íbúðin er 90 fermetrar að stærð, með tveimur svefnherbergjum, eldhúsi og baðherbergi. Í auglýsingu Fasteignamarkaðarins kemur fram að baðherbergið sé nýlega uppgert, bæði svefnherbergin parketlögð og mjög rúmgóð. Með því að vera með ósamþykkta íbúð, sem er ekki inni í fasteignamati hússins, gætu talsverðar fjárhæðir sparast. Til dæmis eru fasteignagjöld af 90 fermetra kjallaraíbúð í vesturbæ Reykjavíkur rúmlega 75 þúsund krónur á ári.Ekki mikið um þetta Ingibjörg Þórðardóttir er formaður Félags fasteignasala. Hún segir þetta almennt séð ekki algengt, að íbúðir eða hús séu skráð minni en þau eru í raun og veru. Það sé þó stundum í húsum þar sem eigninni hefur verið skipt upp í nokkrar íbúðareiningar. „Til dæmis ef við tækjum hús í Þingholtunum sem er í eigu sama einstaklingsins. Upphaflega var húsið skráð sem kannski þrjár íbúðir og þá var sameingarhlutinn ekki inni í þeim fermetrum sem tilheyra hverri íbúð. Þó svo að einn eigandi sé nú að öllu húsinu getur þessi hluti hússins sem er sameign verið utan fasteignamats,“ segir hún og bætir við: „Vissulega eru til fasteignir sem eru stærri en þær eru skráðar. En það er ekki mikið um þetta. Hún segir að sumir eigi ekki að komast upp með að borga ekki af hluta fasteigna sinna á meðan aðrir geri það. „Auðvitað eiga allir að sitja við sama borð,“ segir Ingibjörg og vísar til jafnræðisreglunnar í því samhengi. „Flestir borga samviskusamlega af sínum fasteignum, þó svo að þeir séu að borga af gluggalausu rými sem kannski nýtist illa, það eiga bara allir að vera jafnir hvað þetta varðar.“
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira