Segir gjaldtökuna vel heppnaða Freyr Bjarnason skrifar 18. mars 2014 10:15 Þessir erlendu ferðamenn vildu ekki borga sig inn á Geysissvæðið og fylgdust þess í stað með fyrir utan girðinguna. Fréttablaðið/Pjetur „Heilt yfir hefur þetta gengið alveg prýðilega. Gestir eru jákvæðir og þeir eru boðnir velkomnir og kvaddir,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, spurður út í gjaldtökuna á svæðinu. „Við erum mjög sátt og höfum bara fundið fyrir velvild og fengið hvatningu mjög víða.“ Mikil umræða hefur verið uppi um gjaldtökuna sem félagið hóf um helgina. Sex hundruð krónur kostar inn á hverasvæðið í Haukadal fyrir þá sem eru eldri en sextán ára en þeir sem eru yngri þurfa ekkert að greiða. Um eitt þúsund ferðamenn heimsóttu svæðið á laugardag og innheimti félagið um fimm hundruð þúsund krónur. Eitthvað hefur verið um að ferðamenn hafa neitað að borga sig inn og þess í stað hafa þeir staðið fyrir utan girðingu eða setið inni í rútu og horft á það sem fyrir augu ber þaðan. Garðar hefur lítið um það að segja. „Þetta er þá partur af einhvers konar aðgangsstýringu og þá er minna álag á svæðinu sjálfu. Fólk hefur bara val og frelsi til athafna. Við gerum enga athugasemd við það.“ Óánægja er með það meðal ferðaþjónustufyrirtækja hversu skammur fyrirvari var á gjaldtökunni. Garðar blæs á þessar athugasemdir. „Við getum engan veginn gert að því. Fyrir átján mánuðum stofnuðum við Landeigendafélagið og kynntum áform okkar bæði þá og síðar. Ef fólk í ferðaþjónustu hefur ekki tekið mark á því getum við í sjálfu sér ekkert gert í því. En við höfum alltaf verið heiðarleg og tilkynnt á öllum stigum um þessi áform og hvergi hvikað.“ Spurður um næstu skref Landeigendafélagsins segir Garðar að eftir fyrstu vikuna verði staðan endurmetin. „Við reynum að læra eitthvað nýtt á hverjum degi.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Heilt yfir hefur þetta gengið alveg prýðilega. Gestir eru jákvæðir og þeir eru boðnir velkomnir og kvaddir,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, spurður út í gjaldtökuna á svæðinu. „Við erum mjög sátt og höfum bara fundið fyrir velvild og fengið hvatningu mjög víða.“ Mikil umræða hefur verið uppi um gjaldtökuna sem félagið hóf um helgina. Sex hundruð krónur kostar inn á hverasvæðið í Haukadal fyrir þá sem eru eldri en sextán ára en þeir sem eru yngri þurfa ekkert að greiða. Um eitt þúsund ferðamenn heimsóttu svæðið á laugardag og innheimti félagið um fimm hundruð þúsund krónur. Eitthvað hefur verið um að ferðamenn hafa neitað að borga sig inn og þess í stað hafa þeir staðið fyrir utan girðingu eða setið inni í rútu og horft á það sem fyrir augu ber þaðan. Garðar hefur lítið um það að segja. „Þetta er þá partur af einhvers konar aðgangsstýringu og þá er minna álag á svæðinu sjálfu. Fólk hefur bara val og frelsi til athafna. Við gerum enga athugasemd við það.“ Óánægja er með það meðal ferðaþjónustufyrirtækja hversu skammur fyrirvari var á gjaldtökunni. Garðar blæs á þessar athugasemdir. „Við getum engan veginn gert að því. Fyrir átján mánuðum stofnuðum við Landeigendafélagið og kynntum áform okkar bæði þá og síðar. Ef fólk í ferðaþjónustu hefur ekki tekið mark á því getum við í sjálfu sér ekkert gert í því. En við höfum alltaf verið heiðarleg og tilkynnt á öllum stigum um þessi áform og hvergi hvikað.“ Spurður um næstu skref Landeigendafélagsins segir Garðar að eftir fyrstu vikuna verði staðan endurmetin. „Við reynum að læra eitthvað nýtt á hverjum degi.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira