Eru kröfur framhaldsskólakennara ósanngjarnar? Kristjana Björg Sveinsdóttir skrifar 18. mars 2014 16:33 Ég er svo heppin að vinnan er eitt af áhugamálunum fyrir utan að vera óhjákvæmileg nauðsyn daglegs lífs við að brauðfæða fjölskyldu mína. Þar sem ég er að kenna tungumál hef ég ákveðið svigrúm til þess að tengja kennsluna við mjög margt sem mér þykir sjálfri skemmtilegt. Þetta tel ég vera lykilatriði í því að geta miðlað námsefninu á jákvæðan hátt til nemenda minna. Þannig reyni ég að kynna fyrir nemendum menningu landsins á bak við tungumálið. Mín reynsla er sú að þegar nemendur kveikja á þessu, er yfirleitt ekki aftur snúið og þeir læra þá oftar en ella sjálfviljugir. Það er eitt af markmiðum tungumálakennslunnar að miðla áfram til nemenda þeim brunni af spennandi dægradvöl sem tungumálið getur verið, hvort sem um er að ræða bókmenntir, tónlist, matargerð, kvikmyndir, sögu eða einfaldlega nýjustu fréttum af menningarsvæði tungumálsins. Fagið sem ég vinn við er þýska og er yfirleitt með mér á öllum tímum sólarhringsins þar sem ég er sífellt í leit að nýjum hugmyndum til þess að vinna með í kennslustundum. Sem dæmi má nefna fylgist ég gjarnan með þýskum fréttum og ýmsu sjónvarpsefni í þýska sjónvarpinu utan vinnutíma. Ég hlusta einnig töluvert á þýska tónlist og á orðið í gegnum starf mitt nokkuð þéttan vina- og kunningjahóp á þýskumælandi málsvæðum. Sumarfríin nýti ég gjarnan til þess að sækja ráðstefnur- og námskeið og finnst það ómissandi þáttur í faginu. Þannig kynnist ég því sem er nýjast á döfinni í bransanum og fæ tækifæri til þess að skiptast á hugmyndum og bera saman skólastarfið við kollega mína sem koma hvaðanæfa að úr heiminum. Eftir hinn hefðbundna kennsludag fyrir framan marga mismunandi hópa á ólíkum stigum bíður kennarans yfirferð prófa- og verkefna, fyrir utan þá vinnu við að undirbúa námsefni næsta skóladags, lokaskipulagningu þeirrar kennsluviku sem framundan er og framkvæmd alls kyns annarra verkefna sem dúkka upp tengdu faginu eða skólastarfinu. Þar fyrir utan eru ýmsir viðburðir og keppnir í fögunum sem kennarar þurfa einnig að stýra og halda utan um. Frá því að ég byrjaði að kenna í framhaldsskóla árið 2007 hef ég unnið nánast hverja helgi við undirbúning eða yfirferð verkefna fyrir utan kvöldvinnu í hverri viku sem er óhjákvæmileg til þess að öll markmið kennslunnar náist. Þetta er ekkert einsdæmi því svona vinnuálag er lýsandi fyrir flesta þá sem sinna þessum störfum. Í þessu samhengi og í ljósi þess verkfalls sem nú er skollið á í framhaldsskólunum finnst mér óhjákvæmilegt að ráðamenn spyrji sig að því hvort ekki sé nauðsynlegt að kennarar séu þokkalega sáttir við kaup sín og kjör. Eins þykir mér gríðarlega mikilvægt að skilningur aukist á því almennt í hverju kennarastarfið felst. Mikið hefur verið rætt um frítíma kennara og augljóst að það ríkir talsvert þekkingarleysi á starfinu. Yfirferð ritgerða, verkefna og prófa er stór þáttur sem kennari þarf að standa skil á og því ekki gæfulegt að vanmeta þann tíma sem í það fer. Markmiðin í kennslunni eru eins og gefur að skilja ótalmörg og mismunandi þannig að kennarinn þarf stöðugt að halda mörgum boltum á lofti í einu. Álagið er því mjög mikið og í rauninni nokkuð jafnt yfir allt árið. Ég held að enginn sem ekki hefur kennt í a.m.k. eitt skólaár, geti raunverulega skilið eðli starfsins og því hlýtur rödd kennara að skipta sköpum í því að skipuleggja námskrá framhaldsskólanna. Þegar kennari hefur ákveðið svigrúm til þess að vinna starf sitt samviskusamlega eykst sköpunargleðin í starfinu og hann er ekki niðurnjörfaður í eitthvert ferkantað ytra skipulag sem hindrar hann í að útfæra hugmyndir sínar inni í kennslustofunni. Að mínu mati er þess vegna nauðsynlegt að kennarar geti, án þess að vera þjakaðir af fjárhagsáhyggjum, unnið störf sín á þeim tíma sem þeim hentar best til undirbúnings og áætlanagerða fyrir bekki sína. Ég tel að laun kennara skipti einnig miklu máli í þessu samhengi og þeir þurfa a.m.k. að njóta sambærilegra launa við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Það hlýtur að skjóta skökku við þegar kennarar geta fengið hærri laun við að smyrja samlokur sem verkefnisstjórar á skyndibitastöðum en við kennslu í framhaldsskólum eftir fimm ára háskólanám, oftast með byrði námslána á bakinu. Einn kunningi minn tjáði mér að með mína menntun gæti ég fengið starf, sem í eðli sínu væri svipað og kennsla hjá þekktu þekkingar- og ráðgjafafyrirtæki og fengið fyrir það u.þ.b. þrisvar sinnum hærri tekjur en í fullu starfi sem framhaldsskólakennari. Þegar staðan er svona er því mjög hætt við því að vel menntaðir og hæfir kennarar leiti á önnur mið. Kröfur framhaldsskólakennara snúast alls ekki um einhver ofurlaun heldur einfaldlega um vera mannsæmandi fyrir þá miklu vinnu sem kennarar inna af hendi.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er svo heppin að vinnan er eitt af áhugamálunum fyrir utan að vera óhjákvæmileg nauðsyn daglegs lífs við að brauðfæða fjölskyldu mína. Þar sem ég er að kenna tungumál hef ég ákveðið svigrúm til þess að tengja kennsluna við mjög margt sem mér þykir sjálfri skemmtilegt. Þetta tel ég vera lykilatriði í því að geta miðlað námsefninu á jákvæðan hátt til nemenda minna. Þannig reyni ég að kynna fyrir nemendum menningu landsins á bak við tungumálið. Mín reynsla er sú að þegar nemendur kveikja á þessu, er yfirleitt ekki aftur snúið og þeir læra þá oftar en ella sjálfviljugir. Það er eitt af markmiðum tungumálakennslunnar að miðla áfram til nemenda þeim brunni af spennandi dægradvöl sem tungumálið getur verið, hvort sem um er að ræða bókmenntir, tónlist, matargerð, kvikmyndir, sögu eða einfaldlega nýjustu fréttum af menningarsvæði tungumálsins. Fagið sem ég vinn við er þýska og er yfirleitt með mér á öllum tímum sólarhringsins þar sem ég er sífellt í leit að nýjum hugmyndum til þess að vinna með í kennslustundum. Sem dæmi má nefna fylgist ég gjarnan með þýskum fréttum og ýmsu sjónvarpsefni í þýska sjónvarpinu utan vinnutíma. Ég hlusta einnig töluvert á þýska tónlist og á orðið í gegnum starf mitt nokkuð þéttan vina- og kunningjahóp á þýskumælandi málsvæðum. Sumarfríin nýti ég gjarnan til þess að sækja ráðstefnur- og námskeið og finnst það ómissandi þáttur í faginu. Þannig kynnist ég því sem er nýjast á döfinni í bransanum og fæ tækifæri til þess að skiptast á hugmyndum og bera saman skólastarfið við kollega mína sem koma hvaðanæfa að úr heiminum. Eftir hinn hefðbundna kennsludag fyrir framan marga mismunandi hópa á ólíkum stigum bíður kennarans yfirferð prófa- og verkefna, fyrir utan þá vinnu við að undirbúa námsefni næsta skóladags, lokaskipulagningu þeirrar kennsluviku sem framundan er og framkvæmd alls kyns annarra verkefna sem dúkka upp tengdu faginu eða skólastarfinu. Þar fyrir utan eru ýmsir viðburðir og keppnir í fögunum sem kennarar þurfa einnig að stýra og halda utan um. Frá því að ég byrjaði að kenna í framhaldsskóla árið 2007 hef ég unnið nánast hverja helgi við undirbúning eða yfirferð verkefna fyrir utan kvöldvinnu í hverri viku sem er óhjákvæmileg til þess að öll markmið kennslunnar náist. Þetta er ekkert einsdæmi því svona vinnuálag er lýsandi fyrir flesta þá sem sinna þessum störfum. Í þessu samhengi og í ljósi þess verkfalls sem nú er skollið á í framhaldsskólunum finnst mér óhjákvæmilegt að ráðamenn spyrji sig að því hvort ekki sé nauðsynlegt að kennarar séu þokkalega sáttir við kaup sín og kjör. Eins þykir mér gríðarlega mikilvægt að skilningur aukist á því almennt í hverju kennarastarfið felst. Mikið hefur verið rætt um frítíma kennara og augljóst að það ríkir talsvert þekkingarleysi á starfinu. Yfirferð ritgerða, verkefna og prófa er stór þáttur sem kennari þarf að standa skil á og því ekki gæfulegt að vanmeta þann tíma sem í það fer. Markmiðin í kennslunni eru eins og gefur að skilja ótalmörg og mismunandi þannig að kennarinn þarf stöðugt að halda mörgum boltum á lofti í einu. Álagið er því mjög mikið og í rauninni nokkuð jafnt yfir allt árið. Ég held að enginn sem ekki hefur kennt í a.m.k. eitt skólaár, geti raunverulega skilið eðli starfsins og því hlýtur rödd kennara að skipta sköpum í því að skipuleggja námskrá framhaldsskólanna. Þegar kennari hefur ákveðið svigrúm til þess að vinna starf sitt samviskusamlega eykst sköpunargleðin í starfinu og hann er ekki niðurnjörfaður í eitthvert ferkantað ytra skipulag sem hindrar hann í að útfæra hugmyndir sínar inni í kennslustofunni. Að mínu mati er þess vegna nauðsynlegt að kennarar geti, án þess að vera þjakaðir af fjárhagsáhyggjum, unnið störf sín á þeim tíma sem þeim hentar best til undirbúnings og áætlanagerða fyrir bekki sína. Ég tel að laun kennara skipti einnig miklu máli í þessu samhengi og þeir þurfa a.m.k. að njóta sambærilegra launa við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Það hlýtur að skjóta skökku við þegar kennarar geta fengið hærri laun við að smyrja samlokur sem verkefnisstjórar á skyndibitastöðum en við kennslu í framhaldsskólum eftir fimm ára háskólanám, oftast með byrði námslána á bakinu. Einn kunningi minn tjáði mér að með mína menntun gæti ég fengið starf, sem í eðli sínu væri svipað og kennsla hjá þekktu þekkingar- og ráðgjafafyrirtæki og fengið fyrir það u.þ.b. þrisvar sinnum hærri tekjur en í fullu starfi sem framhaldsskólakennari. Þegar staðan er svona er því mjög hætt við því að vel menntaðir og hæfir kennarar leiti á önnur mið. Kröfur framhaldsskólakennara snúast alls ekki um einhver ofurlaun heldur einfaldlega um vera mannsæmandi fyrir þá miklu vinnu sem kennarar inna af hendi.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun