Nýr útvarpsstjóri hreinsar til á toppnum Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2014 18:19 Magnús Geir Þórðarsson hreinsar til í toppstöðum hjá Ríkisútvarpinu eftir aðeins viku í starfi og ætlar að stokka upp í rekstrinum. Óháðir aðilar verða fengnir til að fara yfir rekstur Ríkisútvarpsins sem rekið verður með 357 milljón króna halla á þessu rekstrarári. Nýr útvarpsstjóri ákvað eftir viku í starfi að segja upp öllum framkvæmdastjórum stofnunarinnar og ætlar að ráða nýja í næsta mánuði þar sem hlutfall kynjanna verður haft að leiðarljósi. Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur sætt mikilli gagnrýni frá Davíð Oddssyni fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins ásamt fleirum sem teljast verða til stuðningsmanna núverandi stjórnarflokka. Uppsagnir níu framkvæmdastjóra og þar með fréttastjóra Ríkisútvarpsins eru ekki í samhengi við þetta segir útvarpsstjóri. Reyndar hafði Bjarni Kristjánsson fjármálastjóri sagt upp um svipað leyti og Páll Magnússon hætti sem útvarpsstjóri en það er greinilegt að nýr útvarpsstjóri sem tók til starfa fyrir um viku ætlar sér að byrja með hreint borð. Er þetta vantraust á framkvæmdastjórana af þinni hálfu? „Nei þetta er ekki vantraust af minni hálfu á neinn þessara manna eða kvenna. Við erum að gera hér umfangsmiklar skipulagsbreytingar til að byggja Ríkisútvarpið upp til framtíðar og gera gott Ríkisútvarp enn betra,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. Allir hafi jafnt tækifæri til að sækja um stöðurnar en gætt verði jafnræðis milli karla og kvenna. Óðinn Jónsson fréttastjóri er einn þeirra sem fengið hefur uppsögn.Er ekki að bola Óðni burt Ertu að losa þig við hann til að þóknast stjórnarherrunum? „Nei, þvert á móti. Ég tók að mér þetta starf sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins vegna þess að ég sé mikil tækifæri. Mikla möguleika fyrir Ríkisútvarpið til framtíðar. Það sé hans hlutverk að koma ferskur að starfseminni og breyta því sem þurfi að breyta og stokka upp og þess vegna sé samningum við framkvæmdastjóranna sagt upp. „Það er auðvitað óheppilegt og ég skil áhyggjur manna þegar fréttastjóra er sagt upp, og sérstaklega eftir þau skot og árásir sem RÚV hefur orðið fyrir á undanförnum mánuðum og misserum. En ég mun aldrei nokkurn tíma á minni vakt draga úr ritstjórnarlegu sjálfstæði fréttastofunnar eða annarra miðla Ríkisútvarpsins. Það mun aldrei gerast,“ segir Magnús Geir. En þrátt fyrir fjóldauppsagnir Páls í lok nóvember þegar 60 manns misstu störf sín er gert ráð fyrir 357 milljón króna halla á þessu rekstrarári, eða um milljón á dag. Óháðir aðilar verða fengir til að gera úttekt á fjármálum stofnunarinnar. „Fjárhagsstaðan í dag er ekki góð. Það liggur fyrir og stjórn fyrirtækisins sendi frá sér aðkomuviðvörun í gær. Hins vegar er það jákvæða í stöðunni að framtíðarhorfur eru góðar,“ segir útvarpsstjóri. Hann vilji opið samtal um Ríkisútvarpið, jafnrétti innan þess og auka áherslu á starfsemi Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni. Þá þurfi að endurskoða húsakostinn sem sé allt of stór og dúr miðað við starfsemina. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Magnús Geir Þórðarsson hreinsar til í toppstöðum hjá Ríkisútvarpinu eftir aðeins viku í starfi og ætlar að stokka upp í rekstrinum. Óháðir aðilar verða fengnir til að fara yfir rekstur Ríkisútvarpsins sem rekið verður með 357 milljón króna halla á þessu rekstrarári. Nýr útvarpsstjóri ákvað eftir viku í starfi að segja upp öllum framkvæmdastjórum stofnunarinnar og ætlar að ráða nýja í næsta mánuði þar sem hlutfall kynjanna verður haft að leiðarljósi. Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur sætt mikilli gagnrýni frá Davíð Oddssyni fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins ásamt fleirum sem teljast verða til stuðningsmanna núverandi stjórnarflokka. Uppsagnir níu framkvæmdastjóra og þar með fréttastjóra Ríkisútvarpsins eru ekki í samhengi við þetta segir útvarpsstjóri. Reyndar hafði Bjarni Kristjánsson fjármálastjóri sagt upp um svipað leyti og Páll Magnússon hætti sem útvarpsstjóri en það er greinilegt að nýr útvarpsstjóri sem tók til starfa fyrir um viku ætlar sér að byrja með hreint borð. Er þetta vantraust á framkvæmdastjórana af þinni hálfu? „Nei þetta er ekki vantraust af minni hálfu á neinn þessara manna eða kvenna. Við erum að gera hér umfangsmiklar skipulagsbreytingar til að byggja Ríkisútvarpið upp til framtíðar og gera gott Ríkisútvarp enn betra,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. Allir hafi jafnt tækifæri til að sækja um stöðurnar en gætt verði jafnræðis milli karla og kvenna. Óðinn Jónsson fréttastjóri er einn þeirra sem fengið hefur uppsögn.Er ekki að bola Óðni burt Ertu að losa þig við hann til að þóknast stjórnarherrunum? „Nei, þvert á móti. Ég tók að mér þetta starf sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins vegna þess að ég sé mikil tækifæri. Mikla möguleika fyrir Ríkisútvarpið til framtíðar. Það sé hans hlutverk að koma ferskur að starfseminni og breyta því sem þurfi að breyta og stokka upp og þess vegna sé samningum við framkvæmdastjóranna sagt upp. „Það er auðvitað óheppilegt og ég skil áhyggjur manna þegar fréttastjóra er sagt upp, og sérstaklega eftir þau skot og árásir sem RÚV hefur orðið fyrir á undanförnum mánuðum og misserum. En ég mun aldrei nokkurn tíma á minni vakt draga úr ritstjórnarlegu sjálfstæði fréttastofunnar eða annarra miðla Ríkisútvarpsins. Það mun aldrei gerast,“ segir Magnús Geir. En þrátt fyrir fjóldauppsagnir Páls í lok nóvember þegar 60 manns misstu störf sín er gert ráð fyrir 357 milljón króna halla á þessu rekstrarári, eða um milljón á dag. Óháðir aðilar verða fengir til að gera úttekt á fjármálum stofnunarinnar. „Fjárhagsstaðan í dag er ekki góð. Það liggur fyrir og stjórn fyrirtækisins sendi frá sér aðkomuviðvörun í gær. Hins vegar er það jákvæða í stöðunni að framtíðarhorfur eru góðar,“ segir útvarpsstjóri. Hann vilji opið samtal um Ríkisútvarpið, jafnrétti innan þess og auka áherslu á starfsemi Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni. Þá þurfi að endurskoða húsakostinn sem sé allt of stór og dúr miðað við starfsemina.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira