Hörmungasaga frá upphafi til enda Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 18. mars 2014 11:56 "En hér fær hún leyfi yfirvalda til að gera þetta,“ segir Jóna. "Hún fær að reka ræktunarbú og þetta er alveg með ólíkindum að þetta tíðkist,“ Jóna. „Þetta er kallað Puppy Farming eða hvolpaframleiðsla,“ segir Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, um starfsemina á Dalsmynni. „Þar sem svona starfsemi verður til reyna yfirvöld að útrýma henni.“ „En hér fær hún leyfi yfirvalda til að gera þetta,“ segir Jóna. „Hún fær að reka ræktunarbú og þetta er alveg með ólíkindum að þetta tíðkist,“ Jóna. Matvælastofnun stöðvaði dreifingu dýra Hundaræktarinnar ehf. frá Dalsmynni eins og fram kom í frétt Vísis í gær. Óheimilt verður að afhenda dýr frá bænum þar til sýnt hefur verið fram á að kröfum Matvælastofnunar um úrbætur á aðbúnaði dýranna hafi verið sinnt. Dalsmynni er gert að grípa til nauðsynlegra aðgerða á hundabúinu til þess að halda niðri smiti af völdum þráðorma og annarra iðrasýkinga sem greinst hafa þar.Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis sagðist í samtali við Vísi í gær vera hissa á ákvörðun Matvælastofnunar. „Það er ekki fylgst með neinum eins og okkur. Í raun er ekki fylgst með neinum. Þetta er einungis gert vegna þess að við viljum vera lögleg og borga skatta og skyldur en hinir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann,“ sagði Ásta. „Það er eðlilegt að það sé fylgst með þeim. Þetta er nú einu sinni ræktunarbú,“ segir Jóna. „Svona ræktun þekkist hvergi í siðmenntuðum heimi.“Vonandi upphafið að endalokunum „Ef hún er ekki að standa sig er eðlilegt að Matvælastofnun grípi til aðgerða sem þessara og ég er mjög ánægð með það. Það er nýbúið að setja ný dýraverndunarlög og það er bara frábært að það sé verið að fylgja þessu eftir,“ segir Jóna. „Þetta er hörmungasaga, frá upphafi til enda,“ segir Jóna, um ræktunina sem fer fram í Dalsmynni. „Ég vona að þetta verði uppahafið að endalokum þessa bús,“ segir Jóna. Strangar reglur eru fyrir félagsmenn Hundaræktarfélagsins um ræktun hunda. „Þessu fara okkar félagsmenn eftir og ef þeir gera það ekki er þeim vísað til siðanefndar,“ segir Jóna. Í grundvallarreglum fyrir félagsmenn Hundaræktarfélagsins kemur meðal annars fram að hvíla þurfi tíkur á milli gota og þar eru reglur um fjölda gota á ævi hverrar tíkur. „Þetta er Puppy Farming er þegar fólk hefur engar reglur að leiðarljósi. Það ræktar peninganna vegna og er ekkert að hugsa um velferð dýranna,“ segir Jóna. Hún segir að enginn félagsmanna Hundaræktarfélagsins séu meðjafn marga hunda og hafðir eru í Dalsmynni. „Þeir fá gott atlæti hjá okkar félagsmönnum og eru ekki bara í búrum allan sólarhringinn. Þetta eru ekki vélar,“ segir Jóna.Er Ásta í félaginu? „Nei, það er hún ekki,“ segir Jóna.Gefur lítið fyrir ummæli Ástu „Hinn almenni ræktandi stendur ekki í hvolpaframleiðslu,“ segir Elis Veigar Ingibergsson sem hefur ræktað hunda frá árinu 2009. „Ég hef ræktað sex hunda á þessum tíma.“ Hann segir að meðal ræktandi sé með um eitt til tvö got á ári. Kostnaður við ræktun sé heilmikill. Þar á meðal er kostnaður fyrir augnskoðun, hnéskeljaskoðun, DNA próf, mjaðma og olnbogamynd. Örmerkja og bólusetja þurfi hvolpana og svo bætist við kostnaður við uppihald hvolpanna og og tíkarinnar. Greiða þurfi eigendum rakkans fyrir. Eftir standi á milli 200 til 350 þúsund krónur fyrir eiganda tíkarinnar. Það sé undir frítekjumörkum RSK og gefur hann því lítið fyrir það að hinn almenni hundaræktandi stingi gróðanum „svart og sykurlaust“ í vasann. Þá segir hann flesta ræktendur ekki geyma hundana sína í búrum heldur séu þeir hluti af fjölskyldunni. Tengdar fréttir „Allir aðrir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann“ „Dalsmynni er eina ræktunin sem fylgst er með, einungis vegna þess að við viljum gera þetta á löglegan hátt,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis. 17. mars 2014 21:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Þetta er kallað Puppy Farming eða hvolpaframleiðsla,“ segir Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, um starfsemina á Dalsmynni. „Þar sem svona starfsemi verður til reyna yfirvöld að útrýma henni.“ „En hér fær hún leyfi yfirvalda til að gera þetta,“ segir Jóna. „Hún fær að reka ræktunarbú og þetta er alveg með ólíkindum að þetta tíðkist,“ Jóna. Matvælastofnun stöðvaði dreifingu dýra Hundaræktarinnar ehf. frá Dalsmynni eins og fram kom í frétt Vísis í gær. Óheimilt verður að afhenda dýr frá bænum þar til sýnt hefur verið fram á að kröfum Matvælastofnunar um úrbætur á aðbúnaði dýranna hafi verið sinnt. Dalsmynni er gert að grípa til nauðsynlegra aðgerða á hundabúinu til þess að halda niðri smiti af völdum þráðorma og annarra iðrasýkinga sem greinst hafa þar.Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis sagðist í samtali við Vísi í gær vera hissa á ákvörðun Matvælastofnunar. „Það er ekki fylgst með neinum eins og okkur. Í raun er ekki fylgst með neinum. Þetta er einungis gert vegna þess að við viljum vera lögleg og borga skatta og skyldur en hinir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann,“ sagði Ásta. „Það er eðlilegt að það sé fylgst með þeim. Þetta er nú einu sinni ræktunarbú,“ segir Jóna. „Svona ræktun þekkist hvergi í siðmenntuðum heimi.“Vonandi upphafið að endalokunum „Ef hún er ekki að standa sig er eðlilegt að Matvælastofnun grípi til aðgerða sem þessara og ég er mjög ánægð með það. Það er nýbúið að setja ný dýraverndunarlög og það er bara frábært að það sé verið að fylgja þessu eftir,“ segir Jóna. „Þetta er hörmungasaga, frá upphafi til enda,“ segir Jóna, um ræktunina sem fer fram í Dalsmynni. „Ég vona að þetta verði uppahafið að endalokum þessa bús,“ segir Jóna. Strangar reglur eru fyrir félagsmenn Hundaræktarfélagsins um ræktun hunda. „Þessu fara okkar félagsmenn eftir og ef þeir gera það ekki er þeim vísað til siðanefndar,“ segir Jóna. Í grundvallarreglum fyrir félagsmenn Hundaræktarfélagsins kemur meðal annars fram að hvíla þurfi tíkur á milli gota og þar eru reglur um fjölda gota á ævi hverrar tíkur. „Þetta er Puppy Farming er þegar fólk hefur engar reglur að leiðarljósi. Það ræktar peninganna vegna og er ekkert að hugsa um velferð dýranna,“ segir Jóna. Hún segir að enginn félagsmanna Hundaræktarfélagsins séu meðjafn marga hunda og hafðir eru í Dalsmynni. „Þeir fá gott atlæti hjá okkar félagsmönnum og eru ekki bara í búrum allan sólarhringinn. Þetta eru ekki vélar,“ segir Jóna.Er Ásta í félaginu? „Nei, það er hún ekki,“ segir Jóna.Gefur lítið fyrir ummæli Ástu „Hinn almenni ræktandi stendur ekki í hvolpaframleiðslu,“ segir Elis Veigar Ingibergsson sem hefur ræktað hunda frá árinu 2009. „Ég hef ræktað sex hunda á þessum tíma.“ Hann segir að meðal ræktandi sé með um eitt til tvö got á ári. Kostnaður við ræktun sé heilmikill. Þar á meðal er kostnaður fyrir augnskoðun, hnéskeljaskoðun, DNA próf, mjaðma og olnbogamynd. Örmerkja og bólusetja þurfi hvolpana og svo bætist við kostnaður við uppihald hvolpanna og og tíkarinnar. Greiða þurfi eigendum rakkans fyrir. Eftir standi á milli 200 til 350 þúsund krónur fyrir eiganda tíkarinnar. Það sé undir frítekjumörkum RSK og gefur hann því lítið fyrir það að hinn almenni hundaræktandi stingi gróðanum „svart og sykurlaust“ í vasann. Þá segir hann flesta ræktendur ekki geyma hundana sína í búrum heldur séu þeir hluti af fjölskyldunni.
Tengdar fréttir „Allir aðrir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann“ „Dalsmynni er eina ræktunin sem fylgst er með, einungis vegna þess að við viljum gera þetta á löglegan hátt,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis. 17. mars 2014 21:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Allir aðrir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann“ „Dalsmynni er eina ræktunin sem fylgst er með, einungis vegna þess að við viljum gera þetta á löglegan hátt,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis. 17. mars 2014 21:00