Hundrað stúlkum rænt í Nígeríu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. apríl 2014 23:39 vísir/afp Íslamistar úr öfgasamtökunum Boko Haram eru grunaðir um að hafa rænt yfir hundrað stúlkum úr skóla í Borno- ríki í norðausturhlusta Nígeru í gær. Þá eru þeir sagðir hafa kveikt í nær hverju húsi í bænum, en á annað hundrað heimila eyðilögðust. Einnig eru samtökin talin hafa staðið á bakvið mannskæða sprengjuárás í borginni Abuja í gær þar sem rúmlega sjötíu manns létu lífið á fjölmennri strætisvagnastöð, þegar fjöldi fólks var á leið í vinnu frá úthverfum borgarinnar til miðborgarinnar. Að minnsta kosti 1.500 manns hafa fallið í árásum Boko Haram í þremur ríkjum í norðurhluta Nígeríu það sem af er ári. Verknaðurinn er lýsandi fyrir öfgasamtökin sem hafa látið mikið að sér kveða síðustu ár og hafa þúsundir fallið í árásum þeirra í landshlutanum, meðal annars á kirkjur og skóla. Samtökin beita sér gegn vestrænum áhrifum og allri menntun með vestrænu sniði. Fimmtán stúlkum tókst að sleppa úr haldi ódæðismannanna, en voru þær sofandi á heimavist sinni þegar mennirnir réðust til atlögu og földu þær sig í óbyggðum þar til tók að birta. Bíll mannanna fannst bilaður í óbyggðum og reynt er að rekja slóðina þaðan, en hvorki tangur né tetur hefur fundist af stúlkunum sjálfum, né mönnunum. Evrópusambandið fordæmdi í dag árásir Boko Haram og lýsti Catherine Ashton, utanríkis- og öryggismálastjóri ESB, því yfir að ESB-löndin 28 standi með Nígeríu í baráttunni gegn vaxandi tíðni hryðjuverka.vísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afp Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Íslamistar úr öfgasamtökunum Boko Haram eru grunaðir um að hafa rænt yfir hundrað stúlkum úr skóla í Borno- ríki í norðausturhlusta Nígeru í gær. Þá eru þeir sagðir hafa kveikt í nær hverju húsi í bænum, en á annað hundrað heimila eyðilögðust. Einnig eru samtökin talin hafa staðið á bakvið mannskæða sprengjuárás í borginni Abuja í gær þar sem rúmlega sjötíu manns létu lífið á fjölmennri strætisvagnastöð, þegar fjöldi fólks var á leið í vinnu frá úthverfum borgarinnar til miðborgarinnar. Að minnsta kosti 1.500 manns hafa fallið í árásum Boko Haram í þremur ríkjum í norðurhluta Nígeríu það sem af er ári. Verknaðurinn er lýsandi fyrir öfgasamtökin sem hafa látið mikið að sér kveða síðustu ár og hafa þúsundir fallið í árásum þeirra í landshlutanum, meðal annars á kirkjur og skóla. Samtökin beita sér gegn vestrænum áhrifum og allri menntun með vestrænu sniði. Fimmtán stúlkum tókst að sleppa úr haldi ódæðismannanna, en voru þær sofandi á heimavist sinni þegar mennirnir réðust til atlögu og földu þær sig í óbyggðum þar til tók að birta. Bíll mannanna fannst bilaður í óbyggðum og reynt er að rekja slóðina þaðan, en hvorki tangur né tetur hefur fundist af stúlkunum sjálfum, né mönnunum. Evrópusambandið fordæmdi í dag árásir Boko Haram og lýsti Catherine Ashton, utanríkis- og öryggismálastjóri ESB, því yfir að ESB-löndin 28 standi með Nígeríu í baráttunni gegn vaxandi tíðni hryðjuverka.vísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afp
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira