Menning

Enginn Íslendingur haft eins mikil áhrif

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Karl ásamt konu sinni Kristínu Guðjónsdóttur.
Karl ásamt konu sinni Kristínu Guðjónsdóttur.
Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup, er höfundur nýrrar myndskreyttrar bókar um lífshlaup Hallgríms Péturssonar sem forlagið Ugla gefur út.

„Ég var í undirbúningshópi hjá Hallgrímskirkju vegna afmælisárs Hallgríms og það vantaði stutt og laggott yfirlit yfir ævi hans, kveðskap og áhrif á menningu okkar og trú.

Það var gaman að vinna að því og velja myndir sem varpa ljósi á sögu hans,“ segir Karl og bætir við að efnið sé komið út, annars vegar sem bæklingur á íslensku, ensku, þýsku og dönsku og í bókarformi.

Bókin er aðeins 32 blaðsíður í A5-broti. Var ekki erfitt að koma hinni mögnuðu sögu sálmaskáldsins fyrir á svo fáum síðum?

„Jú, það þurfti ansi mikið að velja og hafna því þarna er bara stiklað á því stærsta.

Þetta er mögnuð lífssaga og ég fullyrði að enginn Íslendingur hefur haft önnur eins áhrif á eina þjóð eins og Hallgrímur Pétursson.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.