Gjaldtaka á ferðamannastöðum Árni Davíðsson skrifar 15. apríl 2014 07:00 Stjórnvöld eru nú að undirbúa upptöku svokallaðs náttúrupassa. Með honum á að innheimta nokkur þús. kr. gjald af öllum sem skoða náttúru Íslands, bæði Íslendingum og útlendingum, til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Með honum væri þó vegið að almannarétti okkar til að ferðast um eigið land. Náttúrupassinn kallar líka á eftirlit með ferðamönnum og hluti tekna mun fara í umsýslu og eftirlit.Gjald fyrir veitta þjónustu Mig langar til að fjalla um aðra leið til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Það er að taka einfaldlega gjald fyrir veitta þjónustu á hverjum stað. Auðvelt er að innheimta það, tæknin löngu þekkt og eftirlit einfalt og ódýrt. Á fjölsóttum ferðamannastöðum er nauðsynlegt að veita þjónustu eins og bílastæði, salerni, upplýsingar og stíga. Dýrasti hluti þjónustunnar eru bílastæðin, salernin og byggingar. Auðvelt er að koma fyrir gjaldtöku á bílastæði og til er margvísleg tækni til þess. Gjaldtaka á bílastæði ætti að standa undir skilgreindum þáttum í uppbyggingu og rekstri staðar og ætti upphæð að miðast við stærð bílastæðis og lengd stöðu.Að koma á gjaldtöku Eigandi og rekstraraðili svæðis hefur það á sínu valdi að taka gjald fyrir veitta þjónustu. Ef það er gert einhliða er þó hætt við því að bílstjórar leggi bílum sínum í vegköntum og út um hvippinn og hvappinn og valdi þannig bæði slysahættu á mjóum þjóðvegum og skemmdum á gróðri og umhverfi. Til að koma í veg fyrir það þarf sveitarstjórn að setja „reglur um notkun stöðureita“ í grennd við viðkomandi ferðamannastað, eins og orðalagið er í 2. mgr. 83. gr. umferðarlaga [1]. Gallinn er bara sá að heimildarákvæðið í 83. gr. er takmarkað við kaupstaði og kauptún. Það virðist ekki mega setja slíkar reglur í dreifbýli! Það væri samt léttur leikur fyrir Alþingi að kippa því í liðinn með því einfaldlega að kippa eftirfarandi texta útúr 2. mgr.: „Í kaupstað eða kauptúni er“, og byrja málsgreinina á: „Sveitarstjórn er heimilt.“ Þegar þessu hefur verið breytt getur sveitarstjórn einfaldlega sett samþykkt um bílastæði í sveitarfélaginu sem getur takmarkað stöður bíla á skilgreindum svæðum þar sem þörf er á í nágrenni ferðamannastaða. Aukastöðugjöld væri hægt að leggja á fyrir ólöglega lagningu bíla utan merktra stæða innan þessara svæða.Lokaorð Í stuttri grein er ekki hægt að rekja þetta lengra en ég er sannfærður um að gjaldtaka fyrir veitta þjónustu er auðveldasta og sanngjarnasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Hún útilokar heldur ekki aðra gjaldtöku og hún leysir heldur ekki allan vanda. Ljóst er að skoða verður aðrar leiðir til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi einkum þeirra fáfarnari. Gjaldtaka fyrir veitta þjónustu fer sennilega létt með að standa undir allri þjónustu og uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum og minnkar þar með álagið á aðra sjóði. Það gæti aukið það fjármagn sem er til ráðstöfunar á fáfarnari og erfiðari stöðum. [1] http://www.althingi.is/lagas/143a/1987050.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Stjórnvöld eru nú að undirbúa upptöku svokallaðs náttúrupassa. Með honum á að innheimta nokkur þús. kr. gjald af öllum sem skoða náttúru Íslands, bæði Íslendingum og útlendingum, til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Með honum væri þó vegið að almannarétti okkar til að ferðast um eigið land. Náttúrupassinn kallar líka á eftirlit með ferðamönnum og hluti tekna mun fara í umsýslu og eftirlit.Gjald fyrir veitta þjónustu Mig langar til að fjalla um aðra leið til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Það er að taka einfaldlega gjald fyrir veitta þjónustu á hverjum stað. Auðvelt er að innheimta það, tæknin löngu þekkt og eftirlit einfalt og ódýrt. Á fjölsóttum ferðamannastöðum er nauðsynlegt að veita þjónustu eins og bílastæði, salerni, upplýsingar og stíga. Dýrasti hluti þjónustunnar eru bílastæðin, salernin og byggingar. Auðvelt er að koma fyrir gjaldtöku á bílastæði og til er margvísleg tækni til þess. Gjaldtaka á bílastæði ætti að standa undir skilgreindum þáttum í uppbyggingu og rekstri staðar og ætti upphæð að miðast við stærð bílastæðis og lengd stöðu.Að koma á gjaldtöku Eigandi og rekstraraðili svæðis hefur það á sínu valdi að taka gjald fyrir veitta þjónustu. Ef það er gert einhliða er þó hætt við því að bílstjórar leggi bílum sínum í vegköntum og út um hvippinn og hvappinn og valdi þannig bæði slysahættu á mjóum þjóðvegum og skemmdum á gróðri og umhverfi. Til að koma í veg fyrir það þarf sveitarstjórn að setja „reglur um notkun stöðureita“ í grennd við viðkomandi ferðamannastað, eins og orðalagið er í 2. mgr. 83. gr. umferðarlaga [1]. Gallinn er bara sá að heimildarákvæðið í 83. gr. er takmarkað við kaupstaði og kauptún. Það virðist ekki mega setja slíkar reglur í dreifbýli! Það væri samt léttur leikur fyrir Alþingi að kippa því í liðinn með því einfaldlega að kippa eftirfarandi texta útúr 2. mgr.: „Í kaupstað eða kauptúni er“, og byrja málsgreinina á: „Sveitarstjórn er heimilt.“ Þegar þessu hefur verið breytt getur sveitarstjórn einfaldlega sett samþykkt um bílastæði í sveitarfélaginu sem getur takmarkað stöður bíla á skilgreindum svæðum þar sem þörf er á í nágrenni ferðamannastaða. Aukastöðugjöld væri hægt að leggja á fyrir ólöglega lagningu bíla utan merktra stæða innan þessara svæða.Lokaorð Í stuttri grein er ekki hægt að rekja þetta lengra en ég er sannfærður um að gjaldtaka fyrir veitta þjónustu er auðveldasta og sanngjarnasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Hún útilokar heldur ekki aðra gjaldtöku og hún leysir heldur ekki allan vanda. Ljóst er að skoða verður aðrar leiðir til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi einkum þeirra fáfarnari. Gjaldtaka fyrir veitta þjónustu fer sennilega létt með að standa undir allri þjónustu og uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum og minnkar þar með álagið á aðra sjóði. Það gæti aukið það fjármagn sem er til ráðstöfunar á fáfarnari og erfiðari stöðum. [1] http://www.althingi.is/lagas/143a/1987050.html
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun